Fréttablaðið - 30.11.2016, Qupperneq 16
Miðvikudagur 30. nóvember
Hagstofa ÍsLaNDs
l Verðmæti sjávarafla, janúar–ágúst
2016
Hagstofa ÍsLaNDs
l Útungun alifugla í október 2016
Hagstofa ÍsLaNDs
l Gistinætur og gestakomur á hót-
elum í október 2016
Hagstofa ÍsLaNDs
l Vísitala framleiðsluverðs í október
2016
Hagstofa ÍsLaNDs
l Vöruviðskipti við útlönd, janúar–
október 2016
HB graNDi
l Þriðji ársfjórðungur 2016
Fimmtudagur 1. desember
Hagstofa ÍsLaNDs
l Þjónustuviðskipti við útlönd, 3. árs-
fjórðungur 2016, bráðabirgðatölur
Hagstofa ÍsLaNDs
l Brúartafla vöruviðskipta, þjónustu-
viðskipta og greiðslujafnaðar
Þjóðskrá ÍsLaNDs
l Íslyklar og innskráningarþjónusta
Ísland.is
Mánudagur 5. desember
Hagstofa ÍsLaNDs
l Valdir liðir útflutnings vöru og
þjónustu
Þriðjudagur 6. desember
Hagstofa ÍsLaNDs
l Vöruviðskipti við útlönd, nóvem-
ber 2016, bráðabirgðatölur
Miðvikudagur 7. desember
Hagstofa ÍsLaNDs
l Landsframleiðslan á 3. ársfjórðungi
2016
Þjóðskrá ÍsLaNDs
l Fasteignamarkaðurinn í mánuð-
inum eftir landshlutum
seðLaBaNki ÍsLaNDs
l Útgáfa Fjármálainnviða
Föstudagur 9. desember
LáNamáL rÍkisiNs
l Mánaðarlegar markaðsupplýsingar
Lánamála ríkisins
Á döfinni dagatal viðskiptalífsins
allar markaðsupplýsingar
Vikan sem leið
Markaðurinn
ÚtgáfuféLag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301
Umsjón Hafliði Helgason hafliði@365.is
Ábyrgðarmaður kristín Þorsteinsdóttir
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is
Eftir fráfall Fidels Castro, fyrr
verandi forsætisráðherra Kúbu, á
föstudaginn eru margir farnir að
velta því fyrir sér hvaða áhrif dauði
hans muni hafa á hagkerfi eyjunn
ar. Skiptar skoðanir eru á stærðar
gráðu áhrifanna, en svo virðist sem
flestir séu sammála um að ekki
verði snörp breyting. Frá árinu
2008 þegar Raul Castro, bróðir
Fidels, tók við hafa orðið umbætur
í hagkerfinu og talið er líklegt að sú
þróun haldi áfram.
Margir telja að Fidel Castro hafi
í sinni fimmtíu ára valdatíð valdið
miklum efnahagslegum skaða í
landi þar sem miklir möguleikar
eru á hagvexti. Ellefu milljónir
íbúa Kúbu hafa þurft að búa við
fátækt, að mati sumra, vegna sósíal
ismans. Árið 1959 þegar Castro
kom til valda var landsframleiðsla
á mann á Kúbu um 2.067 dollarar á
ári, þetta var þá um tveir þriðju af
meðaltalinu innan Rómönsku
Ameríku og aðeins hærra en í
Ekvador. Árið 1999 var landsfram
leiðslan tiltölulega óbreytt eða um
2.307 dollarar á mann á Kúbu, til
samanburðar var hún orðin 5.618
dollarar í Panama og 3.809 í Ekva
dor samkvæmt tölum Forbes.
Al Jazeera greinir frá því að ólík
legt sé að fráfall Castros hafi í för
með sér róttækar breytingar á eyj
unni, til skamms tíma litið. Tomas
Bilbao, ráðgjafi hjá Engage Cuba
samsteypunni, segir í samtali við
fréttaveituna að fráfall Castros gæti
auðveldað umbætur á Kúbu en hins
vegar muni skriffinnska og íhalds
semi hjá hluta ríkisstjórnarinnar
sennilega draga úr hraða þeirra.
Á síðustu átta árum hefur Raul
Castro opnað fyrir frumkvöðlastarf
semi í landinu og rólega breytt hag
kerfinu. Kúbverjar hafa getað rekið
eigin veitingastaði og gistirými, og
fengið hærri laun fyrir betri afköst.
Einnig hefur hann unnið að því
ásamt Obama Bandaríkjaforseta að
liðka fyrir viðskipti milli ríkjanna.
