Fréttablaðið - 20.10.2016, Síða 22

Fréttablaðið - 20.10.2016, Síða 22
Fyrir skömmu rituðum við grein í Fréttablaðið þar sem við lýstum fyrningar- og útboðs- leið. Málið snýst um það hvernig ráðstafa skuli aflahlutdeildunum og innheimta eðlilegan auðlindaarð í gegnum varfærin útboð. Við teljum það raunhæfa málamiðlun. Af þeim flokkum sem bjóða fram í komandi kosningum verður að ætla að hið minnsta Björt framtíð, Dögun, Píratar, Samfylkingin, Viðreisn og Vinstri grænir, vilji að farin verði leið í anda þeirrar sem þar er reifuð. Núverandi stjórnarflokkar, Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokkur, hafa hingað til viljað halda sig fast við óbreytt kerfi sem mun smám saman færa útgerðinni eignarhald á þjóðareigninni, fiskimiðunum, gegn óverulegu afgjaldi. Veiðigjöld hafa verið lækkuð á kjörtímabilinu að tilstuðlan þessara flokka. Á hinn bóginn er augljóst að þrýstingur frá kjósendum fer sívaxandi um að horfið verði frá þessu gjafakvóta- kerfi eins og það er einatt nefnt. Þessi vilji kjósenda kom fram í þjóð- aratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 á þann hátt að meira en 80% þeirra vilja að ákvæði um þjóðar- eign á auðlindunum sé fest í stjórn- arskrá. Hvað vilja ríkisstjórnar­ flokkarnir? Stefnuskrár stjórnarflokkanna eru afar rýrar um kvótamálin, sé horft til þess sem er að finna á vefsíðum þeirra. Það eina bitastæða, sem fram hefur komið um breytta stefnu úr herbúðum þeirra er frá Jóni Gunn- arssyni, alþingismanni og formanni atvinnuveganefndar Alþingis. Hann hlýtur því að teljast helsti talsmaður þessara flokka í kvótamálunum enda heyra þau undir nefnd hans. Jón hefur lýst hugmyndum sínum í grein í Morgunblaðinu 4. júlí sl. svo og í viðtali á morgunvakt á Rás  1 hinn 19. september sl. Hann telur leið sína vera sáttaleið í þessu lykil- máli þjóðarinnar. Þessi leið verður hér eftir nefnd „ríkisstjórnarleiðin“. Ríkisstjórnarleiðin er í vissulega einföld: Núverandi kvótahafar fái fiskimiðin afhent til langs tíma, væntanlega til eilífðarnóns, gegn því að skila ríkinu broti af þessum verðmætum. Lagt er til að útgerðin skili 5-7% kvótanna til eigendanna, þjóðarinnar, en haldi eftir 93-95% og þá endurgjaldslaust. Þetta gerist í eitt skipti, aðeins í upphafi þurfa útgerðirnar að láta 5-7% aflaheim- ilda sinna af hendi og síðan ekki söguna meir. Fyrirkomulagið er að vísu fært í flóknari búning; þann að útgerðin haldi kvótunum að fullu en láni ríkinu 5-7% af aflamarki hvers árs sem það geti síðan leigt út til smáútgerðanna. Leigugjaldið, sem ríkið kunni að fá, komi þá í stað veiðigjalds sem útgerðirnar greiða nú. Þar með séu kvótahafarnir kvitt við þjóðina. Fyrning eða smáskil í eitt skipti Hver er munurinn á ríkisstjórnar- leiðinni og þeirri hugmynd um fyrningu og uppboð sem hefur lengi legið fyrir? Á þessu tvennu er regin- munur eins dregið er fram í með- fylgjandi töflu. Í þingkosningunum 29. október nk. verða kjósendur m.a. að taka afstöðu til hugmynda um farsæla lausn á áratuga deilumáli, um skiptingu þeirra miklu gæða sem felast í nýtingu fiskimiðanna. Fyrn- ingarleiðin er leið til að hafa opna gegnsæja tilhögun á úthlutun veiði- heimilda þar sem allir standa jafnir og þjóðin sér og veit að tímabundin úthlutun fiskveiðiheimildanna er á valdi þjóðarinnar en ekki forrétt- indi fárra. Valkostirnir eru vald stjórnmála- manna í bakherbergjum með þeirri óvissu sem því hefur fylgt eða mark- aðsákvarðanir sem teknar yrðu með útboði fyrir opnum tjöldum með tilboðum frá fyrirtækjum sem gerst þekkja eigin rekstur og vita hvaða upphæðir þeir treysta sér til að bjóða. Vilja kjósendur þá flokka sem hyggjast festa óbreytt ástand í sessi með varanlegri afhendingu nánast allra aflaheimilda til núverandi útgerðarmanna? Eða vilja þeir að farin sé varfærin málamiðlunarleið sem færi auðæfin til baka til sam- félagsins? Þessu verður að svara við kjörborðið. Kvótakerfið: Kjósendur eiga valið Þorkell Helgason stærðfræðingur Bolli Héðinsson hagfræðingur Hvar enda kvótarnir? Hvert skilar