Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.10.2016, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 20.10.2016, Qupperneq 16
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Þar sem ég býst ekki við að formaður Alþýðufylk-ingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson, lesi Morgun-blaðið, sbr. grein mína þar 17. október sl. um inneign ríkis og sveitarfélaga hjá lífeyrissjóðunum, leyfi ég mér að útskýra þetta nánar fyrir lesendum og Þorvaldi, sem sagði: „Skatturinn var aldrei borgaður. Hann varð eftir hjá sjóðsfélögunum vegna frádráttar frá skattstofni. Þessir peningar eru peningarnir sem fólkið hélt eftir og er búið að eyða fyrir löngu síðan.“ Annaðhvort er svona framsetning skilningsleysi eða lýðskrum. Árið 1969 var komið á 12% skylduframlagi af launum á greiðslu til lífeyrissjóða frá launþegum og atvinnu- rekendum. Fram til 1988 var greiddur skattur til ríkis og sveitarfélaga af þessu framlagi. Það ár var lögum breytt í þá veru að iðgjaldið var undanþegið skatti, en greiðsla sem samsvaraði skatti af iðgjaldinu var innt af hendi til lífeyris- sjóðanna. Launþeginn skyldi því greiða skatt af útgreiðslu lífeyris frá lífeyrissjóði þegar hann fengi greiðsluna. Með þessari breytingu eru margir lífeyrisþegar í dag að greiða skatt í annað sinn af sama gjaldstofni, sem er ólöglegt. Inneign lífeyrissjóða í dag er a.m.k. 3.500 milljarðar, þannig að ríkissjóður á í ógreiddum skatti hjá lífeyris- sjóðunum að lágmarki 800 milljarða og sveitarfélög 130 milljarða. Útreikning má sjá á flokkurfolksins.is. Um leið og þessir fjármunir væru innkallaðir, myndu lífeyrissjóðir greiða út hlut lífeyrisþega án skatts. Í framhaldi myndu launþegar og atvinnurekendur greiða skatt til ríkis og sveitarfélaga af framlagi sínu til lífeyrissjóða og myndi muna verulega um þá fjármuni til ríkisjóðs. Flokkur fólksins vill breyta þessu, spara rekstur á um 30 lífeyris- sjóðum sem kostar í dag 10 milljarða á ári, með því að stofna einn deildaskiptan sjóð, tengdan almannatrygg- ingum, sem tryggi lágmarks framfærslu og einnig hlutfalls- legan eignarétt þeirra einstaklinga, sem í hann hafa greitt. Þetta er ekki tillaga um ölmusu til að vinna hylli fjöldans með rangfærslu, eins og Þorvaldur sagði í lýðskrumi eða af skilningsleysi. Þetta er tillaga um fjármögnun til að rétta við öll stoðkerfi þjóðarinnar sem eru að hruni komin, heil- brigðiskerfið, menntakerfið, samgöngurnar, löggæsluna og til að tryggja lágmarksframfærslu, hækkun á lægstu launum og afnema verðtryggingu á neytendalánum, þannig að ungt fólk geti eignast heimili. Lýðskrumi svarað Halldór Gunnarsson varaformaður Flokks fólksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi Með þessari breytingu eru margir lífeyrisþegar í dag að greiða skatt í annað sinn af sama gjald- stofni, sem er ólöglegt. LJÓSADAGAR OPIÐ ALLA DAGA við Fellsmúla | 108 Reykjavík -50% -20% kr. LOFTLJÓS Litir: Svart/grátt/hvítt 5.596 Áður: kr. 6.995 kr. HANGANDI LJÓS Litir: Gull/silfur 3.993 Áður: kr. 7.985 Nærri allt það fjármagn sem er í umferð í fjármálakerfinu eru peningar ein-hverra annarra en þeirra sem um þá sýsla. Ef við tökum Deutsche Bank sem dæmi þá eru aðeins þrjú prósent af fé bankans sem er undir áhættu eigið fé, en 97 prósent í eigu lánveitenda eða sparifjár- eigenda. Ísland hefur á síðustu árum skorið sig úr með hærri kröfum um eigið fé banka en þekkist annars staðar en enn hefur ekki verið ráðist í breytingar sem aftengja óábyrga áhættusækni í fjármálakerfinu og innleiða ábyrgð þeirra sem sýsla með peninga annarra þótt átta ár séu liðin frá bankahruninu. Núverandi og síðasta ríkisstjórn hafa barið sér á brjóst fyrir að hafa ráðist í endurbætur á fjármála- kerfinu. Það var innistæðulítið sjálfshól því breytingar sem hafa verið gerðar eiga sér flestar rætur í tilskip- unum ESB og bera