Fréttablaðið - 30.11.2016, Síða 26

Fréttablaðið - 30.11.2016, Síða 26
jólagjöf fagmannsins Kynningarblað 30. nóvember 20164 Sigurjón, sem er sölustjóri Vinnu- véla, segir áhugann á verkfær- um, vélum og smíði hafa vaknað snemma. „Pabbi var mikið í út- gerð á vörubílum og vélum og ég ólst því upp í kringum tól og tæki. Raunar svo mikið að ökukennaran- um fannst ég grunsamlega góður að keyra þegar ég fór í fyrsta öku- tímann,“ segir Sigurjón glettinn en hann eignaðist sitt fyrsta mótor- hjól sextán ára. „Það var Kawasaki 5 með tvígengisvél.“ Mótorhjólinu fylgdu síðan, eins og vill verða, bæði viðgerðir og vélagrúsk. „Ég hef alltaf viljað eiga góð verkfæri og keypti mér þau snemma. „Í fyrstu ferðinni sem ég fór til útlanda, sextán ára gamall, keypti ég fyrstu verkfærin, borvél og ýmsa lykla.“ Sex mótorhjól í skúrnum Mótorhjólaáhuginn hefur síst minnkað með árunum en Sigur- jón og kona hans eiga samtals sex hjól í bílskúrnum. Fimm af gerð- inni Kawasaki og eina Hondu. „Við notum þau mikið og ferðumst innan lands og utan.“ Sigurjón segist kaupa sér flest sín verkfæri sjálfur. Sum hafi hann þó fengið að gjöf frá börnum sínum í gegnum tíðina. En hvað á hann mörg verkfæri? „Meinarðu í kílóavís eða stykkja- tali?“ spyr hann glettinn, greini- lega ekki með fjöldann á hreinu. Hann segist þó eiga mjög mikið af verkfærum til allra verka. Hann segist einnig alla tíð hafa haft mikinn áhuga á smíði. „Ég smíða mikið, og við hjónin bæði. Hún gefur mér ekki tommu eftir í því,“ upplýsir Sigurjón og tekur sem dæmi að þau hjónin hafi að mestu smíðað húsið þeirra sjálf, bæði innan og utan. „Síðasta sumar hentum við svo stórum hluta úr lóðinni hjá okkur og smíð- uðum risaverönd í staðinn og girt- um hana alla af. Það gerðum við bara tvö á kvöldin og um helgar með vinnu.“ Gott skipulag Bílskúr Sigurjóns er þaulskipu- lagður. „Ég vandist á þetta ungur, þegar ég var vélstjóri í nokkur ár. Það er mikið skipulag í vélarúm- um á skipum. Þar á hvert verk- færi sinn sess í hillu eða skáp enda margir sem þurfa að nota verkfær- in og menn þurfa að geta gengið að þeim á vísum stað. Ég hef tileink- að mér þennan kæk og fært yfir í skúrinn hjá mér. Hér á hvert verk- færi sinn krók, nagla eða hillu,“ segir Sigurjón sem smíðaði auð- vitað sjálfur allt skipulagið. Sigurjón segist dvelja í skúrnum í törnum. „Stundum hef ég tekið eldgömul mótorhjól og rifið þau í frumeindir og gert þau eins og ný. Þá er maður heilu og hálfu dagana í skúrnum.“ Langar í rennibekk En á hann sér uppáhaldsverkfæri? „Mér þykir vænst um verkfærin sem ég handsmíðaði þegar ég var í Vélskólanum á sínum tíma. Þetta eru hamarshaus og fleira sem ég á enn í dag.“ Sigurjón segist annars helst kjósa að eiga vönduð verkfæri fremur en ódýr. „Svo vel ég líka verkfæri eftir verkum. Ef ég er í mikilli óþverravinnu nota ég ákveðin verkfæri, en spariverk- færi í fínni vinnu.“ En hvað notar hann mest? „Líklega lykla og skrúfjárn.“ Sigurjón segist fremur íhalds- samur á að lána verkfærin sín. „Það er dálítið algengt að fá lánað og gleyma að skila. Ég reyni því að halda verkfærunum heima við.“ En er eitthvað sem vantar í safnið? „Mig hefur alltaf dreymt um að eiga lítinn rennibekk. Ég læt það kannski rætast einhvern tíma.