Fréttablaðið - 20.10.2016, Side 12

Fréttablaðið - 20.10.2016, Side 12
✿ Lóðrétt samþættar útgerðir greiða mun lægra verð fyrir fisk en tíðkast á markaði Þannig hækkaði verð og skortur á hráefni myndaðist fyrir aðrar vinnslur. Lóðrétt samþættar útgerðir fóru á síðustu misserum að kaupa meiri fisk af markaði. Útgerðarskip Sjálfstætt skip Útgerðarvinnsla Vinnsla án útgerðar Fiskmarkaður Lóðrétt samþætt útgerð Vinnsla án útgerðar Fiskurinn er hjá sama fyrirtæki frá veiðum til sölu. Einungis lítill hluti afla fer á fiskmarkað. Vinnslan kaupir fiskinn af skipum útgerðar sinnar á skiptaverði Verðlagsstofu. Fiskurinn á markaði er seldur á markaðsverði þar sem framboð og eftirspurn ráða verði. Verðið á markaði er hærra en í beinni sölu, því fá sjómenn meira fyrir kílóið en vinnslur án útgerðar þurfa að borga meira og hafa aðgang að minna hráefni. Vinnslur án útgerðar vilja að allur fiskur sé seldur á markaðsverði, í samræmi við tillögur Samkeppniseftirlitsins frá 2012, til að jafna samkeppnisstöðu. Sjávarútvegur Sjómenn á skipum útgerðarfélaga sem reka eigin fisk- vinnslu fá um fimmtíu prósent lægra verð fyrir fisk sinn en gengur og gerist á frjálsum fiskmörkuðum. Þess lags útgerðir, svokallaðar lóðrétt sam- þættar útgerðir, borga skiptaverð sem útgefið er af Verðlagsstofu skiptaverðs samkvæmt kjarasamningum útgerð- arfélaga við sjómenn. Mikil búbót væri fyrir sjómenn þeirra útgerða ef þeir fengju markaðs- verð greitt fyrir fiskinn. Þetta segir Valmundur Valmundsson, formaður Landssambands sjómanna. „Þetta er svolítið flókið en kjarni málsins er sá að okkur finnst of mikill munur á markaðsverðinu og verði sem skyldir aðilar fá að kaupa fiskinn á,“ segir Valmundur. Nýr kjarasamningur er í vinnslu. Vegna þess hve illa viðræður ganga hyggjast sjómenn fara í verk- fall þann 10. nóvember ef ekki næst að semja fyrir þann tíma. Tvöföld verðmyndun „Það er tvöfalt kerfi á fiskverðmynd- un í gangi. Það er er selt á fiskmarkaði fyrir markaðsverð og svo er verð sem er ákveðið milli skyldra aðila þegar menn eru að kaupa af eigin útgerð,“ segir Valmundur. Verðið segir hann ákveðið af nefnd sjómanna og útvegsmanna eftir ákveðnum for- sendum. Kerfið hafi verið dæmt á sjómenn árið 2001 í gerðardómi og unnið sé eftir því enn þann dag í dag. Afraksturinn segir hann vera að verð á fiskmarkaði sé að jafnaði um þrjátíu prósentum hærra en í beinum við- skiptum. „Það sem við erum að fara fram á er að allur fiskur verði verð- myndaður á fiskmarkaði þannig að rétt verð fáist á fisk,“ segir Valmundur. Undir þetta tekur Jón Steinn Elías- son, formaður Samtaka fiskfram- leiðenda og útflytjenda (SFÚ). Í þeim samtökum eru fiskvinnslur sem ekki reka eigin útgerð og kaupa því sinn fisk af fiskmarkaði á hærra verði. „Málið er það að ég held við verðum að gera það. Ef við ætlum að hafa sátt um þetta og ef við ætlum að hafa eitt- hvert vit í þessu getum við ekki verið með margfalda verðmyndun í land- inu okkar,“ segir Jón Steinn. Hann segir ekki ganga upp að tveir sjómenn, sem veiði á sömu slóðum, fái misjöfn laun einfaldlega vegna þess að annar þeirra selji fiskinn á markaði og hinn beint til vinnslu útgerðarinnar. „Þetta er eintóm steypa og ég er undrandi á hvað sjó- mannasamtökin hafa verið róleg og þessi hagsmunasamtök hafa leyft þessu að ganga lengi.