Fréttablaðið - 30.11.2016, Síða 16

Fréttablaðið - 30.11.2016, Síða 16
Miðvikudagur 30. nóvember Hagstofa ÍsLaNDs l Verðmæti sjávarafla, janúar–ágúst 2016 Hagstofa ÍsLaNDs l Útungun alifugla í október 2016 Hagstofa ÍsLaNDs l Gistinætur og gestakomur á hót- elum í október 2016 Hagstofa ÍsLaNDs l Vísitala framleiðsluverðs í október 2016 Hagstofa ÍsLaNDs l Vöruviðskipti við útlönd, janúar– október 2016 HB graNDi l Þriðji ársfjórðungur 2016 Fimmtudagur 1. desember Hagstofa ÍsLaNDs l Þjónustuviðskipti við útlönd, 3. árs- fjórðungur 2016, bráðabirgðatölur Hagstofa ÍsLaNDs l Brúartafla vöruviðskipta, þjónustu- viðskipta og greiðslujafnaðar Þjóðskrá ÍsLaNDs l Íslyklar og innskráningarþjónusta Ísland.is Mánudagur 5. desember Hagstofa ÍsLaNDs l Valdir liðir útflutnings vöru og þjónustu Þriðjudagur 6. desember Hagstofa ÍsLaNDs l Vöruviðskipti við útlönd, nóvem- ber 2016, bráðabirgðatölur Miðvikudagur 7. desember Hagstofa ÍsLaNDs l Landsframleiðslan á 3. ársfjórðungi 2016 Þjóðskrá ÍsLaNDs l Fasteignamarkaðurinn í mánuð- inum eftir landshlutum seðLaBaNki ÍsLaNDs l Útgáfa Fjármálainnviða Föstudagur 9. desember LáNamáL rÍkisiNs l Mánaðarlegar markaðsupplýsingar Lánamála ríkisins Á döfinni dagatal viðskiptalífsins allar markaðsupplýsingar Vikan sem leið Markaðurinn ÚtgáfuféLag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Umsjón Hafliði Helgason hafliði@365.is Ábyrgðarmaður kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Eftir fráfall Fidels Castro, fyrr­ verandi forsætisráðherra Kúbu, á föstudaginn eru margir farnir að velta því fyrir sér hvaða áhrif dauði hans muni hafa á hagkerfi eyjunn­ ar. Skiptar skoðanir eru á stærðar­ gráðu áhrifanna, en svo virðist sem flestir séu sammála um að ekki verði snörp breyting. Frá árinu 2008  þegar Raul Castro, bróðir Fidels, tók við hafa orðið umbætur í hagkerfinu og talið er líklegt að sú þróun haldi áfram. Margir telja að Fidel Castro hafi í sinni fimmtíu ára valdatíð valdið miklum efnahagslegum skaða í landi þar sem miklir möguleikar eru á hagvexti. Ellefu milljónir íbúa Kúbu hafa þurft að búa við fátækt, að mati sumra, vegna sósíal­ ismans. Árið 1959 þegar Castro kom til valda var landsframleiðsla á mann á Kúbu um 2.067 dollarar á ári, þetta var þá um tveir þriðju af meðaltalinu innan Rómönsku Ameríku og aðeins hærra en  í Ekvador. Árið 1999 var landsfram­ leiðslan tiltölulega óbreytt eða um 2.307 dollarar á mann á Kúbu, til samanburðar var hún orðin 5.618 dollarar í Panama og 3.809 í Ekva­ dor samkvæmt tölum Forbes. Al Jazeera greinir frá því að ólík­ legt sé að fráfall Castros hafi í för með sér róttækar breytingar á eyj­ unni, til skamms tíma litið. Tomas Bilbao, ráðgjafi hjá Engage Cuba samsteypunni, segir í samtali við fréttaveituna að fráfall Castros gæti auðveldað umbætur á Kúbu en hins vegar muni skriffinnska og íhalds­ semi hjá  hluta ríkisstjórnarinnar sennilega draga úr hraða þeirra. Á síðustu átta árum hefur Raul Castro opnað fyrir frumkvöðlastarf­ semi í landinu og rólega breytt hag­ kerfinu. Kúbverjar hafa getað rekið eigin veitingastaði og gistirými, og fengið hærri laun fyrir betri afköst. Einnig hefur hann unnið að því ásamt Obama Bandaríkjaforseta að liðka fyrir viðskipti milli ríkjanna. Í frétt Telegraph um málið segir að líkur séu á að hann verði enn djarf­ ari eftir fráfall Fidels. Jaime Such­ licki, prófessor