Fréttablaðið - 01.12.2016, Síða 58

Fréttablaðið - 01.12.2016, Síða 58
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Lítil afmælislína hefur verið gerð í tilefni 90 ára afmælis 66°Norður þar sem finna má nokkrar flíkur sem lands-menn ættu að kannast við. Um er að ræða endurgerðir af vinsælum flíkum sem hafa slegið í gegn í gegnum tíðina en einnig nýjar þar sem sóttur hefur verið innblástur í arfleifð fyrirtækisins. Í línunni er meðal annars útivistar- jakkinn Kría sem var ansi áberandi á tíunda áratugnum. Hann er núna kom- inn í óbreyttu sniði en úr tæknilegu efni frá Polartec sem gerir hann mjög góðan alhliða útivistarjakka í sniði frá tíunda áratug síðustu aldar. Í línunni má einnig finna Kríu-flíspeysuna sem margir kann- ast við og Kraft-gallann sem varla þarf að kynna fyrir Íslendingum. Kraft-gallinn var nánast einkennisbúningur íslenskra ungmenna á tímabili og verður áhuga- vert að sjá hvort hann nái að festa sig aftur í sessi. „Okkur þótti sérstaklega áhugavert hvað þessar eldri vörur fyrirtækisins sem koma að miklu leyti upphaflega úr sjó- og vinnufatageiranum eiga einstak- lega vel heima í dag í götutískunni hvað varðar bæði form og stíliseringu,“ segir Vala Melstað, yfirhönnuður 66°Norður. Afmælislínan fer í sölu í dag og verður sérstök opnun í verslun 66°Norður á Laugavegi frá kl. 17.30 til 19.30. benediktboas@365.is Kraft-gallinn snýr aftur Í ár fagnar 66°Norður 90 ára afmæli en íslenska útivistarmerkið á rætur að rekja til ársins 1926 þegar stofnandi þess, Hans Kristjánsson, hóf að framleiða fatnað á íslenska sjómenn. Af því tilefni hefur verið sérstök afmælislína þar sem góðkunningjar óveðursins snúa aftur. Merkisatburðir Kraft-gallinn varð nánast jafn algengur og mjólk í ísskápnum í gamla daga. Hann snýr aftur nú. Jakkinn Kría, sem var áberandi á 10. áratugnum, snýr einnig aftur. Hér er verið að taka upp auglýsingu í veðri þar sem jakkinn nýtur sín best. 1878 Reykjanesviti, fyrsti vitinn hér á landi, er tekinn í notkun. 1918 Ísland verður fullvalda ríki. 1955 Blökkukonan Rosa Parks er handtekin þegar hún neitar að standa upp fyrir hvítum manni í almenningsvagni. 1976 Síðustu bresku togararnir halda af Íslandsmiðum samkvæmt samkomulagi um viðurkenningu á 200 mílna fiskveiðilögsögunni. 1983 Rás 2 hefur útsendingar. 1986 Bylgjan hefur útsendingar allan sólarhringinn. 1994 Þjóðarbókhlaðan er tekin í notkun. Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, Mjöll Ásgeirsdóttir Skipagötu 8, Ísafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Eyri, Ísafirði, 20. nóvember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 3. desember klukkan 14. Sæmundur Guðmundsson Sigrún Guðbrandsdóttir Ásgeir Sæmundsson Heiðrún Björnsdóttir Guðmundur E. Sæmundsson Guðrún Jóna Sigurðard. Arna Björk Sæmundsdóttir Steinþór Bragason og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Jónsdóttir Skarðshlíð, andaðist á dvalarheimilinu Lundi 28. nóvember. Guðrún Anna Tómasdóttir Þorgils Gunnarsson Auðbjörg Tómasdóttir Hermann Hansson Guðbjörg Jóna Tómasdóttir Sveinn Borgar Jóhannesson Hjördís Tómasdóttir Þórir Ingvarsson Guðmar Jón Tómasson Helena Kjartansdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Páls Steingrímssonar kvikmyndagerðarmanns. Gunnhildur Pálsdóttir Trausti Baldursson Dufþakur Pálsson Hörn Gissurardóttir Sylvía Pálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, stjúpmóður, systur og ömmu, J. Sigríðar Elentínusdóttur Ásbraut 15, 200 Kópavogi. Haukur Reynir Ísaksson Sigurður Sverrir Witt Rachel Parker Witt Ingunn Hildur Hauksdóttir Þröstur Þorbjörnsson Svanhildur Elentínusdóttir Einar Hjaltested Margeir Elentínusson barnabörn og barnabarnabarn. Hjartans þakkir fyrir samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Huldu Hjörleifsdóttur Hjarðarhaga 26, Reykjavík. Ingveldur Sveinbjörnsdóttir Jón Sigurðsson Hjörleifur Sveinbjörnsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ágústa Sveinbjörnsdóttir Magnús S. Magnússon Árný Erla Sveinbjörnsdóttir Össur Skarphéðinsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Þórðarson frá Brúsastöðum, Hafnarfirði, sem andaðist á Fossheimum, Selfossi, 21. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 3. desember kl. 11.00. Andrea Tryggvadóttir Ólafía Sigurðardóttir Þorvarður Hjaltason Kristján T. Sigurðsson Ingibjörg Erlendsdóttir Hringur Sigurðsson Björg Jóhannesdóttir Guðrún Sigurðardóttir Sigurður Ingi Ásgeirsson og fjölskyldur. 1 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U d A G U r42 T í m A m ó T ∙ F r É T T A b L A ð I ð tímamót 0 1 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 8 8 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 7 F -5 5 0 0 1 B 7 F -5 3 C 4 1 B 7 F -5 2 8 8 1 B 7 F -5 1 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.