Í frétt Telegraph um málið segir að
líkur séu á að hann verði enn djarf
ari eftir fráfall Fidels. Jaime Such
licki, prófessor við Miami háskóla
í Bandaríkjunum, telur þó að Raul
muni ekki opna Kúbu fyrir mark
aðnum þar sem hann sé sósalisti í
hug og hjarta.
Bandarískir greiningaraðilar hafa
trú á að samband ríkjanna tveggja
muni halda áfram að batna og að
hagkerfi Kúbu muni halda áfram
að þróast úr sósíalisma í markaðs
hagkerfi.
Margir óvissuþættir ríkja þó
enn. Donald Trump mun taka við
sem forseti Bandaríkjanna, en
hann hefur talað fyrir því að bæta
ekki viðskiptasamband Banda
ríkjanna og Kúbu nema pólitískt og
trúarlegt frelsi aukist á Kúbu. Um
4,3 prósenta hagvöxtur mældist
á Kúbu árið 2015 en það dró hins
vegar úr honum á þessu ári. Árið
2013 var gefið loforð um að sam
eina gjaldmiðlanna tvo sem not
aðir eru á Kúbu en enn hefur það
ekki tekist.
Al Jazeera greinir frá því að helsta
útflutningsgrein Kúbu síðustu ár
hafi verið læknar sem hafi þjón
ustað ríkari lönd og skilað milljörð
um dollara í ríkiskassann. Þörf sé á
að efla útflutning á öðrum sviðum
til að bæta efnahagsástandið, tæki
færi séu til að mynda í landbúnaði.
saeunn@frettabladid.is
Þróun efnahagslífsins
óljós eftir dauða Castro
Skiptar skoðanir eru um hvaða áhrif fráfall Fidels Castro muni hafa á efnahags-
lífið á Kúbu. Líklega verða ekki róttækar breytingar á næstunni. Hagvöxtur jókst
lítið frá 1959 til 1999 en umbætur hafa orðið frá því að Raul Castro tók við 2008.
Verg landsframleiðsla hefur lítið aukist á Kúbu síðustu áratugi, tækifæri eru þó til útflutnings. Fréttablaðið/Getty
Á fyrstu tíu mánuðum ársins voru
brottfarir Íslendinga frá Keflavíkur-
flugvelli komnar upp í 450 þúsund
samkvæmt tölum Ferðamála-
stofu. Isavia reiknar með að rúmlega
74 þúsund bætist við á síðustu tveim-
ur mánuðum ársins. Þá munu brott-
farir Íslendinga frá Keflavíkurflugvelli
vera komnar upp í 524 þúsund á árinu
í heild, sem er metfjöldi frá upphafi.
524
þúsund brottfarir
Fidel Castro stjórnaði Kúbu í tæp
fimmtíu ár og var mjög umdeildur.
Frá 2013 til 2015 nam hagnaður
eggjaframleiðandans Brúneggja 113
milljónum króna. Í umfjöllun Kast-
ljóss á mánudagskvöld kom fram að
fyrirtækið Brúnegg blekkti neyt-
endur á sama tíma og fyrirtækið stóð
frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð
Matvælastofnunar á hænum í eigu
fyrirtækisins. Frá árinu 2010 hefur
fyrirtækið hagnast um 219 milljónir
króna.
113
milljóna hagnaður
Breski ryksugurisinn Dyson hefur
sótt um einkaleyfi fyrir rafmagns
tannbursta. The Memo greinir frá
því að tannburstinn myndi hreinsa
munn notenda með vatnsbunu
tækni.
Dyson er eitt af þekktustu vöru
merkjum heims og framleiðir, auk
ryksugna, meðal annars mjög öfl
ugar handþurrkur. Nýverið sendi
fyrirtækið frá sér Dyson Super
sonic hárþurrku sem hefur fengið
mjög góðar viðtökur. Samkvæmt
einkaleyfisumsókninni myndi
tannburstinn vera með færanlegt
handfang og alls konar tækni til
að dreifa vatni um muninn. Tann
burstinn myndi einnig geta spraut
að upp annaðhvort hefðbundnu
tannkremi eða öðrum vökva til að
hreinsa munninn.
Líkur eru á að háþróuð sogtækni
fyrirtækisins gæti komið sér vel við
tannburstun. – sg
Ryksugurisi þróar
rafmagnstannbursta
Dyson er meðal annars þekkt fyrir vélmennaryksugur. Fréttablaðið/Getty
3 0 . N ó v e m B e r 2 0 1 6 m i ð v i k u D a g u r2 Markaðurinn
3
0
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:1
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
7
A
-B
5
3
C
1
B
7
A
-B
4
0
0
1
B
7
A
-B
2
C
4
1
B
7
A
-B
1
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
5
6
s
_
2
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K