Fréttablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 8
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is VETUR! Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ S805-10D 135cm ál snjóskófla 2.595 S805-4L 170CM ál snjóskafa 2.190 Hálkusalt 5 kg 585 Rúðuvökvi -18°C 4 lítrar 740 S805-2Y ál snjóskófla L:110cm 2.190 Verum viðbúin! orkumál Fyrirtækin sem hafa leyfi til rannsókna á Drekasvæðinu hafa þegar varið nær þremur milljörðum króna til rannsókna, að mati sér- fræðings Orkustofnunar. Fyrir árslok liggja fyrir niðurstöður mælinga sem byggja á þeim tveimur rannsókna- leyfum sem í gildi eru og framhald rannsókna skýrist. Það er Skúli Thoroddsen, lögfræð- ingur hjá Orkustofnun, sem hefur reiknað út hver kostnaður fyrirtækj- anna er þegar orðinn, og byggir hann útreikninga sína á ýmsum upplýsing- um sem hann og Orkustofnun hafa viðað að sér og hafa aðgang að. Hafa ber í huga, segir Skúli, að vegna þess hversu fá fyrirtæki ráðast í olíuleit um þessar mundir sé kostnaðurinn aðeins brot af því sem áður var. „Þetta eru ekki tölur úr bókhaldi fyrirtækjanna svo því sé haldið til haga. Ég set þessar tölur fram svo menn átti sig á því hvað rannsókn- irnar eru umfangsmiklar og dýrar,“ segir Skúli sem tók saman gögnin vegna hugmynda um riftun Íslands á núverandi leyfum, sem hann telur fullvíst að hefði í för með sér milljarða kostnað fyrir íslenska ríkið og því vart raunhæfur kostur. Eins og kunnugt er hafa fimm af sjö stjórnmálaflokkum sem eiga sæti á Alþingi lýst yfir efa- semdum um frekari leit og vinnslu olíu á Drekasvæðinu og eru lofts- lagssjónarmið ástæða þess. Sjálfur er Skúli ekki sannfærður um þessi rök enda sé sá möguleiki fyrir hendi að olía eða gas á Drekasvæðinu geti hjálpað til við að draga úr brennslu kola og þannig hjálpað til við að ná Milljarðar í olíuleit á Drekanum Fyrirtækin sem hafa leyfi til olíuleitar á Drekasvæðinu hafa þegar varið um þremur milljörðum króna til rannsókna. Í desember liggja fyrir niðurstöður mælinga beggja leyfishafa og framhald rannsókna skýrist. Frekari svör í desember l Kínverska olíufélagið CNOOC International og samleyfishafar þess, Eykon ehf. og norska ríkisolíufélagið Petoro, hafa gefið út að niðurstöður tvívíðra endurkastsmælinga sem fram fóru 2015 gefi tilefni til áfram- haldandi rannsókna. l Niðurstaðna sams konar mælinga kanadíska félagsins Ithaca Petroleum, sem er hinn rekstraraðili leyfishafa olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu, ásamt Kolvetni og fyrrnefndu Petoro, er að vænta í byrjun desember, en ákvörðun þarf að liggja fyrir í því leyfi fyrir janúar 2017 um hvort haldið verður áfram með leyfið eða það gefið eftir. Olíurannsóknarskipið Oceanic Challenger á Reyðarfirði árið 2015 við upphaf rann- sókna sem kínverska ríkisolíufélagið CNOOC leiðir. FRéttablaðið/Egill aðalstEiNssON markmiðum Parísarsamkomulagsins. Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og stjórnarformaður Eykon Energy, segir um vanmat að ræða hjá Skúla, en er ekki í aðstöðu til að segja hverju það nemur. „En skiptingin á fjárfestingunni liggur fyrir. Hana er að finna í leyfun- um sjálfum,“ segir Heiðar en í leyfinu sem CNOOC International leiðir er skiptingin þannig að 60% af kostnaði leggur CNOOC fram, Petoro 25% og Eykon 15%. Í minna leyfinu sem Ithaca Petroleum leiðir er skiptingin þannig að Petoro leggur fram 25%, Kolvetni (í eigu Eykon Energy) 18,75% og Ithaca 56,25%. Að mati sérfræðinga kínverska olíu- félagsins CNOOC hníga rök til þess að halda rannsóknum áfram. Næsti fasi rannsókna yrði með þrívíðum endurkastsmælingum (3D seismic) á völdum stöðum innan leyfissvæðisins á Drekanum. Rannsóknaáætlun gerir ráð fyrir að þær hefjist ekki fyrr en í fyrsta lagi árið 2018. Gefi þær rann- sóknir svo aftur tilefni til frekari skoð- unar, yrði leitarhola boruð í framhald- inu á árunum 2022-2026. Reynslan sýnir enn fremur að vinnsla á olíu og gasi getur varla hafist innan áratugar frá því að vinnanlegt magn finnst en um það er enn mikil óvissa . Fari svo að olíuleit á Drekasvæðinu verði haldið áfram og rannsóknar- hola eða -holur verða boraðar er ljóst að þeir þrír milljarðar sem þegar hefur verið varið til þeirra, að mati Skúla, eru aðeins dropi í hafið miðað við heildar- kostnaðinn. svavar@frettabladid.is Ég set þessar tölur fram svo menn átti sig á því hvað rannsóknirnar eru umfangsmiklar og dýrar. Skúli Thoroddsen, lögfræðingur Orkustofnunar DANmÖrk Innflytjendur í Dan- mörku, sem ekki koma frá vestræn- um löndum, eru farnir að laga sig að dönsku fjölskyldumynstri. Fyrir