Fréttablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 12
Rauðagerði 25 - 108 Reykjavík Sími: 517 0900 / 777 1901 www.kaelivirkni.is Austurríki Ekkert hefur breyst frá því að forsetakosningar skiluðu Alexander Van der Bellen naumum sigri yfir Norbert Hofer síðastliðið vor. Fylgi þeirra var nánast hnífjafnt og er það enn. Van der Bellen sigraði með 50,3 prósentum en Hofer tapaði með 49,7 prósentum atkvæða. Þær kosningar voru dæmdar ógildar og verða endurteknar sunnudaginn 4. desember. Fylgi þeirra beggja er enn að mælast rétt í kringum 50 prósentin. Hending ein virðist ætla að ráða því hvor verður ofan á. Norbert Hofer er fullur eldmóðs, ákafur þjóðernissinni og hægri- maður, fulltrúi Frelsisflokksins sem óspart höfðar til ótta almenn- ings við flóttafólk, útlendinga og alþjóðavæðingu almennt. Alexander Van der Bellen er hins vegar hæglátur hagfræðingur og umhverfissinni sem nýtur stuðnings austurríska Græningja- flokksins, enda var hann leiðtogi flokksins í rúman áratug, frá 1997 til 2008. Sigur Hofers yrði túlkaður sem vatn á myllu hreyfingar hægri þjóð- Ugla sat á kvisti Á sunnudaginn verður seinni umferð forseta- kosninganna í Austurríki endurtekin eftir miklar tafir og flækjur. Þjóðin skiptist í nánast tvær jafnar fylkingar milli frambjóðendanna tveggja. Alexander Van der Bellen og Norbert Hofer mættust í sjónvarpskappræðum um síðustu helgi. Fylgi þeirra mælist enn nærri hnífjafnt. NordicpHotos/AFp ernissinna sem mikill uppgangur hefur verið í víða í Evrópu undan- farin misseri, í beinu framhaldi af djúpri efnahagskreppu í álfunni og hernaðarhörmungum í Sýrlandi og víðar sem fólk hefur flúið unn- vörpum. Og margir reynt að finna hæli í Evrópu. Hofer er partur af sömu hreyf- ingu og þau Marine le Pen í Frakk- landi, Geert Wilders í Hollandi og Nigel Farage í Bretlandi, sem öll leggja í einhverjum skilningi ofur- áherslu á að verja þjóðleg gildi gegn áhlaupi innflytjenda og alþjóða- væðingar. Þessir flokkar hafa verið nefndir popúlistaflokkar, lýðskrumarar, enda snúist málflutningur þeirra fyrst og fremst um að ala á hræðslu almennings. Sá málflutningur sé allur á yfirborðinu en staðreyndir oft látnar liggja á milli hluta. Sigur Donalds Trump í forseta- kosningum Bandaríkjanna hefur orðið liðsmönnum þessara flokka hvatning til dáða. Þeir líta margir á hann sem ótvíræðan bandamann sinn. Mörgum létti því að loknum kosn- ingunum í maí þegar naumum sigri Græningjans Van der Bellens var lýst yfir. Sú undarlega staða var komin upp að fulltrúi Græningjahreyfing- arinnar var orðinn fulltrúi hinna gamalreyndu stjórnmála gegn upp- reisnaröflum úr röðum almúgans. Jafnframt endurvakti ógilding þeirra kosninga ugg um að nú eigi Hofer aftur góða möguleika á sigri. Í sjónvarpskappræðum um síð- ustu helgi tókust þeir á um þessi átakamál, sem tröllriðið hafa evr- ópskum stjórnmálum undanfarið. Meðal annars sakaði Van der Bellen andstæðing sinn um að vilja koma Austurríki úr Evrópusam- bandinu, með sama hætti og Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar. Hofer sagði samt ekkert hæft í því. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Óttast alþjóðavæðingu Uppgangur hægri þjóðernisflokka víða í Evrópu virðist einkum knúinn áfram af ótta við alþjóðavæðingu, jafnvel frekar en af ótta við versnandi eigin hag og varðstöðu um þjóðleg gildi. Þetta kemur fram í nýrri könnun þýsku Bertelsmann-stofnunarinnar. Hér má sjá niðurstöður könnunar- innar á afstöðu fylgismanna helstu þjóðernisflokka Evrópu, borið saman við meðaltal íbúa viðkomandi landa. n Óttast alþjóðavæðingu n Óttast að hagur sinn versni n Þjóðernisíhald Austurríki 55% 37% 38% Frelsisflokkurinn 69% 52% 47% FrAkklANd 54% 51% 55% Þjóðfylkingin 76% 67% 67% pÓllANd 50% 22% 55% lög og réttur k15 58% 20% 67% 58% 18% 56% uNgVerjAlANd 47% 34% 38% Fidesz jobbik 61% 26% 44% 50% 38% 40% ÞýskAlANd 45% 34% 39% Valkostur fyrir Þýskaland AfD 78% 46% 46% HollANd 40% 26% 53% Frelsisflokkurinn 57% 37% 63% ítAlíA 39% 45% 50% Norðurbandalagið 66% 54% 55% BretlANd 36% 26% 55% Breski sjálfstæðisflokkurinn UKIP 50% 32% 53% 24. Apríl Fyrri umferð forsetakosninganna Norbert Hofer (35,1%) og Alexander Van der Bellen (21,3%) fengu flest atkvæði af samtals sex frambjóðendum. Þar sem enginn fékk 50% eða meira þurfti að kjósa aftur milli tveggja efstu. ✿ Forsetakosningar megnið af árinu 22. mAí seinni umferð forsetakosninganna Alexander Van der Bellen (50,3%) vann nauman sigur á Norbert Hofer (49,7%). 1. júlí seinni umferðin úrskurðuð ógild Stjórnarskrárdómstóll úrskurðar seinni umferð kosninganna ógilda vegna galla á framkvæmd hennar sem náði til 77.926 atkvæða, helmingi fleiri en þau 30.863 atkvæði sem munaði á kjörfylgi frambjóð- endanna. Nokkrum dögum síðar er ákveðið að seinni umferðin verði endurtekin þann 2. október. 5. júlí tilkynnt um endurtekningu Christian Kern, kanslari landsins, skýrir frá því að seinni umferð kosninganna verði endurtekin þann 2. október. 12. septemBer endurtekningunni frestað Wolfgang Sobotka innanríkisráðherra skýrir frá því að kosningunum verði frestað til 4. desember vegna galla á um- slögum undir utankjörstaðaatkvæði, sem prenta þurfi aftur. 4. desemBer seinni umferð forsetakosn- inganna endur tekin Seinni umferð forsetakosning- anna endurtekin. Kjósendur velja aftur á milli Van der Bellens og Hofers. Fulltrúi hægri þjóðernis- sinna fær annað tækifæri á sunnudaginn til að vinna nauman sigur á Hofer. 50,3% atkvæða tryggðu Van der Bellen nauman sigur á Hofer í maí síðastliðnum, en þær kosningar voru síðar ógiltar. 1 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F i m m t u d A G u r12 F r é t t i r ∙ F r é t t A b L A ð i ð 0 1 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 8 8 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 F -6 D B 0 1 B 7 F -6 C 7 4 1 B 7 F -6 B 3 8 1 B 7 F -6 9 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.