“ Gagnrýnir í garð stjórnvalda „Stjórnvöld bregðast ekkert við þessu. Þetta eru gullkálfarnir þeirra sem þeir vinna fyrir. Þeir fara ekkert á móti þessum mönnum, allavega ekki þeir stjórnmálamenn sem hafa verið að stjórna landinu okkar,“ segir Jón Steinn. Fréttablaðið greindi frá því í síð- ustu viku að Samfylkingin, Björt fram- tíð, Píratar, Viðreisn og Vinstri græn væru hlynnt eða opin fyrir því að taka upp markaðsverð sem skiptaverð alls fisks. Því hafna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur. Þetta kom fram á fundi SFÚ með frambjóðendum. Páll Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðis- flokks, og Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og fulltrúi Fram- sóknarflokks, sögðust þá ekki vilja hrófla við kerfinu í ljósi arðsemi þess. Sjómenn og vinnslur vilja markaðsverð Formaður Landssambands sjómanna vill að sjómenn útgerða sem reka eigin fiskvinnslu fái markaðsverð greitt fyrir aflann. Þeir fá nú greitt allt að helmingi lægra verð. Formaður SFÚ segir núverandi fyrirkomulag sovéskan búskap og að það gangi ekki upp. Jón Steinn segist jafnframt ekki skilja hvers vegna stór og öflug útgerðarfélög hræðist fyrirtæki innan SFÚ. „Af hverju geta þau ekki verið í eðlilegri samkeppni? Af hverju þurfa þau að vera með eitthvert forskot á okkur? Eru þeir með svona léleg fyrirtæki? Eru þau svona illa skipu- lögð? Það er eitthvað mjög skrítið við þetta,“ segir hann. „Málið er það að við erum í bull- andi samkeppni við þessa aðila þar sem við erum allir að framleiða inn á svipaða markaði. Þessir aðilar hafa algjört forskot á okkur og eru einnig með undirboð og annað. Þetta eru gríðarlega slæmar aðstæður sem við höfum þurft að lifa við.“ Þá vísar Jón Steinn til álits Sam- keppniseftirlitsins frá árinu 2012 um að fyrirkomulag skiptaverðs væri hindrandi fyrir frjálsa samkeppni. Þeir þrír sem hafa gegnt embætti sjávar- útvegsráðherra frá því Samkeppnis- eftirlitið beindi því áliti til ráðherra hafa ekkert aðhafst í málinu. „Það er svolítið slappt fyrir Samkeppniseftir- litið að hafa ekki getað tekið á þessu máli eins og það hefur gert með annan rekstur,“ segir Jón Steinn. Skortur á markaði Þeir Jón Steinn og Valmundur segja báðir að of lítill hluti afla fari á markað. „Það er ekki nógu mikið magn inni á fiskmörkuðum til að við getum vigtað rétt verð. Núna eru innan við tíu prósent af slægðum þorski sem fara á markað en hann vegur samt fimmtán pró- sent í ákvörðun okkar um fiskverð til skyldra aðila,“ segir Valmundur. Jón Steinn segir lausnina þá að allur fiskur eigi að fara á markað: „Það ætti allur fiskur að fara á mark- að og þær útgerðir sem ekki myndu setja fisk sinn á markað ættu að þurfa að gera upp á markaðsverði. Það er það eina rétta í þessu. Það myndi leysa svo mörg mál, margar deilur.“ Hann segir allt vera tengt mark- aði núorðið. Það að verð séu til- búin á skrifstofu með samþykki ríkisins ætti ekki að líðast. „Svona sovéskur búskapur á að heyra sög- unni til,“ segir Jón Steinn Elíasson, formaður SFÚ. mynd sem þú mátt ekki missa af - v a r i e t y- E n t e r t a i n m e n t w e e k l y “emily blunt gives rachel multiple dimensions”“solid thriller” “superb job” “the girl on the train is sexy and brutal”“emily blunt is perfect” “vivid performances from the cast” Morgunverðarfundur um mataraðstoð á morgun, föstudag kl. 8:30 á Grand Hótel. Uppl. og skráning á Facebooksíðu EAPN á Íslandi. EUROPEAN ANTI POVERTY NETVORK EAPN ÍSLAND European Anti Poverty Network, Ísland PEOPLE EXPERIENCING POVERTY PEPP ÍSLAND kostar samfélagið meira að viðhalda en að leysa! Fátækt Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is Stjórnvöld bregðast ekkert við þessu. Þetta eru gullkálf- arnir þeirra sem þeir vinna fyrir. Jón Steinn Elíasson, formaður SFÚ Það sem við erum að fara fram á er að allur fiskur verði verðmynd- aður á fiskmarkaði þannig rétt verð fáist á fiski. Valmundur Val- mundsson, for- maður Landssam- bands sjómanna 2 0 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F I M M t u D a g u r12 F r é t t I r ∙ F r é t t a b L a ð I ð 2 0 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 0 -8 0 0 0 1 B 0 0 -7 E C 4 1 B 0 0 -7 D 8 8 1 B 0 0 -7 C 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.