um það bil 20 árum var algengt að fjögur eða fimm börn fæddust í fjöl- skyldum sem komu frá Tyrklandi og Pakistan. Meðaltalið var 3,19 börn á fjölskyldu en 1,74 í dönskum fjöl- skyldum. Nú fæðast að meðaltali 1,95 börn hjá fjölskyldum sem ekki koma frá vestrænum löndum. Fæðingartíðn- in hjá dönskum konum er óbreytt. Auk aðlögunar er 24 ára reglan frá 2002 talin eiga hlut að máli. Hún snýst um að koma í veg fyrir sam- einingu fjölskyldna ef annar aðilinn í hjónabandinu hefur ekki náð 24 ára aldri. – ibs Færri börn hjá innflytjendum BANDAríkiN Donald Trump, sem tekur við forsetaembætti Banda- ríkjanna í janúar, skýrði frá því í gær að hann ætlaði að hætta með öllu að taka þátt í viðskiptum. „Forsetaembættið er miklu mikil vægara verkefni,“ skrifar hann á Twitter-reikning sinn. Hann segist ætla að skýra nánar frá því hvernig hann ætlar að haga þessu á blaðamannafundi í New York þann 15. desember. „Þótt mér beri ekki lagaleg skylda til að gera þetta, þá finnst mér það mikilvægt út á við að ég lendi ekki í neinum hagsmunaárekstrum við fyrirtæki mín sem forseti,“ segir Trump. Börnin hans verða með honum á blaðamannafundinum í New York, sem bendir kannski til þess að þau eigi að yfirtaka reksturinn. Annar möguleiki er sá að fyrir- tækin verði sett í hendur sérfræð- inga til umsýslu, þar sem Trump og fjölskylda hans fengju engu ráðið. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að halda að hann verði laus við hagsmunaárekstra með því einu að láta börnum sínum eftir fyrirtækin. – gb Trump ætlar að fórna viðskiptum fyrir embættið Kvöldið áður en trump skýrði frá því að hann ætlaði að segja skilið við viðskipta- lífið snæddi hann með Mitt Romney, fyrrverandi mótframbjóðanda sínum, sem fram að því hafði ekki farið fögrum orðum um trump. NORdiCphOtOs/aFp SVíÞJÓÐ Yfirvöld í Stokkhólmi hyggjast sekta leigubílastöðvar sem sjá um ferðaþjónustu fyrir hreyfi- hamlaða um 10 milljónir sænskra króna eða sem samsvarar rúmlega 120 milljónum íslenskra króna. Á vef sænska dagblaðsins Dagens Nyheter er haft eftir fulltrúa sam- göngunefndar að leigubílastöðv- arnar hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar voru um ferðaþjónust- una. Kvartað hefur verið undan því að bílar hafi ekki komið og bílstjórar hafi iðulega komið of seint. Jafn- framt hafa einstaklingar kvartað undan slæmu viðmóti. – ibs Ferðaþjónusta fær háar sektir leigubílastöðvar sem sjá um ferðaþjón- ustu í stokkhólmi hafa ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar voru. NORdiCphOtOs/aFp Nú fæðast að meðaltali 1,95 börn hjá fjölskyldum í danmörku sem ekki koma frá vestrænum löndum. NORdiCphOtOs/gEttY kÓlumBíA Flugvélin sem hrapaði í Kólumbíu nærri borginni Medellín í vikunni með leikmenn brasilíska knattspyrnuliðsins Chapecoense innanborðs varð að öllum líkindum eldsneytislaus. Frá þessu greinir BBC og vísar í hljóðupptökur frá flugturninum í Medellín. Stuttu áður en upptökunni lýkur heyrist flugmaðurinn biðja um leyfi til þess að lenda vegna algerrar raf- magnsbilunar og eldsneytisleysis. Þá heyrist hann segja að flugvélin sé í 2.743 metra hæð. Einungis sex af þeim 77 sem voru um borð lifðu flugslysið af en auk fótboltamannanna voru tuttugu blaðamenn í vélinni. Chapecoense var á leiðinni til Medellín til þess að leika einn stærsta leikinn í sögu félagsins, úrslitaleik Copa Sudamericana gegn Atletico Nacional. Nú hefur Atle- tico Nacional óskað eftir því að lið Chap ecoense verði krýnt meistari. AFP greinir frá því að heimildar- mönnum fréttastofunnar innan kól- umbíska hersins þyki flugslysið afar grunsamlegt. „Það er mjög grunsam- legt að þrátt fyrir höggið hafi engin sprenging orðið. Það styrkir kenn- inguna um að eldsneytisleysi hafi orðið til þess að flugvélin hrapaði,“ er vitnað í einn heimildarmann- anna. Orsök slyssins hefur þó ekki verið staðfest og er búist við því að full rannsókn málsins taki nokkra mánuði. Náð hefur verið í flugrita vélarinnar og eru þeir nú til rann- sóknar. Breskir rannsakendur munu aðstoða við rannsóknina þar sem flugvélin, British Aerospace 146, var framleidd þar í landi. – þea Flugvélin líklega eldsneytislaus stuðningsmenn Chapecoense söfnuðust saman á heimavelli félagsins í gær og syrgðu. NORdiCphOtOs/aFp 1 . D e S e m B e r 2 0 1 6 F i m m T u D A G u r8 F r é T T i r ∙ F r é T T A B l A Ð i Ð 0 1 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 8 8 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 F -8 6 6 0 1 B 7 F -8 5 2 4 1 B 7 F -8 3 E 8 1 B 7 F -8 2 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.