Fréttablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 10
Jóladagatal Foscarini. Binic. Borðlampi. Verð: 35.000 kr. Í dag: 21.000 kr. 01/12 Skipholt 37 / www.lumex.is • Íslensk framleiðsla, framleitt af Idex álgluggum ehf. • Hágæða álprófílkerfi frá Schüco • Schüco tryggir lausnir og gæði • Þekking og þjónusta • Áralöng reynsla Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga idex.is - sími 412 1700 framl.- sölu- og þjónustuaðili Schüco á Íslandi - þegar gæðin skipta máli Landbúnaður Nokkur fyrirtæki hafa þegið boð forsvarsmanna Brúneggja um að skoða aðstæður á búum fyrir­ tækisins áður en þau taka endanlega ákvörðun um að hætta viðskiptum við fyrirtækið með öllu. Hætti þeir viðskiptum verður hluta af stofninum slátrað. Brúnegg hefur selt varphænur sínar sem vistvænar unghænur. Engu var slátrað frá fyrirtækinu til manneldis árið 2015, þegar afskipti Matvælastofnunar af rekstrinum voru sem mest, en á fimmta þúsund fuglum á þessu ári. Kristinn Gylfi Jónsson, einn eig­ enda Brúneggja, segir það smá glætu í tilverunni að viðskiptavinir ætli að skoða aðstæður, í ljósi þess að allir kaupendur að vörum þeirra hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið. Spurður um hvort Brúnegg hafi stóran lager af eggjum sem nú er óseljanlegur, eða að framleiðsla fyrir­ tækisins safnist einfaldlega fyrir á næstu dögum og vikum, svarar Krist­ inn því til að fyrirtækið hafi til þessa ekki annað eftirspurn. „Við eigum því engan lager og þurfum engu að farga. Við þurfum ekki heldur að taka afstöðu til þess á næstu dögum hvort þarf að gera slíkt. Slík vandamál eru ekki komin upp. Í lengstu lög reynum við að komast hjá því að farga afurðum frá okkur,“ segir Kristinn en flestir eggjaframleiðendur reyna að eiga einnar til tveggja vikna lager. Hann bætir við að áform um að taka nýtt hús fyrirtækisins í notkun á næstu dögum hafi ekkert breyst. „Við erum að leggja niður elsta hlutann af búinu okkar á Teigi í þessari viku. Við gerum það eins og sakir standa núna en framtíðin verður að leiða í ljós hvort það er rétt ákvörðun,“ segir Kristinn en í nýja varphúsinu verða 4.000 til 4.500 fuglar. Þegar spurt er um stöðuna þegar fram líður, og ef ekki tekst að endur­ nýja fyrri viðskiptasambönd, telur Kristinn aðeins um eitt að ræða. „Þá slátrum við úr stofninum hjá okkur. Við erum með mjög stóran stofn enda vorum við með 18 til 20% markaðshlutdeild. Þannig að það er kannski fimmta hver hæna í landinu,“ segir Kristinn en vill ekki gefa nánari upplýsingar um varp­ stofn Brúneggja, framleiðslutölur eða hvernig staðið verður að slátrun komi til slíkra aðgerða. „Oft er hænum slátrað og viður­ kenndar aðferðir eru til þess. Þær eru seldar sem unghænur kannski, við höfum gert það aðeins í gegnum tíðina,“ segir Kristinn þó, sem greindi frá því í viðtali við Bændablaðið í september 2014 að eftir að þeirra fuglar ljúka varptíma sínum „er þeim slátrað og höfum við reynt að nýta allt kjöt sem til fellur. Við höfum slátrað þeim hjá Ísfugli og selt sem vistvænar unghænur. Það er fugl sem er ekki eld­ aður eins og venjulegur kjúklingur, hann þarf mun meiri eldun og er til að mynda vinsæll í austurlenska matar­ gerð.“ svavar@frettabladid.is Kjötið selt sem vistvænar unghænur Fyrirtækið Brúnegg markaðssetti kjöt af varphænum sínum sem vistvænar unghænur áður en úrbætur voru gerðar. Fyrirtækið á engin egg á lager sem þarf að farga. Hluta af varpstofni Brúneggja verður slátrað ef ekki tekst að koma viðskiptasamböndum á að nýju. Eftir að varphænur hafa lokið hlutverki sínu er þeim slátrað til manneldis. Brúnegg seldi sínar hænur sem vistvænar unghænur. FréttaBlaðið/anton Brink Oft er hænum slátrað og viður- kenndar aðferðir eru til þess. Þær eru seldar sem unghænur kannski, við höfum gert það aðeins í gegnum tíðina. Kristinn Gylfi Jóns- son, einn eigandi Brúneggja 3.800 tonn af eggjum voru fram- leidd á Íslandi í fyrra (áætlun Hagstofu Íslands). 