auðlindaarðurinn sér? Markaðslausn? Eru allir jafn réttsettir? Pólitísk inngrip? Er leiðin þegar útfærð? Verður kollsteypa? Er þetta sáttaleið? Varanleg lausn RíkisstjóRnaRlEiðinFyRningaR- og uPPboðslEið Færast smám saman til baka til eigand- ans, þjóðarinnar. Verða að langmestu leyti (a.m.k. 93%) að ævarandi eign núverandi kvótahafa. Þegar upp er staðið til þjóðarinnar í þeim mæli sem útgerðin sjálf telur sig ráða við. Aðeins 5-7% af arðinum skilar sér til baka. Útgerðin heldur eftir afganginum. Já, þær aflahlutdeildir sem losna á hverju ári eru boðnar upp. Leigukvótarnir, sem útgerðin skilar, ættu að geta farið á markað. En þetta er aðeins brot af verðmætunum. Já; þegar í byrjun verður enginn greinar- munur á þeim sem kaupa kvóta á uppboðum og hinum sem hafa þá frá fyrri tíð. Nei; annars vegar verða það núverandi kvótaeigendur, sem halda amk. 93% kvótanna, en hinir verða leiguliðar. Það er pólitísk ákvörðun að ákveða fyrningarhlutfallið í upphafi, en eftir það er þarf engin inngrip. Viðbúið að skilahlutfallið á aflamarki verði að árlegu pólitísku bitbeini. Sömu- leiðis ráðstöfunin á ríkisleigukvótunum. Fyrningarfyrirkomulagið sjálft er sára- einfalt. Útfærsla á uppboðunum kallar á vandaðan undirbúning. Það er einfalt að afhenda núv. kvóta- höfum 93% kvótanna til eilífðarnóns. En eftir situr útfærsla á kvótaleigu ríkisins. Nei; það verður engin kollsteypa. Með hóflegri fyrningu fær útgerðin ríflegan aðlögunartíma. Útgerðarmenn, nú- verandi og nýir, munu hafa megnið af sínum réttindum tryggð frá einu ári til þess næsta. Það ekkert stórmál fyrir útgerðina að skila lítilræðinu 5-7% af kvótunum. Ríkisstjórnarleiðin felur hins vegar í sér kollsteypu eigi hún að vera jafngild fyrningarleiðinni. Núvirði alls auðlindaarðsins skiptist nokkuð jafnt á milli þjóðarinnar og útgerðarinnar. Er það ekki ekta mála- miðlun, sáttaleið? Kjósendur verða að dæma um það hvort það felist sátt í því að afhenda einkaað- ilum 93% þjóðareignarinnar endur- gjaldslaust. Eftir að kerfið er komið á heldur það sér sjálft við og er því til frambúðar. Aðeins varanleg lausn ef þjóðin getur sætt sig við hina miklu eftirgjöf. Í þingkosningunum 29. októ- ber nk. verða kjósendur m.a. að taka afstöðu til hugmynda um farsæla lausn á áratuga deilumáli, um skiptingu þeirra miklu gæða sem felast í nýtingu fiskimiðanna. Um helgina verða kosningar í Neytendasamtökunum. Eftir þær mun kveða við nýjan tón því Jóhannes Gunnars- son hverfur úr eldlínu neytenda- málanna og annar tekur við. Ég er í framboði til formanns og í þess- ari grein langar mig til að fara yfir áherslur mínar nái ég kjöri. Neytendasamtökin eiga að vera félagsskapur sem fer með þér út í búð. Þau eiga að vera með þér að raða í körfuna, standa við hliðina á þér í röðinni og fara með þér yfir merkingar og verðlag. Neytenda- samtökin eiga að vera með þér í liði þegar þú ert í þínum dag- legu verkum, að kaupa mjólk og brauð, bensín og keyra krakkana í tómstundir. Og þegar verðlag á nauðsynjavörum er allt of hátt eða merkingar á matnum í ruglinu (ekki sagt frá sykurinnihaldi eða eitthvað drullumall selt sem nauta- kjöt) þá eiga Neytendasamtökin að láta í sér heyra. Tala hátt og skýrt, og taka slaginn fyrir þig. Til þess að þetta sé svona þurfa Neytendasamtökin að halda fókus. Þau þurfa að einbeita sér að dagleg- um málefnum neytenda, að dagleg- um útgjöldum fjölskyldunnar. Og þau þurfa að gera eitt í einu en ekki dreifa kröftunum í allar áttir. Vissu- lega má segja að fjölmörg málefni varði neytendur og öll samfélags- mál séu neytendamál, því öll erum við neytendur. Þannig mætti færa rök fyrir því að umhverfismálin og heilbrigðismálin séu neytendamál, íslenska krónan og framtíð áliðn- aðarins og staðsetning nýs spítala séu beint og óbeint neytendamál, og þess vegna eigi Neytendasam- tökin að beina sjónum sínum að þeim. Ég er ekki sammála þessu. Vissu- lega eru hin almennu þjóðfélags- mál mikilvæg fyrir okkur öll. En til þess að Neytendasamtökin geti skipt máli og gegnt mikilvægu hlut- verki