Fréttablaðið - 20.10.2016, Page 42

Fréttablaðið - 20.10.2016, Page 42
2 0 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F I M M t U D A G U r26 s p o r t ∙ F r É t t A b L A ð I ð Hilmar Árni Halldórsson með boltann í leik Stjörnunnar og ÍBV í Pepsi-deildinni í sumar. FréttaBlaðið/Eyþór Guðjón B. FótboLtI Hilmar Árni Halldórsson, miðjumaður Stjörnunnar, var sá leikmaður í Pepsi-deild karla sem lagði upp flest mörk fyrir félaga sína á nýloknu tímabili. Hilmar Árni hafði talsverða yfirburði í sumar en hann gaf þremur stoðsendingum meira en næstu menn. Sumarið á undan var Hilmar Árni efstur á listanum fram eftir sumri en missti síðan stoðsendingatitil- inn til Blikans Kristins Jónssonar á lokasprettinum. Að þessu sinni var það góð seinni umferð sem tryggði Hilmari stoðsendingatitilinn. líka markahæstur í Stjörnunni Hilmar Árni, sem er 24 ára gamall, var ekki aðeins stoðsendingahæstur í deildinni heldur var kappinn einn- ig markahæstur í markahæsta liði deildarinnar. Hilmar Árni skoraði sjálfur 7 af 43 mörkum Garðabæjar- liðsins í sumar. Hilmar Árni gerði því flotta hluti á sínu fyrsta tímabili með Stjörnunni en hann þurfti samt tíma til að læra inn á nýju liðsfélagana. Fyrsta stoð- sendingin hans kom ekki fyrr en í 11. umferðinni eða um miðjan júlí. Hilmar Árni lagði þá upp tvö mörk og átti stóran þátt í undirbúningi þess þriðja í sigri Stjörnumanna í Ólafsvík. Fjölnismenn efstir framan af Fjölnismaðurinn Martin Lund Ped- ersen var með forystuna um mitt mót en hann hins vegar gaf sína fimmtu og síðustu stoðsendingu í tólftu umferð. Annar leikmaður Grafarvogs- liðsins, Gunnar Már Guðmundsson, hafði komist upp fyrir Martin Lund og verið með forystu frá og með 14. umferðinni. Gunnar Már gaf hins vegar síðustu stoðsendingu sína á tímabilinu í byrjun ágúst. Þetta varð því endasleppt hjá Fjölnismönnun- um hvað varðar stoðsendingarnar og sigur Hilmars Árna var því frekar öruggur. Hilmar Árni tók forystuna með því að leggja upp tvö mörk í Vest- mannaeyjum í 19. umferðinni og hélt henni eftir það. Hilmar gaf á endanum þremur fleiri stoðsend- ingar en Fjölnismaðurinn Gunnar Már Guðmundsson og liðsfélagi Hilmars hjá Stjörnunni, Guðjón Baldvinsson. Guðjón gaf tvær stoð- sendingar í lokaumferðinni og hoppaði upp í annað sætið við hlið Gunnars. Hilmar Árni gaf flestar stoðsend- ingar á þá Daníel Laxdal, Guðjón Baldvinsson og Baldur Sigurðsson eða tvær á hvern. Hann lagði líka upp eitt mark fyrir þá Grétar Sig- finn Sigurðarson og Hólmbert Aron Friðjónsson og svo eitt sjálfsmark. Hornspyrnur Hilmars Árna eru að skila honum stoðsendingatitlinum. Hann gaf sex af átta stoðsendingum sínum úr hornspyrnum í fyrra og að þessu sinni komu sex af níu stoð- sendingum hans úr hornspyrnum. Hilmar Árni átti einnig eina stoð- sendingu úr aukaspyrnu og var því heldur betur ógnandi í föstu leikat- riðum Stjörnumanna í sumar. 12 stoðsendingar úr hornum Hilmar Árni hefur því alls gefið tólf stoðsendingar úr hornspyrnum á undanförnum tveimur tímabilum. Hann er jafnframt kominn með 17 stoðsendingar í fyrstu 42 leikjum sínum í efstu deild. Hilmar Árni vann ekki bara stoð- sendingarnar því hann var einnig sá leikmaður sem kom að undirbún- ingi flestra marka með því annað- hvort að gefa stoðsendingu eða hjálparsendingu. Hjálparsending er sending sem er ekki síðasta sending (stoðsending) en á mikinn þátt í aðdraganda marksins. Hilmar Árni fékk meiri sam- keppni á þeim lista en hann átti þátt í undirbúningi þrettán marka eða einu meira en hægri bakvörður FH-liðsins, Jonathan Hendrickx. ooj@frettabladid.is Hornspyrnu-Hilmar hélt út þetta sumarið Stjörnumenn áttu tvo af þremur efstu leikmönnunum á listanum yfir flestar stoðsendingar í Pepsi-deild karla 2016. Hilmar Árni rétt missti af toppsætinu á stoðendingalistanum í fyrra en náði því með góðum endaspretti í sumar. Hilmar Árni Halldórsson, Stjarnan 9 Gunnar Már Guðmundsson, Fjölnir 6 Guðjón Baldvinsson, Stjarnan 6 Martin lund Pedersen, Fjölnir 5 Sigurður Egill lárusson, Valur 5 Jonathan Hendrickx, FH 5 Halldór Orri Björnsson, Stjarnan 5 Morten Beck, Kr 5 Gary John Martin, Víkingur r. 4 Pablo Oshan Punyed, ÍBV 4 Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur 4 óskar Örn Hauksson, Kr 4 Árni Vilhjálmsson, Breiðablik 4 arnþór ari atlason, Breiðablik 4 Ívar Örn Jónsson, Víkingur r. 4 atli Guðnason, FH 4 tryggvi Hrafn Haraldsson, Ía 4 þórir Guðjónsson, Fjölnir 4 Flestar stoðsendingar í Pepsi-deild karla 2016 Stoðsendingar Hilmars Árna sumarið 2016 Í fyrri hálfleik 4 Í seinni hálfleik 5 Á heimavelli 3 Á útivelli 6 Í fyrri umferðinni 2 Í seinni umferðinni 7 Fyrir mörk úr markteig 6 Fyrir mörk utan vítateigs 2 Skallamörk 5 Úr hornspyrnum 6 Úr aukaspyrnum 1 Úr opnum leik 2 Gunnar Már. andri adolphsson, Valur 4 Vilhjálmur Pálmason, þróttur 4 Marcus Solberg Mathiasen, Fjölnir 4 Bjarni ólafur Eiríksson, Valur 4 Denis Fazlagic, Kr 4 Kristinn ingi Halldórsson, Valur 4 18:55ALLA DAGASPORTPAKKINN SPORTPAKKINN - Í OPINNI DAGSKRÁ 2 0 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 0 0 -9 D A 0 1 B 0 0 -9 C 6 4 1 B 0 0 -9 B 2 8 1 B 0 0 -9 9 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.