Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2016, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 30.11.2016, Qupperneq 14
Í dag 19.05 Grindav. - Skallagrím. Sport 3 19.40 Arsenal - Southampt. Sport2 19.55 Man. Utd - West Ham Sport 19.15 Stjarnan - Njarðvík Ásgarður 19.15 Snæfell - Valur Stykkishólm. 19.15 Grindavík - Skallagr. Grindvík 19.15 Haukar - Keflavík Ásvellir Nýjast Enski deildabikarinn í fótbolta Liverpool - Leeds 2-0 1-0 Divock Origi (76.), 2-0 Ben Woodburn (81.). Hull - Newcastle 0-0 Leikurinn var framlengdur og ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Hvar ert þú búin að vera? Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór umhverfis hnöttinn frá 4. október til 16. nóvember þar sem hún keppti bæði á úrtökumótum í Bandaríkjunum sem og á mótum á LET-mótaröðinni sem fóru fram í Kína, á Indlandi og í Abú Dabí. Hún náði að koma heim í fimm daga áður en hún flaug aftur til Banda- ríkjanna til að undirbúa sig fyrir lokaúrtökumótið. „Það er alltaf gaman að koma heim og sjá alla og þá sérstaklega eftir svona langan tíma í burtu. Viktoría Katrín, litla frænka mín, var samt að skamma mig og spurði: „Hvar ert þú búin að vera? Ég er ekki búin að sjá þig í nokkur ár!“ Henni fannst sjö vikur vera rosa langur tími,“ segir Ólafía. Langar þig að sjá Liverpool eða Manchester City spila? Heimsferðir bjóða beint flug til Liverpool og ferðir til Liverpool og Manchester 20.-22. janúar 2017. Báðar borgirnar eru frábærar heim að sækja og tilvaldar fyrir stutta helgarferð! Það er gott að versla í báðum borgunum en veitingastaðir og barir eru á hverju strái og oft mikið líf og fjör. Laugardaginn 21. janúar er svo unnt að fara á leik en þá spila bæði Liverpool og Manchester City. Liverpool tekur á móti Swansea kl. 12.30 á Anfield en Manchester City leikur gegn Tottenham kl.17.30 á Etihad. Flogið er til Liverpool föstudaginn 20. janúar kl. 08.00 og til Keflavíkur sunnudaginn 22. janúar kl. 19.00. Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 77 86 3 LIVERPOOL EÐA MAN. CITY? 20. janúar í 2 nætur MANCHESTER Hotel Brittania Frá kr. 78.900 m/morgunmat Netverð á mann frá kr. 78.900 m.v. 2 í herbergi. Miði á leik Man. City – Tottenham frá 26.900 kr. LIVERPOOL Hotel Campanile Frá kr. 79.900 m/morgunmat Netverð á mann frá kr. 79.900 m.v. 2 í herbergi. Miði á leik Liverpool – Swansea frá 22.500 kr. Einnig í boði Premier Club miði á 29.000 kr. Stutt og hnitmiðuð fótboltaferð á frábæru verði! Flug og hótel frá kr. 78.900 m/morgunmat Miði á leik frá kr. 22.500 3 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m I Ð v I K U D A G U r14 s p o r t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð sport GoLF Ólafía Þórunn Kristinsdóttir stígur stórt skref fyrir íslenska kylf- inga í dag þegar hún hefur keppni á lokaúrtökumótinu þar sem 157 kylfingar keppa um tuttugu laus sæti á sterkustu atvinnumótaröð kvenna. Í þessum sporum hefur íslensk kona aldrei staðið áður. Ólafía Þórunn spilar fyrsta hring- inn á Hills-vellinum og slær hún fyrsta höggið í dag klukkan 14.17 að íslenskum tíma sem er klukkan 9.17 að staðartíma. Reynir að vera afslöppuð „Mér líður bara vel. Ég ætla að fara inn í þetta mót alveg eins og hin tvö stigin. Reyna að vera afslöppuð með engar væntingar, þolinmóð og gera mitt besta,“ segir Ólafía. Hún lék á fimm höggum undir pari á fyrsta úrtökumótinu (5. sæti) og á