Fréttablaðið - 30.11.2016, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 30.11.2016, Blaðsíða 28
Fyrirtækið vill vera leiðandi í að bjóða fjöl- breytt vöruúrval frá traustum og viðurkennd- um framleiðendum og hjá Verkfærasölunni fæst mikið af verkfærum fyrir fagmenn. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Mér tekst nú reglulega að selja einn og einn penna. Það skiptir mig þó minna máli því gleðin sem ég fæ út úr því að búa þá til skiptir öllu máli. Finnbogi Unnsteinn Gunnlaugsson JólagJöF FagMannSinS Kynningarblað 30. nóvember 20166 „Á þessum tæplega áratug eru pennarnir sjálfsagt orðnir nokkuð hundruð en ég hef í raun enga tölu á þeim,“ segir Finnbogi Unnsteinn gunnlaugsson, handverksmaður frá grindavík. Úrvalið er mikið hjá Finnboga og fjölbreytnin er mikil.Mikil vinna er á bak við hvern penna. Grindvíkingurinn Finnbogi Unnsteinn Gunnlaugsson hefur undan farinn áratug átt sér skemmtilegt áhugamál í bílskúrn- um. Hann smíðar skefti fyrir penna úr ýmsum viðartegundum sem vakið hafa nokkra athygli á handverkshátíðum og í skúrnum heima þar sem gestir og gangandi geta komið og skoðað úrvalið. Sjálfur hefur hann starfað við ýmislegt um ævina, t.d. sem vöru- og flutningabílstjóri, verslunar- maður í byggingavöruverslun og við smíðar. „Ég hef hins vegar alltaf haft mikinn áhuga á verk- færum og vélum. Fyrsta renni- bekkinn, sem var tengdur við bor- vél, fékk ég í jólagjöf fyrir mörg- um árum en hann hentaði frekar í smærri verkefni.“ Enga tölu á fjölda Smátt og smátt jókst áhugi Finn- boga og verkefnin urðu stærri og metnaðarfyllri. „Fyrir tæpum tíu árum keypti ég mér gamlan og stærri rennibekk sem er mjög góður. Hann er frá NOVA og með honum fylgdu hlutir í penna- rennsli. Og þá byrjuðu hlutirnir að gerast fyrir alvöru og áhuga- málið um leið að verða miklu skemmtilegra enda eyði ég tals- verðum tíma úti í bílskúr þar sem ég hef komið mér upp ágætri að- stöðu.“ Finnbogi er sjaldnast búinn að ákveða fyrirfram hvernig endan- leg afurð mun líta út. Hugmyndin fæðist iðulega þegar hann byrjar að verka viðinn. „Það tekur tíma að fá réttan við í hús. Síðan þarf að þurrka hann svo hann nái réttu rakastigi. Ég saga viðinn niður og passa vel upp á að hann springi ekki og eyðileggist í þurrkinum. Viðinn þarf nefnilega að verka ansi lengi svo hann sé í lagi því ef það er smá raki eftir í honum myndast sprungur og þá rifn- ar hann. Ég nota ýmsar viðar- tegundir, bæði íslenskar og er- lendar, og einnig ýmis horn, t.d. hreindýra- og buffalóhorn. Fyrir vikið eru engir tveir pennar eins. Á þessum tæplega áratug eru pennarnir sjálfsagt orðnir nokk- uð hundruð en ég hef í raun enga tölu á þeim.“ Vekja athygli Hann segist ekki hafa verið sér- lega duglegur að koma sjálfum sér á framfæri. Stöku sinnum hafi hann kynnt pennana á hand- verksmörkuðum og sett inn mynd- ir á Facebook-síðu sína. „Um síð- ustu helgi var ég t.d. á handverks- markaði í Keflavík. Pennarnir vekja alltaf athygli og mér tekst nú reglulega að selja einn og einn penna. Það skiptir mig þó minna máli því gleðin sem ég fæ út úr því að búa þá til skiptir öllu máli. Það sem er síðan helst fram undan hjá mér er að halda áfram að gera betri, fjölbreyttari og fal- legri penna sem vonandi eiga eftir að vekja lukku eins og þeir eldri.