Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.10.2016, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 20.10.2016, Qupperneq 30
María Björt hefur þægindin í fyrirrúmi þegar hún velur fötin sín. Mynd/Ernir Spáir þú mikið í tísku? Nei, ekki mikið, auðvitað tekur maður eftir því hvað er í tísku og hvað ekki en ég er ekkert að festa mig of mikið í því. Ég fer bara í það sem mér finnst kúl. Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Ég myndi kannski segja að hann væri oftast svona frekar „casual“ til þess að hafa þetta einfalt, en það fer mjög mikið eftir því í hvernig skapi ég er hvernig ég klæði mig. Hvernig klæðir þú þig hversdags? Ég fer í það sem mér finnst þægi- legt og mér líður vel í. Það sem verður yfirleitt fyrir valinu er annað hvort leggings og síður bolur, joggingbuxur og kósý peysa eða gallabuxur og skyrta. Hvernig klæðir þú þig spari? Það fer eiginlega eftir því hvert ég er að fara. Ef það er matarboð eða tónleikar eða eitthvað í þeim dúr, fer ég oftast í eitthvað „basic“ eins og gallabuxur og einhvern topp sem ég dressa svo upp með „statement“-hálsmeni og flottum skóm. En ef ég væri að fara eitt- hvað „super fancy“ þá myndi ég mjög sennilega fara í einhvern fallegan kjól en það gerist nú ekki oft, eiginlega bara á jólunum. Hvar kaupir þú fötin þín? Það er mjög misjafnt. Ég kaupi voða mikið notuð föt í Kolaportinu og á fatamörkuðum eða á fatasíðum á Facebook. En þegar ég er að kaupa mér ný föt þá er mér eigin- lega alveg sama hvaða merki það er, svo lengi sem það er þægilegt og mér finnst það flott. Ég sauma líka mikið af fötunum mínum sjálf. Eyðir þú miklu í föt? Ég á það til að missa mig svolítið í fatakaupum og á þar af leiðandi alveg ótrúlega mikið af þeim. Ég reyni samt að kaupa sem minnst af dýrum fötum og kaupa frekar eitthvað notað. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Ég á enga uppáhaldsflík núna en svörtu leðurskórnir mínir hafa verið í uppáhaldi hjá mér alveg síðan ég keypti þá fyrir tveimur árum. Ég nota þá mjög mikið, bæði hversdags og spari. Uppáhaldshönnuður? Ég á engan uppáhaldshönnuð. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá fylgist ég ekki mikið með hönnuðum. Ég fer bara í það sem mér finnst flott, hvort sem það er í tísku eða ekki. Hver er helsti veikleiki þinn þegar kemur að tísku og útliti? Ég á það til að fá brjálað æði fyrir ein- hverju sem mér finnst kúl eins og t.d. „choker“-hálsmenum og sé þá ekkert annað þegar ég fer í búðir og núna á ég allt of mikið af þeim. Notar þú fylgihluti? Ég tek svona tímabil. Stundum er ég alltaf með hringa, stundum með hálsmen og stundum armbönd en ég er alltaf með úr og hringa í eyrunum. Áttu þér tískufyrirmynd? Nei, ekki beint. Það væri þá helst frænka mín Ágústa. Mér hefur alltaf fundist hún vera í svo flottum fötum. Annars fæ ég mikinn inn- blástur af því að fylgjast með því hverju vinir mínir og fólkið sem ég umgengst mest klæðist. Hvað er annars fram undan hjá þér? Ætli það helsta sé ekki tónleikar. Ég er sem sagt í hljómsveit sem heitir Shockmonkey og við erum að fara að halda tónleika í kvöld á Rosenberg kl. 21, sem ég hlakka mikið til. Ef einhver hefur áhuga á því að kynna sér hljómsveitina mína að þá erum við með læksíðu á Facebook. KaUpir Notað og SaUmar SjÁlf María Björt Ármannsdóttir kaupir helst notuð föt í Kolaportinu og á Facebook auk þess sem hún saumar töluvert á sig sjálf. Hún syngur með hljómsveit sinni Shockmonkey á Café Rosenberg í kvöld. &SpUrtSvarað Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 Vertu einstök – eins og þú ert stærðir 38-52 my style Flott föt, fyrir flottar konur Netverslun á tiskuhus.is Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Arctic star sæbjúgnahylki innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum, og eru þekkt fyrir: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlins ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á www.arcticstar.is Arctic Star sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hagkaupum. ParisarTizkan SKIPHOLTI 29B 20% AFSLÁTTUR AF YFIRHÖFNUM NÝ SENDING AF VETRARVÖRUM YFIRHAFNARDAGAR! 2 0 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F I M M t U D A G U r6 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A ð ∙ t í s k A 2 0 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 0 -7 6 2 0 1 B 0 0 -7 4 E 4 1 B 0 0 -7 3 A 8 1 B 0 0 -7 2 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.