við Miami háskóla í Bandaríkjunum, telur þó að Raul muni ekki opna Kúbu fyrir mark­ aðnum þar sem hann sé sósalisti í hug og hjarta. Bandarískir greiningaraðilar hafa trú á að samband ríkjanna tveggja muni halda áfram að batna og að hagkerfi Kúbu muni halda áfram að þróast úr sósíalisma í markaðs­ hagkerfi. Margir óvissuþættir ríkja þó enn. Donald Trump mun taka við sem forseti Bandaríkjanna, en hann hefur talað fyrir því að bæta ekki  viðskiptasamband Banda­ ríkjanna og Kúbu nema pólitískt og trúarlegt frelsi aukist á Kúbu. Um 4,3 prósenta hagvöxtur mældist á Kúbu árið 2015 en það dró hins vegar úr honum á þessu ári. Árið 2013 var gefið loforð um að sam­ eina gjaldmiðlanna tvo sem not­ aðir eru á Kúbu en enn hefur það ekki tekist. Al Jazeera greinir frá því að helsta útflutningsgrein Kúbu síðustu ár hafi verið læknar sem hafi þjón­ ustað ríkari lönd og skilað milljörð­ um dollara í ríkiskassann. Þörf sé á að efla útflutning á öðrum sviðum til að bæta efnahagsástandið, tæki­ færi séu til að mynda í landbúnaði. saeunn@frettabladid.is Þróun efnahagslífsins óljós eftir dauða Castro Skiptar skoðanir eru um hvaða áhrif fráfall Fidels Castro muni hafa á efnahags- lífið á Kúbu. Líklega verða ekki róttækar breytingar á næstunni. Hagvöxtur jókst lítið frá 1959 til 1999 en umbætur hafa orðið frá því að Raul Castro tók við 2008. Verg landsframleiðsla hefur lítið aukist á Kúbu síðustu áratugi, tækifæri eru þó til útflutnings. Fréttablaðið/Getty Á fyrstu tíu mánuðum ársins voru brottfarir Íslendinga frá Keflavíkur- flugvelli komnar upp í 450 þúsund samkvæmt tölum Ferðamála- stofu. Isavia reiknar með að rúmlega 74 þúsund bætist við á síðustu tveim- ur mánuðum ársins. Þá munu brott- farir Íslendinga frá Keflavíkurflugvelli vera komnar upp í 524 þúsund á árinu í heild, sem er metfjöldi frá upphafi. 524 þúsund brottfarir Fidel Castro stjórnaði Kúbu í tæp fimmtíu ár og var mjög umdeildur. Frá 2013 til 2015 nam hagnaður eggjaframleiðandans Brúneggja 113 milljónum króna. Í umfjöllun Kast- ljóss á mánudagskvöld kom fram að fyrirtækið Brúnegg blekkti neyt- endur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunar á hænum í eigu fyrirtækisins. Frá árinu 2010 hefur fyrirtækið hagnast um 219 milljónir króna. 113 milljóna hagnaður Breski ryksugurisinn Dyson hefur sótt um einkaleyfi fyrir rafmagns­ tannbursta. The Memo greinir frá því að tannburstinn myndi hreinsa munn notenda með  vatnsbunu­ tækni. Dyson er eitt af þekktustu vöru­ merkjum heims og framleiðir, auk ryksugna, meðal annars mjög öfl­ ugar handþurrkur. Nýverið sendi fyrirtækið frá sér Dyson Super­ sonic hárþurrku sem hefur fengið mjög góðar viðtökur. Samkvæmt einkaleyfisumsókninni myndi tannburstinn vera með færanlegt handfang og alls konar tækni til að dreifa vatni um muninn. Tann­ burstinn myndi einnig geta spraut­ að upp annaðhvort hefðbundnu tannkremi eða öðrum vökva til að hreinsa munninn. Líkur eru á að háþróuð sogtækni fyrirtækisins gæti komið sér vel við tannburstun. – sg Ryksugurisi þróar rafmagnstannbursta Dyson er meðal annars þekkt fyrir vélmennaryksugur. Fréttablaðið/Getty 3 0 . N ó v e m B e r 2 0 1 6 m i ð v i k u D a g u r2 Markaðurinn 3 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 A -B 5 3 C 1 B 7 A -B 4 0 0 1 B 7 A -B 2 C 4 1 B 7 A -B 1 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.