fyrir okkur, þá þurfa þau að halda fókus. Það er ákveðin verka- skipting í samfélaginu okkar. Neyt- endasamtökin eru ekki stjórnmála- flokkur og þau eiga ekki að eyða öllum kröftum sínum í málefni sem varða almenna hagstjórn, kjara- samninga eða umhverfisstefnu. Við getum og eigum að hafa skoðun á þessum og öllum öðrum sam- félagsmálum, en við verðum líka að passa okkur á því að allir séu að grufla í öllu, eins og afi minn sagði stundum. trú upphaflegum tilgangi Mín skoðun er sú að Neytendasam- tökin eigi að vera trú hinum upp- haflega tilgangi sínum, þ.e. að passa upp á verðlag í landinu, berjast fyrir bættum rétti neytenda og stuðla að betri vörumerkingum og ryðja fram rás fyrir samkeppni þar sem fákeppni ríkir. Í gegnum þetta grundvallarstarf getum við haft jákvæð áhrif á líf venjulegs fólks og fjölskyldna í landinu. Það er sannarlega af nógu að taka. Upplýstur neytandi er upplýstur borgari og þessir tveir eru bygg- ingarefni allra almennilegra sam- félaga. Við eigum að sjálfsögðu að álykta um dýravernd, hagstjórn, heilbrigðismál, eða staðsetningu nýs spítala, en þetta ættu ekki að vera kjarnamál Neytendasam- takanna. Tæknibylting snjallsímanna opnar fyrir okkur ótrúleg tækifæri. Upplýsingar um vöru er hægt að kalla fram með strikamerkjaskanna sem eru í öllum snjallsímum. Styrk- ur Neytendasamtakanna mun samt aldrei liggja í appi eða í gagnvirkri vefsíðu. Hann liggur í samstöðu hinna mörgu og einbeittum vilja til að knýja fram hið rétta. Vettvangur Neytendasamtakanna er ekki fyrir framan skjáinn heldur fyrir framan afgreiðsluborðið. Ég tel það eðlilegan þátt í vinnu- skyldu formanns Neytendasam- takanna að vera sýnilegur á vett- vangi okkar daglegu viðskipta. Hann ætti að kíkja við í Bónus. Rölta um í Krónunni. Hann á að mæta í tryggingafélagið og krefjast útskýringa á undarlegri hækkun milli mánaða. Hann á að skoða, kanna, spyrja, sýna sig, vera til staðar, láta í sér heyra, spjalla við fólk og spyrna við fæti þegar þurfa þykir. Neytendasamtökin þurfa að finna til máttar síns og vera tilbúin að taka slagina þegar þeir koma. Í þeirri viðleitni eigum við að vera reiðubúin að ganga eins langt og þurfa þykir. Gerum eitt í einu. Fókuserum á aðalatriðin. Neytendasamtökin með þér úti í búð Teitur Atlason varaformaður Neytenda- samtakanna Það er óskemmtilegt þegar vegið er að manni með dylgj-um og ósannindum. En það má a.m.k. reyna að koma á framfæri því sem satt er. Jón Hjaltason hélt því fram í blað- inu í gær að Samfylkingin á Akur- eyri vilji leggja niður flugvöllinn í Vatnsmýri. Það er ósatt. Ég og aðrir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar höfum margítrekað stutt bókanir í bæjarstjórn um að nauðsynlegt sé að flugvöllurinn verði kyrr þar sem hann er, þar til betri lausn er fundin. Um þetta eru nær allir stjórnmála- flokkar í Norðausturkjördæmi nú orðnir sammála. Reykjavík ber ríkar skyldur sem höfuðborg. Aðgengi landsmanna að stjórnsýslu og heilbrigðisþjónustu er ekki léttvægur munaður heldur nauðsynlegt. Ég hef þó talað fyrir því að fólk setjist niður og vinni saman að lausnum í stað þess að æpa hvert á annað yfir landið, árum saman, án árangurs. Innanríkisráðherra fer með mála- flokkinn og þarf auðvitað að hafa forgöngu um að leita lausna og fá fólk til að vinna saman að ásættan- legri lausn. Dylgjum svarað Logi Einarsson varaformaður Samfylkingar- innar og oddviti lista flokksins í Norðaustur- kjördæmi Ég tel það eðlilegan þátt í vinnuskyldu formanns Neyt- endasamtakanna að vera sýnilegur á vettvangi okkar daglegu viðskipta. Hann ætti að kíkja við í Bónus. Rölta um í Krónunni. Hann á að mæta í tryggingafélagið og krefjast útskýringa á undar- legri hækkun milli mánaða. 2 0 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F I M M t U D A G U r22 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð I ð 2 0 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 0 -8 E D 0 1 B 0 0 -8 D 9 4 1 B 0 0 -8 C 5 8 1 B 0 0 -8 B 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.