parinu á öðru stiginu (12. sæti). Hún hefur með árangri sínum á öðru stiginu þegar tryggt sér keppnisrétt á Symetra-mótaröðinni sem er næst- sterkasta mótaröðin. „Ég mætti snemma á staðinn til að venjast grasinu og hefja hörku- æfingar. Svo núna er komið að því bara að halda æfingunum við og spara kraftana. Þetta er svo rosalega langt mót að það er mjög mikilvægt að hvíla sig síðustu tvo dagana fyrir keppni,“ segir Ólafía. Hún skipulagði tímann vel fram að móti. „Ég fékk ráðleggingar frá nokkrum leikmönnum sem hafa spilað hérna áður og komist inn á mótaröðina. Þær mæltu með því að spila ótrúlega mikið snemma í vikunni og æfa vel. Svo taka bara níu holur síðustu tvo dagana fyrir mótið og léttar æfingar. Þannig að ég er búin að spila fjórum sinnum 18 holur,“ segir Ólafía. Hún talaði bæði við Cheyenne Woods sem var með henni í Wake Forest og svo hitti hún tvo kylfinga á mótum hjá LET. „Það var gott að staðfesta að það sem ég var að gera var besti mögulegi undirbúningur- inn,“ segir Ólafía. Vandræði eftir klukkan níu Hún hefur spilað mjög mikið golf síðan hún kom út 21. nóvember síðast liðinn. „Ég er í vandræðum með að halda mér vakandi lengur en til níu á kvöldin. En það er fínt því þá get ég byrjað daginn snemma,“ segir Ólafía og bætir við: „Líkaminn er ágætur, en hefur verið betri. En ég þarf bara að vera dugleg að teygja og gera léttar æfingar. Ég fór líka í nudd,“ sagði Ólafía. Hún þurfti tíma til að venjast öðruvísi grasi en var til dæmis á golfvöllunum á Evrópumótaröð- inni. „Hérna er bermúdagras. Það er mjög þétt gras og því öðruvísi að slá úr því. Maður þarf að vera extra ákveðinn,“ segir Ólafía. Hún hefur líka notað tímann til að læra á vellina tvo þar sem loka- úrtökumótið verður að þessu sinni. „Hills-völlurinn er talinn þrengri og flatirnar þar eru pínulitlar. Jones- völlurinn er aðeins opnari og flat- irnar með miklu landslagi. Þetta eru báðir skemmtilegir vellir,“ segir Ólafía sem heldur vel utan um allt leikskipulagið sitt. „Ég skrifa niður á hverja einustu síðu mið af teig og punkta svo aukalega niður ef það er eitthvað sem ég þarf að hafa í huga,“ segir Ólafía en taktíkbókin hennar er aldrei langt undan. Ólafía fór heilan hring í kringum hnöttinn á 48 dögum en fékk síðan smá tíma heima á Íslandi. „Það var frábært að komast heim. Ég er reyndar aldrei uppteknari en þegar ég er á Íslandi enda með alveg fulla dagskrá,“ segir Ólafía. Ólafía kynnt- ist ýmsu á mótum sínum í Asíu. Hugsa sem minnst um það „Ég tel alla reynslu vera góða reynslu. Bæði góðu hlutina og slæmu hlutina sem hafa gerst á golfvellinum. Maður lærir af öllu,“ segir Ólafía en hvaða þýðingu hefði það fyrir hana að komast inn á LPGA-mótaröðina í Bandaríkj- unum? „Ég reyni að hugsa sem minnst um það núna. Bara að halda mér í núinu og svo sjáum við til,“ sagði Ólafía að lokum. ooj@frettabladid.is Ætlar bara að halda sér í núinu Ég tel alla reynslu vera góða reynslu. Bæði góðu hlutina og slæmu hlutina sem hafa gerst á golfvell- inum. Ólafía Þórunn Kristins- dóttir Gr-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir nýtti sér góð ráð reyndari kylfinga þegar hún bjó sig undir lokaúrtöku- mótið fyrir sterkustu atvinnumótaröð kvenna í golfi sem hefst í dag. 3 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 A -B A 2 C 1 B 7 A -B 8 F 0 1 B 7 A -B 7 B 4 1 B 7 A -B 6 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.