Fréttablaðið - 30.11.2016, Page 48

Fréttablaðið - 30.11.2016, Page 48
H E I L S U R Ú M A R G H !!! 3 01 11 6 (Aðeins 11.572 kr. á mánuði miðað við 18 mánaða vaxtalausan raðgreiðslusamning með 3,5% lántökugjaldi og 405 kr. greiðslugjaldi og fyrsta greiðsla í mars 2017) AÐEINS 1 DAGUR EFTIR! Fullt verð 388.407 kr. TILBOÐSVERÐ 194.204 kr. 50% AFSLÁTTUR MORENA FIRM ÞRIGGJA DAGA AÐVENTUBOMBA! TónlisT ★★★★★ Verk eftir Finn Karlsson, Hauk Þór Harðarson, Atla Heimi sveinsson, Penderecki og Bach. Flytjandi: Strokkvartettinn Siggi. norðurljós í Hörpu Sunnudagurinn 27. nóvember Halda mætti að Strokkvartettinn Siggi sé einhvers konar grínhópur. Nafnið er svo kæruleysislegt, annað en maður á að venjast úr heimi kammertónlistar á Íslandi. En Sigga er full alvara með tilvist sinni! Tón- leikar hópsins í Norðurljósum á sunnudaginn byrjuðu líka vel. Fyrst á efnisskránni var prýðileg tónsmíð eftir Finn Karlsson úr Errata hópnum sem bar nafnið Hrafnaþing. Hún var í þremur köflum. Upphafið var íhug- ult og leitandi, en smám saman óx tónlistinni ásmegin. Ferskleiki var í tónmálinu, það var vissulega afstrakt og ómstrítt, en innra samræmi var ávallt ríkjandi. Rödd tónskáldsins var heiðarleg og einlæg, útkoman hrífandi falleg. Hljóðfæraleikurinn var framúr- skarandi, hver hljóðfæraleikari var með allt sitt á hreinu. Spilamennskan var einbeitt og vel ígrunduð. Siggi samanstendur af valinkunnum hljóð- færaleikurum, Unu Sveinbjarnar- dóttur, Helgu Þóru Björgvinsdóttur, Þórunni Ósk Marinósdóttur og Sig- urði Bjarkasyni. Samspil þeirra var hárnákvæmt og öruggt. Efnisskráin var skemmtileg blanda af gömlu og nýju. Nútímatónlistin var þó í öndvegi, en hún var fleyguð með tveimur fúgum úr Fúgulistinni svokölluðu eftir Bach. Þær sköpuðu einkar heillandi mótvægi við and- rúmsloft tilraunamennsku og bylt- ingu hefðbundinna forma. Fúgurnar voru meistaralega spilaðar, forneskju- leg stemningin var útfærð af smekk- vísi. Þetta var tímalaus snilld. Eftir fyrri fúguna virkaði Strengja- kvartett nr. 1 eftir Penderecki frá árinu 1960 stórfurðulegur til að byrja með. Tónlistin samanstóð af taugaveikluðu strengjaplokki. En svo umbreyttist það í þrúgandi dulúð ofurveikra hljóma sem voru á mörk- um hins heyranlega. Andstæðurnar voru áhrifamiklar og Siggi kom þeim áreynslulaust til skila. Heldur syrti í álinn eftir hlé. Fúga eftir Bach var þó flott, en nýju verkin voru ekki að gera sig. Hið fyrra var Through the Whole Fabric of My Being eftir Hauk Þór Harðarson úr Errata. Það byggðist nánast eingöngu á ofurveiku strengjaglissi, þ.e. fingrum var rennt hægt eftir strengjunum. Glissið hljómaði eins og geispi; það var eins og fjórmenningarnir væru geispandi hver ofan í annan. Annað gerðist ekki í tónlistinni, sem var býsna slappt. Strengjakvartett nr. 3 eftir Atla Heimi Sveinsson kom ekki heldur vel út. Hann var í sex köflum. Þeir voru sundurlausir innbyrðis, en ekki bara það: Tónlistin náði aldrei flugi, grunnhugmyndirnar voru sjaldnast meira en klisjur. Úrvinnslan var mátt- lítil, heildarmyndin veik. Ljóð eftir Goethe sem Tui Hirv sópran söng í einum kaflanum var eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Það gerði ekkert fyrir verkið. Þetta kom á óvart; Atli er jú mikilhæft tónskáld sem hefur samið ótalmargt áhugavert og spenn- andi. Verkið nú var því töluverð von- brigði. Jónas Sen niðursTAðA: Tónleikarnir byrjuðu vel en enduðu illa. Hárbeitt spilamennska, misjöfn dagskrá Strokkvartettinn Siggi, Sigurður, Þórunn Ósk, Una og Helga Þóra. leiKHús ★★★★★ Borgarleikhúsið Leikari, leikstjóri og höfundur: Bergur Þór Ingólfsson Leikmynd og búningar: