Fréttablaðið - 20.10.2016, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 20.10.2016, Blaðsíða 46
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, Guðbjörg Vestmann Viðjuskógum 15, Akranesi, lést á sjúkrahúsinu á Akranesi þann 16. október síðastliðinn. Jarðsetning hennar fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 21. október kl. 13. Sveinn Þorkelsson Guðmundur Kristján Jakobsson Guðbjörg Jakobsdóttir Steindór Örn Jakobsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Minningarathöfn elskulegrar eiginkonu minnar og móður, Sigurbjargar Sigurbjarnadóttir sem lést 28. september, fer fram frá Bústaðakirkju laugardaginn 22. október nk. og hefst athöfnin kl. 11.00. Arthur Arinbjarnarson Inga Birna Steinarsdóttir Ástkær eiginkona mín, systir, móðir, amma og langamma, Helga Tryggvadóttir Stolzenwald Nesvegi 3, Grundarfirði, lést á sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 15. október. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. október kl. 13.00. Þorsteinn Björgvinsson systkini, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, Þorbjörg Bergsteinsdóttir (Tobba) frá Ási, sem lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju, Egilsstöðum, mánudaginn 3. okt. sl., verður jarðsungin laugardaginn 22. okt. nk. kl. 11.00. Athöfnin fer fram frá Egilsstaðakirkju, en jarðsett verður á Ási. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarsjóð HHF vegna Dyngju eða Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Seyðisfirði (HSSS). Þorbjörn Bergsteinsson Jón Bergsteinsson Birna Stefánsdóttir Ásta Magnúsdóttir systkinabörn og fjölskyldur. ATH. á að vera svona eru bræður var síðast miðju- sett, eins Ásta er mágkona…Arna Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðrún Hólmfríður Björgólfsdóttir Langholtsvegi 116 A, Reykjavík, lést á líknardeildinni í Kópavogi sunnudaginn 16. október. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. október kl. 15. Valdimar Gunnarsson Gunnar Ingi Valdimarsson Katrín Harpa Ásgeirsdóttir Kristín Helga Valdimarsdóttir Hrafnhildur Sif Gunnarsdóttir Kristinn Páll Gunnarsson Elskulegur sonur okkar og bróðir, Ásgeir Lýðsson Nauthólum 5, Selfossi, lést á Barnaspítala Hringsins þann 13. október 2016. Hann verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 24. október kl. 13.00. Sérstakar þakkir til allra sem komu að umönnun hans. Ágústa Sigurðardóttir Lýður Ásgeirsson Kristian A. Rodriguez Arndís Ása Sigurðardóttir Hekla Rún Lýðsdóttir Guðrún Katrín Lýðsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Jóhannesson Skúlagötu 20, áður Litlagerði 11, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þann 19. október. Útför auglýst síðar. Erla Jóna Sigurðardóttir Kristrún Sigurðardóttir Hannes Gunnar Sigurðsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Benedikts Jóns Ágústssonar skipstjóra. Starfsfólki á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut færum við sérstakar þakkir fyrir góða umönnun. Jóna B. Guðlaugsdóttir og börn. Eggert Jónsson fv. borgarhagfræðingur, sem lést 11. október sl., verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 24. október kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans skal bent á Mæðrastyrksnefnd. Tómas Guðni Eggertsson Eiríkur Áki Eggertsson og aðrir aðstandendur. Þorgerður Einarsdóttir er pró-fessor í kynjafræði í Háskóla Íslands. Hún segir umræðu um jafnréttismál hafa mikið breyst á þeim 20 árum sem liðin eru frá því sú námsgrein rann af stokkunum við HÍ. „Þetta þótti skrítin grein í byrjun og það þurfti að vinna mikið kynningar- starf áður en fullur skilningur var á því að kynjafræðin væri fag með fögum,“ segir hún. Þorgerður hefur kennt kynja- fræðina frá árinu 2000 og átt sinn þátt í að byggja hana upp sem námsbraut. Skyldi strax hafa verið mikil aðsókn? „Hún jókst hægt og bítandi, það voru aldrei neinar skyndivinsældir, minn skilningur var sá að alltaf væri inni- stæða fyrir fjölguninni. Enn er kynja- fræðin aukagrein í grunnnámi en við byrjuðum með meistaranám árið 2005 og svo doktorsnám, þrír doktorar hafa útskrifast nú þegar og sá fjórði er á leið- inni. Við erum tvær að kenna núna, hin er Gyða Margrét Pétursdóttir, hún var fyrsti doktorinn sem deildin útskrifaði.“ Námið er þverfaglegt að sögn Þor- gerðar. Þar er rýnt í stöðu karla og kvenna á ýmsum sviðum, svo sem í stjórnmálum, atvinnulífi, menningu, fjölmiðlum og fræðasamfélagi, frá sem flestum sjónarhornum og bæði á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi. Hún segir konur í meirihluta nemenda en áhuga karla aukast stöðugt. Nú á að gera sér glaðan dag í kvöld í svokallaðri Ingjaldsstofu í HÍ, í tilefni 20 ára afmælisins. Þar ætla fyrrverandi nemendur að rifja upp liðnar stundir, bregða á leik og bera fram afmælistertu. „Við starfsfólkið verðum bara í fríi úti í sal,“ segir Þorgerður og hlakkar til. gun@frettabladid.is Þótti skrítin grein í byrjun Kynjafræði hefur verið kennslugrein við Háskóla Íslands í 20 ár. Haldið verður upp á það í kvöld, 20. október, með afmælisfagnaði sem hefst klukkan 20 í Ingjaldsstofu. Það þurfti að vinna mikið kynningarstarf áður en fullur skilningur var á því að kynjafræðin væri fag með fögum „Stundum höfum við sem erum í þessu fagi sagt að nafn námsgreinarinnar gefi óþarflega þrönga mynd af náminu,“ segir Þorgerður. Fréttablaðið/Valgarður 2 0 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F I M M t U D A G U r30 t í M A M ó t ∙ F r É t t A b L A ð I ð tímamót 2 0 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 0 0 -7 6 2 0 1 B 0 0 -7 4 E 4 1 B 0 0 -7 3 A 8 1 B 0 0 -7 2 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.