“ Engir tveir eins Finnbogi Unnsteinn eyðir stærstum hluta frítíma síns í bílskúrnum heima í Grindavík. Þar býr hann til fallega penna úr ólíkum viðartegundum og dýrahornum. Benedikt og félagar hjá Verkfærasölunni eru alltaf tilbúnir til að veita viðskipta- vinum faglega ráðgjöf við val á verkfærum og áhöldum. MYnD/gVa Verkfærasalan var stofnuð árið 1997 og hefur alla tíð verið á sama stað, í Síðumúla 11. Í nóvem- ber var opnuð ný verslun í Dals- hrauni 13 í Hafnarfirði og að sögn Marteins Guðbergs Þorlákssonar, sem sér um innkaup og markaðs- mál, verður það til þess að þjón- usta við viðskiptavini Verkfæra- sölunnar eykst enn meir. „Fyrir- tækið vill vera leiðandi í að bjóða fjölbreytt vöruúrval frá traustum og viðurkenndum framleiðendum og hjá Verkfærasölunni fæst mikið af verkfærum fyrir fagmenn. Þar má helst nefna verkfærin frá Mil- waukee sem hefur verið brautryðj- andi á sínu sviði.“ Milwaukee býður upp á stærstu línuna í rafhlöðuverkfærum, yfir áttatíu vélar sem ganga fyrir sömu rafhlöðunni í 18 volta og yfir sextíu vélar í 12 volta línunni. „Meðal nýjunga frá Milwaukee eru 6Ah og 9Ah rafhlöður og Blu- etooth-tenging við nýjustu vélarn- ar sem kallast ONE-KEY. ONE- KEY appið gerir notanda kleift að halda utan um allar vélar á vinnu- stöðum. Hver vél er skráð í kerfið, öll helstu verkfærin á einum stað Verkfærasalan er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í sölu og þjónustu á verkfærum og áhöldum fyrir fagmenn. hægt er að uppfæra kaupdag fyrir ábyrgð með því að skanna inn kvittun, skrá í hvaða verki vélin er, staðsetja vélina, skrá týnd- ar vélar í kerfið og læsa stolnum vélum. Appið er bæði fyrir iOS og Android,“ útskýrir Marteinn. Hann nefnir líka að í ONE-KEY appinu sjáist notkun á hverri vél fyrir sig og þannig sé möguleiki á að breyta stillingum eins og snún- ingshraða og átaki á borvélum, bankvélum og herslulyklum og fylgjast með stillingum á pressvél- um fyrir vatnsfittings og kapalskó. Það henti til dæmis vel fyrir sjálf- snittaðar skrúfur þar sem hægt er að stilla á réttan hraða og afl. „Svo erum við með Ryobi-verk- færi í miklu úrvali sem hafa sann- að sig sem verkfæri fyrir þá sem vilja gera meira fyrir minna. Þar getur þú keyrt yfir fimmtíu vélar á sömu rafhlöðunni, allt frá borvél til sláttuvélar.“ Hjá Verkfærasölunni má einn- ig finna mikið af verkfærum og tækjum frá öðrum framleiðend- um, jafnt til heimilisnota sem fyrir fagmanninn. Allt eftir þörfum hvers og eins. Má þar nefna hand- verkfæri frá Bessey, Wera, Hulta- fors, Gedore og Knipex, rafsuðu- vörur frá Telwin og loftpressur frá Fini. „Við erum líka með mikið af aukahlutum fyrir þau verkfæri sem eru í sölu hjá okkur og má þar nefna sagarblöð, bora, slípivörur og festingarvörur,“ segir Marteinn og bætir við að tekið sé vel á móti öllum í Verkfærasölunni og fagleg ráðgjöf veitt við val á verkfærum og áhöldum. 3 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 A -C 4 0 C 1 B 7 A -C 2 D 0 1 B 7 A -C 1 9 4 1 B 7 A -C 0 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.