“ Hvert verkfæri á sinn vísa stað sigurjón P. stefánsson á vel skipulagðan bílskúr sem sumir staðhæfa að sé svo snyrtilegur að þar megi framkvæma skurðaðgerðir. Sigurjón slær á slíkar yfirlýsingar en viðurkennir að hann eigi ógrynni af verkfærum til ýmissa verka. Þá eigi hvert verkfæri sinn stað. Í Rafvörumarkaðinum við Fells- múla er mikið úrval af verkfær- um af ýmsum stærðum og gerðum til notkunar í öllum mögulegum til- gangi fyrir bæði heimili og fyrir- tæki. Á meðal þekktra vörumerkja sem verslunin selur má nefna Stan- ley, Yato, Lund, Powerup, Kingstorm og Sthor. „Við höfum verið að taka inn nokkuð af nýjum vörum í stærri kantinum undanfarið,“ segir Ingvar Árni Óskarsson, starfsmaður Raf- vörumarkaðarins, og bætir við að þar megi helst nefna stórar læstar verkfærakistur, sverðsagir, iðnað- arbrotvélar til að brjóta steypu og ýmis legt fleira, og LED-kastara. „Allt eru þetta alvöru verkfæri fyrir alvöru iðnaðarmenn, fagfólk jafnt sem grúskara heima fyrir.“ Vörur í jólapakkann Sigurður Davíð Skúlason stend- ur einnig vaktina í Fellsmúlanum með Ingvari. „Hjá okkur er fullt af vörum sem gætu hentað í jóla- pakkana fyrir fagmennina því úr- valið er mikið,“ segir hann. Bor- vélar og skrúfvélar þykja klass- ískar til gjafa enda verkfæri sem þarf á hverju heimili að sögn Sig- urðar Davíðs. Einnig nefnir hann fjölnota sög, flísasög, brotvélar og upphengjanleg ljós sem er hægt að tengja í USB. Sigurður Davíð nefn- ir réttilega að ekki eru öll verkfæri til stórra verka. „Á meðal verkfær- anna okkar er gott úrval af minni verkfærum í smærri viðfangsefni og ekki síður í föndurvinnuna heima fyrir. Þar má m.a. nefna stingsög, föndurslípisett og ýmis handverk- færi. Ekki má gleyma LED-vasa- ljósum af ýmsum stærðum.“ Gæðavörur á góðu verði Báðum finnst þeim auðvitað algjör toppur að fá nýja og góða græju í jólapakkanum. „Verkfæri eru tíma- lausar gjafir sem endast lengi og gagnast alltaf vel. Verkfærin hjá okkur í Rafvörumarkaðinum eru frá gæðaframleiðendum og eru á góðu verði. Það er svo sannarlega hægt að gera kostakaup hjá okkur í Rafvörumarkaðinum.“ Rafvörumarkaðurinn er til húsa við Fellsmúla í Reykjavík. Opið er virka daga frá 9-18, laugardaga frá 10-16 og sunnudaga frá 12-16. Nán- ari upplýsingar á Facebook undir Rafvörumarkaðurinn. Tímalausar gjafir undir jólatrénu Góð verkfæri eru tímalausar gjafir sem henta frábærlega í jólapakkann fyrir fagfólk jafnt sem grúskarann heima fyrir. Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla býður upp á gott úrval verkfæra frá mörgum þekktum vörumerkjum á góðu verði. sigurður Davíð skúlason (t.v.) og ingvar Árni óskarsson standa vaktina í Rafvörumarkaðinum í fellsmúla. mYnD/anTOn BRinK sigurjón á afar vel skipulagðan bílskúr enda á hann fjöldann allan af verkfærum sem þarf að koma vel fyrir. mYnDiR /ERniR sólveig gísladóttir solveig@365.is Verkfærin sem sigurjón handsmíðaði.sigurjón hannaði og smíðaði sjálfur veggina sem verkfærin eru hengd á. 3 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 A -D 7 C C 1 B 7 A -D 6 9 0 1 B 7 A -D 5 5 4 1 B 7 A -D 4 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.