Fréttablaðið - 30.11.2016, Page 32

Fréttablaðið - 30.11.2016, Page 32
jólagjöf fagmannsins Kynningarblað 30. nóvember 201610 Bólstrarinn sigurjón umkringdur fallegum leðurvörum sem hannaðar voru á leður- verkstæðinu. mYnD/gVa Belti og axlabönd hafa verið búin til á leðurverkstæðinu frá upphafi eða í áttatíu ár. nú hafa slaufur bæst við framleiðsluna. Drífa skúladóttir við axlabandavélina góðu. Drífa á mestan heiðurinn af búð leðurverkstæðisins að sögn sigurjóns. Bólstrarinn Sigurjón Kristensen notar alls kyns verkfæri á degi hverjum, bæði við húsgagnafram­ leiðslu og á leðurverkstæði sínu. Hann segir bólstrara nota ýmis tæki og tól eins og saumavélar, heftibyssur, límkönnur og hand­ verkfæri. Áður fyrr hafi sérstök tól tilheyrt bólstrurum, eins og hamrar með segli, borðastrekkj­ arar og fleiri tól. Allt nýtt Fyrir þremur árum keypti Sigur­ jón rekstur Leðurverkstæðis Reykjavíkur sem var í eigu fóstur­ afa hans og hefur verið til í áttatíu ár. „Ég hef haft Leðurverkstæðið í hjáverkum og haldið áfram þeirri framleiðslu sem þar var, til dæmis gerð axlabanda og belta. Nýlega ákvað ég að blanda saman bólstr­ uninni og Leðurverkstæðinu því þegar ég framleiði mikið af hús­ gögnum úr leðri fellur mikið af bútum til sem ekki er hægt að nota í húsgögnin. Ég safnaði þeim alltaf og safna enn og nú erum við farin að nota þetta og búum til vörur sem við seljum svo á Leðurverk­ stæðinu,“ útskýrir Sigurjón. Vöruþróun í gangi Í síðustu viku var opnuð í fyrsta skipti í áttatíu ára starfsemi Leður verkstæðisins verslun þar sem vörurnar sem þar eru fram­ leiddar eru til sölu. „Við vorum að frumsýna nokkrar línur sem við búum til úr leðri sem annars færi í ekki neitt. Til dæmis svuntur og slaufur úr afgöngum.“ Sigurjón segir Drífu Skúladótt­ ur eiga mestan heiðurinn af slaufu­ gerðinni og opnun verslunarinn­ ar en hún er nýlega farin að starfa með honum, bæði á Leðurverkstæð­ inu og við bólstrunina. „Með þessu náum við að nýta það sem fellur til í bólstruninni. Það er gaman að því í góðærinu að nýta búta og vera umhverfisvæn um leið. Við erum að þreifa okkur áfram með ýmsar nýjar vörur svo sem buddur og hálf­ gerða sjópoka. Sjópokinn hefur til dæmis verið í fæðingu í nokkrar vikur en hann er úr eins konar segli sem er vísun í gamla sjópokann og svo blöndum við saman við hann leðurbútum sem falla til af verk­ stæðinu. Pokinn er svolítið gróf­ ur en við erum líka að gera minni týpur og í fleiri litum.“ Gömlu tækin enn notuð Verslunin er skreytt með skemmti­ legum verkfærum sem eru orðin ævagömul en þau notaði afi Sigur­ jóns á Leðurverkstæðinu. „Nýj­ asta græjan er frá 1988 og það er vél sem heggur framan af beltum og gerir götin. Það er Atari tölva í þeirri græju þannig að þetta var eina tækniundrið á staðnum,“ segir Sigurjón í léttum dúr. Að­ spurður segist hann nú hafa upp­ fært verkfærakassann aðeins. „Við erum samt sem áður enn að nota sumar af skurðarvélunum og ýmis verkfæri sem var hætt að nota þegar ég fæddist.“ Hönnunarvinnan skemmtilegt ferli Sigurjón var beðinn um að lýsa daglegu starfi bólstrarans. „Við erum fjögur hér í húsgagnafram­ leiðslunni og fáum timbur­ og járnagrindur sem þarf að undir­ vinna. Það þarf að setja fjaðra­ system í grindurnar eða teygju­ dúka, það er ýmiss konar. Eitt verkferlið felst í því að setja þetta saman. Síðan eru aðrir í því að sníða og svo er þetta saumað saman, skotið á þetta og endan­ lega skrúfað saman. Þannig er ferlið í framleiðslunni hjá okkur en svo erum við líka að klæða gömul húsgögn og ég lærði það á sínum tíma. Þá þarf einhver að taka að sér að rífa þau í sundur og það vinnur hjá okkur smiður sem er í því. Hann tekur líka tré­ verkið og límir það upp og púss­ ar og litar eða lakkar. Síðan þarf að byggja upp setuna eða hvern­ ig sem það er. Það er misjafnt hvernig uppbyggingin á húsgagn­ inu er.“ Það skemmtilegasta við starf bólstrarans segir Sigurjón vera fjölbreytnina en hann er með húsgagnaframleiðslu þar sem meðal annars er framleitt fyrir Sýrusson og Á. Guðmundsson. „Fjölbreytnin heldur manni gangandi. Það skemmtilegasta sem ég geri er að búa til nýjar týpur og vinna þær með hönnuð­ unum. Það kemur alltaf spreng­ ing eftir áramótin hjá okkur þegar hönnuðirnir eru að fara að frumsýna nýjar vörur á Hönn­ unarMars. Þá þarf að liggja yfir prótótýpunni í margar vikur og það er mjög skemmtilegt ferli, það er að segja ef þetta er ekki allt á síðustu stundu. Oft tek ég þátt í að búa til prótótýpur af allt að fimm nýjum hlutum.“ starf bólstrarans er alltaf fjölbreytt sigurjón Kristensen bólstrari segir fjölbreytnina halda sér gangandi í starfi. Hann tók við rekstri áttatíu ára gamals leðurverkstæðis fósturafa síns þar sem hann meðal annars vinnur vörur úr afgangsleðurbútum sem falla til við húsgagnaframleiðslu hans. lilja Björk Hauksdóttir liljabjork@365.is ÖLL MIÐVIKUDAGSKVÖLD Á STÖÐ 2 SPORT VIKULEGUR SPJALLÞÁTTUR UM ÍÞRÓTTIR, DÆGURMÁL, LISTIR OG MARGT FLEIRA. 3 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 7 A -D C B C 1 B 7 A -D B 8 0 1 B 7 A -D A 4 4 1 B 7 A -D 9 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.