Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.10.2016, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 20.10.2016, Qupperneq 42
2 0 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F I M M t U D A G U r26 s p o r t ∙ F r É t t A b L A ð I ð Hilmar Árni Halldórsson með boltann í leik Stjörnunnar og ÍBV í Pepsi-deildinni í sumar. FréttaBlaðið/Eyþór Guðjón B. FótboLtI Hilmar Árni Halldórsson, miðjumaður Stjörnunnar, var sá leikmaður í Pepsi-deild karla sem lagði upp flest mörk fyrir félaga sína á nýloknu tímabili. Hilmar Árni hafði talsverða yfirburði í sumar en hann gaf þremur stoðsendingum meira en næstu menn. Sumarið á undan var Hilmar Árni efstur á listanum fram eftir sumri en missti síðan stoðsendingatitil- inn til Blikans Kristins Jónssonar á lokasprettinum. Að þessu sinni var það góð seinni umferð sem tryggði Hilmari stoðsendingatitilinn. líka markahæstur í Stjörnunni Hilmar Árni, sem er 24 ára gamall, var ekki aðeins stoðsendingahæstur í deildinni heldur var kappinn einn- ig markahæstur í markahæsta liði deildarinnar. Hilmar Árni skoraði sjálfur 7 af 43 mörkum Garðabæjar- liðsins í sumar. Hilmar Árni gerði því flotta hluti á sínu fyrsta tímabili með Stjörnunni en hann þurfti samt tíma til að læra inn á nýju liðsfélagana. Fyrsta stoð- sendingin hans kom ekki fyrr en í 11. umferðinni eða um miðjan júlí. Hilmar Árni lagði þá upp tvö mörk og átti stóran þátt í undirbúningi þess þriðja í sigri Stjörnumanna í Ólafsvík. Fjölnismenn efstir framan af Fjölnismaðurinn Martin Lund Ped- ersen var með forystuna um mitt mót en hann hins vegar gaf sína fimmtu og síðustu stoðsendingu í tólftu umferð. Annar leikmaður Grafarvogs- liðsins, Gunnar Már Guðmundsson, hafði komist upp fyrir Martin Lund og verið með forystu frá og með 14. umferðinni. Gunnar Már gaf hins vegar síðustu stoðsendingu sína á tímabilinu í byrjun ágúst. Þetta varð því endasleppt hjá Fjölnismönnun- um hvað varðar stoðsendingarnar og sigur Hilmars Árna var því frekar öruggur. Hilmar Árni tók forystuna með því að leggja upp tvö mörk í Vest- mannaeyjum í 19. umferðinni og hélt henni eftir það. Hilmar gaf á endanum þremur fleiri stoðsend- ingar en Fjölnismaðurinn Gunnar Már Guðmundsson og liðsfélagi Hilmars hjá Stjörnunni, Guðjón Baldvinsson. Guðjón gaf tvær stoð- sendingar í lokaumferðinni og hoppaði upp í annað sætið við hlið Gunnars. Hilmar Árni gaf flestar stoðsend- ingar á þá Daníel Laxdal, Guðjón Baldvinsson og Baldur Sigurðsson eða tvær á hvern. Hann lagði líka upp eitt mark fyrir þá Grétar Sig- finn Sigurðarson og Hólmbert Aron Friðjónsson og svo eitt sjálfsmark. Hornspyrnur Hilmars Árna eru að skila honum stoðsendingatitlinum. Hann gaf sex af átta stoðsendingum sínum úr hornspyrnum í fyrra og að þessu sinni komu sex af níu stoð- sendingum hans úr hornspyrnum. Hilmar Árni átti einnig eina stoð- sendingu úr aukaspyrnu og var því heldur betur ógnandi í föstu leikat- riðum Stjörnumanna í sumar. 12 stoðsendingar úr hornum Hilmar Árni hefur því alls gefið tólf stoðsendingar úr hornspyrnum á undanförnum tveimur tímabilum. Hann er jafnframt kominn með 17 stoðsendingar í fyrstu 42 leikjum sínum í efstu deild. Hilmar Árni vann ekki bara stoð- sendingarnar því hann var einnig sá leikmaður sem kom að undirbún- ingi flestra marka með því annað- hvort að gefa stoðsendingu eða hjálparsendingu. Hjálparsending er sending sem er ekki síðasta sending (stoðsending) en á mikinn þátt í aðdraganda marksins. Hilmar Árni fékk meiri sam- keppni á þeim lista en hann átti þátt í undirbúningi þrettán marka eða einu meira en hægri bakvörður FH-liðsins, Jonathan Hendrickx. ooj@frettabladid.is Hornspyrnu-Hilmar hélt út þetta sumarið Stjörnumenn áttu tvo af þremur efstu leikmönnunum á listanum yfir flestar stoðsendingar í Pepsi-deild karla 2016. Hilmar Árni rétt missti af toppsætinu á stoðendingalistanum í fyrra en náði því með góðum endaspretti í sumar. Hilmar Árni Halldórsson, Stjarnan 9 Gunnar Már Guðmundsson, Fjölnir 6 Guðjón Baldvinsson, Stjarnan 6 Martin lund Pedersen, Fjölnir 5 Sigurður Egill lárusson, Valur 5 Jonathan Hendrickx, FH 5 Halldór Orri Björnsson, Stjarnan 5 Morten Beck, Kr 5 Gary John Martin, Víkingur r. 4 Pablo Oshan Punyed, ÍBV 4 Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur 4 óskar Örn Hauksson, Kr 4 Árni Vilhjálmsson, Breiðablik 4 arnþór ari atlason, Breiðablik 4 Ívar Örn Jónsson, Víkingur r. 4 atli Guðnason, FH 4 tryggvi Hrafn Haraldsson, Ía 4 þórir Guðjónsson, Fjölnir 4 Flestar stoðsendingar í Pepsi-deild karla 2016 Stoðsendingar Hilmars Árna sumarið 2016 Í fyrri hálfleik 4 Í seinni hálfleik 5 Á heimavelli 3 Á útivelli 6 Í fyrri umferðinni 2 Í seinni umferðinni 7 Fyrir mörk úr markteig 6 Fyrir mörk utan vítateigs 2 Skallamörk 5 Úr hornspyrnum 6 Úr aukaspyrnum 1 Úr opnum leik 2 Gunnar Már. andri adolphsson, Valur 4 Vilhjálmur Pálmason, þróttur 4 Marcus Solberg Mathiasen, Fjölnir 4 Bjarni ólafur Eiríksson, Valur 4 Denis Fazlagic, Kr 4 Kristinn ingi Halldórsson, Valur 4 18:55ALLA DAGASPORTPAKKINN SPORTPAKKINN - Í OPINNI DAGSKRÁ 2 0 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 0 0 -9 D A 0 1 B 0 0 -9 C 6 4 1 B 0 0 -9 B 2 8 1 B 0 0 -9 9 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 1 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.