Móeiður Helgadóttir Lýsing og hljóðhönnun: Garðar Borgþórsson Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Einar heldur mikið upp á jólin. Einar er oftar en ekki einn á jól- unum. En Einari þykir það bara allt í lagi, hann er sjálfum sér nógur. Þó er hann ekki alveg tilbúinn til að eyða jólunum einn uppi á háa- lofti en þar festist hann óvart í leit sinni að jólaskrautinu. Borgarleik- húsið býður áhorfendum á öllum aldri upp á litla jólasýningu á Litla sviðinu en Jólaflækja var frumsýnd um síðastliðna helgi. Potturinn, pannan, jólaskrautið og aðalsprautan í sýningunni er Bergur Þór Ingólfsson sem ekki einungis leikur Einar heldur skrifar líka handritið og leikstýrir. Ekki eru neinar ýkjur að kalla Berg Þór einn af fjölhæfustu og bestu sviðs- listamönnum landsins um þessar mundir. Hér er hann í essinu sínu þar sem hann sleppir sínu innra barni lausu. Líkamsbeiting hans er með eindæmum góð en hann geifl- ar sig af öllum kröftum og nánast líður um sviðið, þarna kemur vinna hans með trúðleik á síðustu árum sér vel. Góðri raddbeitingu hans í hlutverki vinalega sögumanns- ins sem hjálpar Einari ljúflega að komast úr hverri klípunni á fætur annarri verður líka að hrósa. Þrátt fyrir að söguþráðurinn sé með einfaldasta sniði þá er upp- bygging sýningarinnar virkilega vel úthugsuð, þó að endirinn hafi verið fremur endasleppur. Fram- vindan byggist á einföldu vanda- máli og lausnir eru prufaðar með bráðfyndnum afleiðingum. Litlar senur springa út eins og litríkar jólastjörnur og Bergur Þór skilur að tímasetning er lykillinn að skopleik. Jólaflækja er eins og heimboð með gömlum vinum þrátt fyrir að Einar sé eini heimilismaðurinn. Hér glittir oft í gamla takta frá klassísk- um kvikmyndastjörnum og hæfi- leikamönnum á borð við Buster Keaton, Charlie Chaplin og Gene Kelly. Slík menningarmenntun er börnum virkilega dýrmæt og verð- ur vonandi til þess að kveikja áhuga þeirra á klassískum söngleikjum og grínmyndum þögla tímabilsins. Móeiður Helgadóttir sér um bæði leikmynd og búninga af sinni alkunnu lagni og hugviti. Þá eru leikmunirnir sérstaklega eftir- tektarverðir en margir þeirra eru hannaðir til að sinna fleiri en einu hlutverki. Þarna skín góð samvinna hennar og Bergs í gegn: gömul Raf- ha-eldavél verður leiksvið, föður- land breytist í brúður og jólaskreyt- ingar umbreytast í glitrandi peysu, svo mætti lengi telja. Tónlistin er í höndum Garðars og Bergs en söngtextarnir eru eftir leikarann. Lögin eru tvö og eru vel samin en hefðu jafnvel mátt vera fleiri. Hljóðmynd Garðars er fallega samansett og látlaus en dásamleg- asta innslagið var þó endurtekning á lítilli laglínu úr Hnotubrjóti Tsjaík ovskíjs sem bæði setti tóninn fyrir andrúmsloft sýningarinnar og var ljúf áminning um jólaandann. Einar er kannski einrænn ein- feldningur og hrakfallabálkur en hann er klárlega með hjartað á rétt- um stað. Hið argasta fúlegg getur ekki annað en brosað í návist hans. Jólaflækja er innileg án þess að vera of væmin, fimmaurabrandararnir eru aldrei ódýrir og boðskapurinn hollur áhorfendum á öllum aldri. Sigríður Jónsdóttir niðursTAðA: Jólaflækja bræðir skammdegið í burtu og býður gleðinni heim. Að finna jólin innra með sér „Einar er kannski einrænn einfeldningur og hrakfallabálkur en hann er klárlega með hjartað á réttum stað,“ segir í dómnum. FréttabLaðið/EyÞÓr 3 0 . n ó V e m B e r 2 0 1 6 m i ð V i K u D A G u r20 m e n n i n G ∙ F r É T T A B l A ð i ð menning 3 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 7 A -E 6 9 C 1 B 7 A -E 5 6 0 1 B 7 A -E 4 2 4 1 B 7 A -E 2 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.