þess merki að verið sé að setja plástra á núverandi kerfi fremur en að breyta því í þágu almennings. Hér má nefna reglur um eigið fé, laust fé, yfirtökureglur og stjórnarhætti fjármálafyrir- tækja og tilskipanir ESB um lánshæfismatsfyrirtæki og kröfur um afleiðuviðskipti utan markaða sem ekki hafa verið innleiddar hér á landi enn þá. Engin þessara breytinga tekur á rót vanda bankakerfisins. Engin breyting hefur orðið á félagaformi fjármálafyrirtækja. Engar breytingar hafa verið gerðar sem tengja áhættu í bankarekstri við ábyrgð þeirra sem stjórna þeim líkt og þekktist fyrir árið 1980. Þau félaga- og rekstrar- form sem þekktust í banka- og fjármálastarfsemi um og eftir miðbik síðustu aldar og fram á níunda áratug hennar voru betur til þess fallin að styðja við hlutverk bankanna sem þjónustufyrirtækja í þágu almennings, einstaklinga og fyrirtækja í samfélaginu. Hagfræðingurinn John Kay segir í bók sinni Other People’s Money að flækjustigið í bankakerfi nútímans hafi verið hannað og því stýrt fyrst og fremst til að þjóna hagsmunum milligönguaðila á markaði, fyrirtækjanna sjálfra, fremur en notendum fjármála- þjónustu. Það þarf að ráðast margþættar breytingar til að draga úr áhættu í kerfinu en ein sú mikilvægasta er að eyða þeirri hugmynd að bankarnir starfi undir óbeinni ríkisábyrgð. Þá þarf að leggja niður hugtök eins og „lánveitandi til þrautavara“ og koma fram við bankana eins og hver önnur fyrirtæki. Þeir þurfa að standa á eigin fótum og geta farið á hliðina án inngrips ríkisins. Aðskilnaður milli viðskiptabanka og fjárfestingar- banka ætti að vera forgangsmál en ef það gengur ekki þarf að setja upp girðingar (e. ring fencing) utan um innistæður og sparifé almennings í samræmi við til- lögur í skýrslu Vickers í Bretlandi og Liikanen-skýrslu ESB. Séu girðingarnar skilvirkar munu bankarnir hugsanlega selja frá sér viðskiptabankastarfsemina án inngrips ríkisvaldsins og aftengja þar með tengsl spari- fjár almennings við áhættusækna starfsemi. Núna þegar ríkissjóður á tvo af stóru viðskiptabönk- unum þremur og hlut í þeim þriðja eru kjöraðstæður til að innleiða varanlegar breytingar á bankakerfinu í þágu almennings. Annarra fé Þá þarf að leggja niður hugtök eins og „lánveit- andi til þrautavara“ og koma fram við bankana eins og hver önnur fyrir- tæki. Farsi Árið er 2008. Háttsettur embættis- maður segir forsætisráðherra lýð- veldisins að hægt sé, innan þeirrar stofnunar sem hann er í forsvari fyrir, að nurla saman hálfum milljarði bandaríkjadala til þess að redda einum einkareknum við- skiptabanka í nokkra daga vegna fjármálakreppu. Í sama símtali segir embættismaðurinn við for- sætisráðherra að verði lánið greitt séu yfirgnæfandi líkur á því að lánið tapist. Háttsetti embættis- maðurinn ákvað að segja forsætis- ráðherranum þetta í símtali sem hann vissi að væri hljóðritað. Útópía Söguþráður sem þessi á auðvitað aðeins heima í sögubókum og fantasíum. Hér erum við að tala um æðstu stjórnarmenn landsins okkar í nærri tvo áratugi; ein- staklinga sem töldu vald sitt nánast fengið frá Guði almátt- ugum. Að einstaklingar fari með vald á þennan hátt, vald sem fengið er frá þegnum þessa lands, er auðvitað með ólíkindum. Stutt í kosningar Það er ekki að ástæðulausu að fimmti hver kosningabæri Íslendingurinn ætlar að kjósa Pírata og aðeins helmingur ætlar sér að kjósa fjórflokkinn til valda eftir rúma viku. Þeir sem hafa haft völdin í íslensku samfélagi hafa farið illa með það og gróf- lega misboðið almenningi. sveinn@frettabladid.is 2 0 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F I M M t U D A G U r16 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð SKOÐUN 2 0 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 0 -5 8 8 0 1 B 0 0 -5 7 4 4 1 B 0 0 -5 6 0 8 1 B 0 0 -5 4 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.