Fréttablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 56
GOLF Í dag eru liðnir 467 dagar síðan Tiger Woods tók síðast þátt í golfmóti. Á þeim tíma hefur hann hrunið niður í 898. sæti á heims- listanum. Þetta verður í fyrsta skipti sem heimsbyggðin mun fylgjast grannt með kylfingi sem er nálægt þúsundasta sæti heimslistans. Mótið sem Tiger tekur þátt í heitir Hero World Challenge og það sem meira er þá er þetta mót á hans vegum. Í mótinu taka þátt 18 af bestu kylfingum heims í glæsilegu umhverfi á Bahamaeyjum. Á þessum langa tíma sem hann hefur haldið sig frá vellinum hefur Tiger gengist undir tvær bakaðgerðir og verið þjáður af verkjum. Hann átti erfitt með gang um tíma og í raun- inni var þá ekki útlit fyrir að hann ætti afturkvæmt á golfvöllinn. Tiger var algjör yfirburðakylf- ingur er hann kom fram á sjónar- sviðið. Um það bera vitni 79 sigr- ar í PGA-mótum og 14 risatitlar. Síðasti sigurinn í risamóti kom þó árið 2008. Síðasta mót sem hann vann var árið 2013. Nú er Tiger orðinn fertugur. Búinn að ganga í gegnum ýmislegt og hefur nú seinni hluta ferilsins. Nýtt upphaf eftir miklar raunir. En er eitthvert bit í honum enn? Hans allra hörðustu aðdáendur hafa trú á því. Bíða eftir að það kvikni á ljósi og gamli góði Tiger komi aftur. Aðrir segja að þetta sé einfaldlega búið spil. Hann muni aldrei ná álíka styrk eftir allt sem á undan er gengið. „Ég vil spila golf allt mitt líf en ég get ekki keppt að eilífu. Ég kalla þetta seinni hlutann á ferli mínum. Ég myndi glaður vilja geta keppt við þá bestu allt mitt líf en það er víst ekki raunhæft,“ sagði Tiger. Þó að hann sé ekki lengur sami kylfingurinn og hann var, er metn- aðurinn alltaf sá sami. Hann ætlar að sigra í öllum mótum sem hann tekur þátt í. „Þeir munu gera sitt besta til þess að vinna mig og ég ætla mér að vinna þá. Í hvert skipti sem ég fer í mót þá ætla ég að sigra. Ég veit að það er metnaðarfullt markmið en metnaðurinn og trúin er enn til staðar.“ Tiger segist hafa lagt mikið á sig til þess að geta komið til baka. „Þetta var áskorun sem hefur kostað blóð, svita og tár. Þetta hefur líka reynt á þolinmæðina sem hefur ekki alltaf verið mín sterkasta hlið. Þessi vinna hefur skilað mér hingað. Það er langt síðan ég hef fengið adrenalín í lík- amann. Ég er tilbúinn,“ sagði Tiger ákveðinn en viðurkennir að það sé spenna í honum. „Ég er stressaður. Ég er stress- aður fyrir öll mót sem ég tek þátt í. Ef mér stendur ekki á sama þá verð ég stressaður. Það er gott að hafa það þannig. Að nýta spennuna í grimmd og einbeitingu. Það er mjög gott. Ef ég væri ekki stress- aður þá væri mér alveg sama. Þá vil ég ekki vera lengur á vellinum. Ég get fullvissað alla um að ég get ekki beðið eftir því að komast aftur út á völlinn.“ Tiger þurfti líka að venjast því á nýjan leik að ganga heilan golfvöll. Þegar hann var að byrja að spila golfið aftur notaði hann alltaf golf- bíl. Kylfusveinninn hans var fljótur að henda honum inn í bílskúr. „Það er skrítið að segja það en ég þurfti að venjast göngunni aftur. Maður gleymir muninum á því að vera í golfskóm og íþróttaskóm. Ég get gengið á hlaupabretti í tvo til þrjá tíma en það er ekki það sama og að ganga á golfvelli,“ sagði Tiger. „Það er mikill munur á því. Líka bara að standa mikið. Það er mikill munur á því að spila golf og ganga eða keyra. Ég þurfti að koma mér í takt í að ganga á vellinum og byrja að tala eins og ég geri þar.“ Mótið verður í beinni á Golf- stöðinni og hefst útsending klukk- an 18.00. henry@frettabladid.is Getur Tígurinn enn bitið frá sér? Tiger Woods er einn sigursælasti kylfingur allra tíma og snýr nú aftur til keppni eftir langa fjarveru vegna bakmeiðsla. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Golfheimurinn gleðst í dag því nú snýr einn besti kylfingur allra tíma, Tiger Woods, loksins aftur á golfvöllinn. Biðin hefur verið löng en kylfingurinn segist loksins vera tilbúinn. Hann er stressaður og getur ekki beðið eftir því að mótið hefjist. 23. ágúst 2015 Tiger kemur í hús á 70 höggum á Wyndham- mótinu. Endar fjórum höggum á eftir efsta manni. ágúst sept. okt. nóv. des. jan.2016 feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. 5. sept. Komst ekki í úrslit í FedEx-bikarnum. Eyðir fríinu í að horfa á US Open í tennis. Tekur mynd af sér með leikaranum sem lék Shooter McGavin í Happy Gilmore. 18. september Tiger greinir frá því að hann sé búinn að fara í bakaðgerð til þess að laga klemmda taug. Segir óvíst hvenær hann snúi aftur. Af- boðar sig á öll mót út árið. Nokkrum vikum síðar segir vinur hans að Tiger geri sér grein fyrir því að ferlinum fari að ljúka. 30. okt. Á vefsíðu Tigers er sagt að hann hafi þurft að fara í aðra bakaðgerð þar sem hann hafi verið þjáður af verkjum. Þetta er þriðja bakað- gerðin sem hann fer í frá upphafi. 1. nóv. Steve Williams, fyrrverandi kylfu- sveinn Tigers, gefur út bók þar sem hann segir frá því hvernig hann komst að framhjáhaldi kylfingsins. 6. nóv. Fyrsti golfvöllurinn sem Tiger hefur hannað í Bandaríkjunum er opnaður. 18. nóv. Tiger fer í Ryder-bikar- inn sem varafyrirliði liðsins. 3. des. Tiger ræðir opinskátt um sambönd sín við Elin Nordegren og Lindsey Vonn í viðtali í TIME-. Talaði lítið um golf- ferilinn. 24. febrúar 2016 Aðdáendur kylfingsins æsast upp er Tiger birtir myndband af sér í golfhermi heima hjá sér. Loksins golf aftur. Myndbandið kom í kjölfar frétta um að Tiger ætti erfitt með gang og væri í verra ástandi en talið hefði verið. Nokkrum dögum síðar sést til Tigers á æfingasvæðinu að æfa upphafshögg. 29. mars Kemst aftur á forsíðu Sports Illustrated. Ekki í viðtali heldur í stórri úttekt um hvað hafi komið fyrir hann. 1. apríl Greinir frá því að hann taki ekki þátt í Masters. Annað árið í röð sem hann missir af Masters. 21. apríl Sést aftur til hans á æfingasvæð- inu. Tilkynnir síðan að hann ætli að vera með á US Open. Spilar nokkrar holur á stutta vellinum sínum. Fyrstu holurnar síðan í ágúst. 7. júní Tilkynnir að hann muni missa af US Open og Quicken Loans- mótinu. 19. júlí Til- kynnir að hann verði ekki með á PGA-meist- aramótinu. Missir af öllum risa- mótunum í fyrsta sinn síðan 1994. 29. ágúst Nike tilkynnir að það hætti framleiðslu á golfvörum. Tiger er sagður vera ósáttur við ákvörðunina. 7. sept. Tilkynnir að hann muni taka þátt í þremur mótum á árinu. 1. júlí Tilkynnir að hann verði ekki með á Opna breska mótinu. ✿ Hvað hefur Tiger verið að gera? 16. maí Á fjöl- miðladegi fyrir Quicken Loans-mótið setur Tiger þrjá bolta í vatnið. Fellur út af topp 500 á heims- listanum. 10. október Þremur dögum fyrir mót dregur Tiger sig út úr Safeway Open. Segist ekki heldur vera klár í Turkish Air- lines-mótið í nóvember. Biðin heldur áfram. 7. október PGA til- kynnir að Tiger muni taka þátt í Safeway Open. 1 . D E S E M B E R 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R40 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 1 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 8 8 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 7 F -9 5 3 0 1 B 7 F -9 3 F 4 1 B 7 F -9 2 B 8 1 B 7 F -9 1 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.