20% markaðshlutdeild hafði Brún egg – og framleiddi því um 750 tonn. Hafa ekki eftirlit með aflífun alifugla Landbúnaður Sigurborg Daða­ dóttir, yfirdýralæknir hjá Matvæla­ stofnun, segir að skýrt sé kveðið á um í lögum hvað er leyfilegt og hvað ekki við aflífun dýra. Við hefð­ bundna aflífun á búum sé notast við koltvísýring og síðan eru hræin urðuð. „Við höfum ekki haft sér­ stakt eftirlit með aflífun á þessum alifuglabúum,“ segir Sigurborg en ekki er uppi grunur um að framleið­ endur hafi verið að stytta sér leið með aflífun fuglanna. Um mannúð­ lega aðferð er að ræða, enda væri hún ekki annars leyfð – fuglarnir sofna fljótt af gasinu í þar til gerðum tunnum eða körum. Á hefðbundnu eggjabúi fara fugl­ arnir í varphúsin í kringum 18 til 19 vikna aldur, og byrja að verpa á 23. viku. Hver fugl er síðan í varpi í 12 til 16 mánuði. Að þeim tíma liðnum hefur fuglinn skilað sínu. „Ef þeim er slátrað þá eru fugl­ arnir sendir í slátrun eins og hver önnur dýr. Ef ekki er þeim fargað með þeim hætti sem ég lýsti,“ segir Sigurborg sem segir að ekkert af þeim fugli sem Matvælastofnun hafði afskipti af hjá Brúneggjum hafi verið slátrað til manneldis. „Það var ekki um það að ræða. Mér er hins vegar kunnugt um að á þessu ári, 2016, hefur 4.500 hænum verið slátrað hjá Brúneggjum sem þeir hafa dreift undir sínum merkj­ um, enda staðan allt önnur á búinu núna. Árið 2015 var engu slátrað eftir því sem ég best veit, en ég get ekki dæmt um hvort það hafi verið vegna afskipta okkar. En í öllu falli var engu slátrað það ár,“ segir Sigur­ borg. – shá Ef þeim er slátrað þá eru fuglarnir sendir í slátrun eins og hver önnur dýr. Ef ekki er þeim fargað. Sigurborg Daða- dóttir, yfirdýra- læknir hjá Mat- vælastofnun neytendamáL Það sem blasir við eftir að Kastljós fjallaði um Brún­ eggjamálið á mánudag er að réttur framleiðandans á Íslandi er mun hærra skrifaður en neytandans. Það er ámælisvert og þarf leiðréttingar við. Það er vakning í neytendamál­ um í samfélaginu og með tilkomu samfélagsmiðla eru allir á vaktinni – nokkuð sem þeir sem selja vöru og þjónustu ættu að taka tillit til. Þetta er mat Ólafs Arnarsonar, formanns Neytendasamtakanna. Hann segir það vonbrigði hvað staða íslenskra neytenda er veik. Í því ljósi hafi verið sláandi að sjá sitjandi land­ búnaðarráðherra, Gunnar Braga Sveinsson, segja í viðtali við Kastljós á þriðjudagskvöld að hann vissi ekki hver af samráðherrum hans færi með neytendamál [Ólöf Nordal innan­ ríkisráðherra fer með neytendamál]. Eins rifjar Ólafur upp orð forsætisráð­ herra, Sigurðar Inga Jónssonar, þegar reglugerð um vistvæna framleiðslu var afnumin, að ekkert væri því til fyrirstöðu að framleiðendur notuðu merkingar um vistvæna framleiðslu áfram. „Gunnar Bragi, maðurinn sem ber ábyrgð á búvörusamningunum meðal annars, vissi þetta ekki. Þetta segir okkur bara nákvæmlega hversu hátt neytendamálin eru skrifuð hjá núverandi stjórnvöldum. Þau virðast skipta litlu sem engu máli í þeirra augum,“ segir Ólafur. „Birtingarmyndin er sú að réttur framleiðandans er mikill og ríkulegur en réttur neytandans er settur til hlið­ ar. Þetta stendur upp úr,“ segir Ólafur sem útilokar ekki hugmyndir Andr­ ésar Magnússonar, framkvæmda­ stjóra Samtaka verslunar og þjónustu, um einkavæðingu eftirlitskerfisins – aðspurður um lausnir. „Maður veltir því fyrir sér, þegar maður sér þetta, hvort við erum að fá þá eftirlitsþjónustu sem við eigum skilið. Ég held ekki og þetta komi því til greina,“ segir Ólafur sem í dag hittir Jón Gíslason, forstjóra Matvæla­ stofnunar, að máli í leit að skýringum á Brúneggjamálinu og öðrum álita­ málum sem það hefur vakið upp. „Það sem hefur breyst er að allir eru á vaktinni. Neytendamál eru í deiglunni – ekki síst vegna tilkomu samfélagsmiðla. Viðbrögð neytenda við þessu máli eru eitthvað sem þeir sem bjóða sína vöru og þjónustu ættu að hafa hugfast,“ segir Ólafur. – shá Réttur framleiðandans í fyrirrúmi Viðbrögð neytenda við þessu máli eru eitthvað sem þeir sem bjóða sína vöru og þjónustu ættu að hafa hugfast. Ólafur Arnarson, formaður Neyt- endasamtakanna Brúnegg eru ekki lengur í sölu. FréttaBlaðið/anton Brink 1 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F I m m t u d a G u r10 F r é t t I r ∙ F r é t t a b L a ð I ð 0 1 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 0 F B 0 8 8 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 F -8 1 7 0 1 B 7 F -8 0 3 4 1 B 7 F -7 E F 8 1 B 7 F -7 D B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.