Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2016, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 30.11.2016, Qupperneq 22
Þeir sem leggja leið sína á útgáfu- tónleika söngkonunnar Þórhildar Örvarsdóttur annað kvöld klukk- an átta í Fríkirkjunni í Reykja- vík eða á sunnudag í Akureyrar- kirkju á sama tíma mega eiga von á kyrri og notalegri stemningu, jafnvel svolítið hátíðlegri. Það er að sögn Þórhildar, eða Hildu eins og hún er kölluð, meginhugsunin á bak við plötuna, að hún færi fólki friðsæld á aðventunni sem annars á það stundum til að verða svolítið annasöm. „Það má jafnvel greina skammdegið í þessari músík en líka gleðina og vissuna yfir hækk- andi sól,“ segir hún. Í samvinnu með fagfólki Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af útgáfu jólaplötunnar Hátíð sem Þórhildur vann með Atla bróður sínum sem er kvikmyndatónskáld og hefur búið árum saman í Banda- ríkjunum en er nýlega fluttur heim. „Með okkur var upptöku- og mixer- maður frá London, Steve McLaug- hlin. Inn á plötuna spila svo algjör- lega frábærir listamenn, Eyþór Ingi Jónsson á orgel, Kristján Edelstein á gítar, Einar Scheving á trommur, Greta Salóme á fiðlu, auk þess sem hún á einn texta á plötunni, og Ásdís Arnardóttir á selló.“ Það var lengi búið að vera á stefnuskránni hjá Þórhildi að taka upp plötu og þar sem hún hefur verið að vinna við ólíka hluti í tón- list síðustu árin segist hún hafa verið svolítið að leita að grundvelli til að sameina þá þætti. „Mig lang- aði að skapa einhvern heim, eins og í kvikmyndatónlistinni og ná líka mikilli nánd eins og oft verður í lif- andi flutningi, til dæmis við kirkju- athafnir. Mér fannst jólin einmitt ná að sameina þetta. Það lá því beinast við að leiða saman þrjá af mínum helstu samstarfsmönnum síðustu árin, þá Atla, Eyþór og Kristján, til að vinna að þessu með mér,“ segir Þórhildur. Innblástur fyrir plötuna sótti Hilda í skandinavíska jólatónlist sem hún hefur verið alveg heilluð af. „Það er svo fallegur þjóðlagakennd- ur blær á þessari tónlist og eitthvað við hana sem endurspeglar norðr- ið, einhvers konar sameiginleg- ur reynsluheimur þjóðanna. Sam- starfskona mín og vinkona, Helga Kvam, hefur verið óþreytandi að finna og kynna mig fyrir þessari músík og vann mikið að gerð plöt- unnar með mér. Við fengum fallega íslenska texta við erlendu lögin frá Kristjáni Hreinssyni, Gretu Salóme og Sigurði Ingólfssyni. Við þetta blanda ég svo nokkrum íslenskum lögum sem eru mér afar kær.“ frostrósir Í sumarhita Söngkonan segist vera mikið jóla- barn og hefur henni alltaf fundist jólin vera yndislegur tími. „Mínar minningar um jólin þegar ég var barn eru yndislegar, ég kem úr stórum systkinahópi og það var oft mjög glatt á hjalla. Það var ekki mikil áhersla á stórar gjafir þegar ég var að alast upp en samveran og gleðin var mikil og hún er allt- af stærsta gjöfin. Þegar við eldumst munum við ekki svo mikið hvað við fengum að gjöf en við munum stundirnar og samveruna og það er dýrmætara en allt annað. Ég hef reynt að færa mínum börnum þess- ar upplifanir af samveru og gleði í kringum jólahaldið og reyni að kenna þeim að njóta hverrar mín- útu og það að fara á tónleika er al- gjörlega órjúfanlegur þáttur af jóla- haldinu.“ Jólaplatan var unnin í sumar og haust og segir Hilda að það hafi verið bæði skrítið og skemmtilegt. „Sérstaklega þar sem veðrið var með eindæmum gott á meðan við vorum í upptökum. Haustið var líka alveg einstakt, með sumarhita fram í október, og því stundum svolítið skrítið að vera að skoða frostrós- ir og snæviþaktar myndir fyrir al- búmið, hlusta aftur og aftur á lögin og skipuleggja markaðssetningu á jólaplötu, þetta var stundum dálítið spaugilegt. En við tókum mikið upp í Akureyrarkirkju og þar er alltaf hátíðlegt að koma og bara hljómur- inn einn og sér færir manni jóla- stemningu,“ segir Hilda með bros á vör. færir friðsæld á aðventunni Jólaplatan Hátíð með Þórhildi Örvarsdóttur er nýlega komin út. Af því tilefni verður söngkonan með tónleika í Reykjavík annað kvöld og á Akureyri á sunnudagskvöld. Platan á að færa fólki friðsæld á annasamri aðventunni. Lilja Björk Hauksdóttir liljabjork@365.is Söngkonan Þórhildur Örvarsdóttur heldur útgáfutónleika annað kvöld klukkan átta í Fríkirkjunni í Reykjavík og á sunnudag í Akureyrarkirkju klukkan átta í tilefni af útkomu jólaplötu hennar, Hátíð. MYND/AUÐUNN NÍELSSON Töfrastund sem varðveitist Gjafakort í Þjóðleikhúsið gleður unga sem aldna, enda ávísun á upplifun og ævintýri. Hafðu samband við miðasölu Þjóðleikhússins í síma 551 1200 eða á leikhusid.is 3 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 m I Ð v I K U D A G U r4 F ó l K ∙ K y n n I n G A r b l A Ð ∙ X X X X X X X X ∙ K y n n I n G A r b l A Ð v I Ð b U r Ð I r 3 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 A -F 0 7 C 1 B 7 A -E F 4 0 1 B 7 A -E E 0 4 1 B 7 A -E C C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.