Fréttablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 24
JAFNVÆGISHJÓL
Á jólatilboði!
Frábær hjól fyrir börn til þess að
læra að halda jafnvægi og stíga
sín fyrstu skref á hjóli.
Einstaklega létt,
2,9 kg., engir pedalar,
keðja eða oddhvassir
hlutir sem geta meitt.
Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi / Sími 557 4848 / www.nitro.is
Verð aðeins
12.590,- kr
Áður 17.990,-
30% Afsláttur
Tilvalin
jólagjöf
Apple tilkynnti í lok nóvember að
lítið upplag af iPhone 6S símunum
hafi verið selt með gölluðum raf-
hlöðum. Um er að ræða ákveðin
raðnúmer sem hægt er að fletta upp
en símarnir geta slökkt óvænt á sér
þrátt fyrir að hafa næga hleðslu.
Galli í rafhlöðunum hefur gert vart
við sig á Íslandi, sér í lagi þegar farið
er með símana út í kulda.
Erla Björk Sigurgeirsdóttir, þjón-
ustustjóri Eplis, umboðsaðila Apple
á Íslandi, segist ekki hafa tölu á því
hve margir símar sem Epli seldi séu
með gallaða rafhlöðu. „Við erum
búin að fá fyrirspurnir en höfum
ekki fengið nein tæki inn,“ segir Erla.
Epli hefur tilkynnt að vegna
heimsálags fái verslunin ekki raf-
hlöður á lager fyrr en um miðjan
desember til þess að geta skipt út
gölluðu rafhlöðunum. „Apple gefur
út prógramm til að fólk geti skipt
þessu út. Prógrammið byrjar um
miðjan desember en við búumst
við því jafnvel fyrr.“
Sigurður Helgason, eigandi iStore,
segir að tilfelli hafi komið upp þar
sem rafhlöður hafi slökkt svona á sér.
„Við vitum ekki alveg hvort þetta eru
þessar gölluðu rafhlöður, við erum
ekki enn þá búin að fá leiðbeiningar
um hvernig eigi að fletta upp rað-
númerunum sem þetta varðar. En
viðskiptavinir okkar hafa fengið
að skipta út símum vegna þess að
batteríið hefur verið að slökkva á
sér í tíma og ótíma, sérstaklega úti í
kulda,“ segir Sigurður. Hann segir að
oftast taki eina viku að afgreiða nýtt
batterí. Það geti þó tekið hátt í tvær
vikur en viðskiptavinir hafi fengið
lánaða iPhone-síma á meðan.
Rafhlöðugalli í iPhone
gert vart við sig hér
Dæmi eru um iPhone 6S síma á Íslandi með gallaða rafhlöðu sem slökkva á sér
þótt hleðslan sé næg. Þetta gerist sérstaklega úti í kulda. Hægt verður að skipta
út rafhlöðum um miðjan desember. Biðtíminn kemur illa við notendur.
Samkvæmt gögnum Bókunar var
velta korthafa á svörtum föstudegi
svokölluðum í síðustu viku ekki
hærri en suma aðra daga nóvem-
bermánaðar. Svartur föstudagur
er bandarískur siður og var fjöldi
verslana á landinu með afsláttartil-
boð þennan dag.
Borgun tók saman gögn um allan
nóvembermánuð 2016. Samkvæmt
þeim virðist erlenda veltan hafa
aukist meira hlutfallslega þessa helgi
heldur en velta þeirra sem versla hér
heima. Mögulega fara Íslendingar
utan á þessum tíma til að versla.
Ef skoðuð eru innlend gögn selj-
endamegin má sjá að verslun með
raftæki og tölvur eykst um 240 pró-
sent þennan dag. Húsgagnaversl-
anir velta 360 prósentum meira og
fata- og skóverslanir 70 prósentum
meira. Að sama skapi minnkar velta
í matvöruverslunum um 30 prósent,
bensínsala minnkar um 50 prósent
og veitingasala um 20 prósent.
Því mætti lesa úr gögnunum að
svartur föstudagur sé að virka hjá
þeim stöðum sem eru með tilboð í
gangi, fólk fari ef til vill ekki að kaupa
bensín eða matvörur því að það sé
upptekið við annað. Þó að heildar-
upphæðin hafi verið svipuð og aðrar
helgar má áætla að þeir sem voru
með tilboðin hafi aukið veltu sínu.
Gögn Borgunar eru ópersónu-
greinanleg og um er að ræða bæði
debet- og kreditkortagögn. – sg
Verslun með raftæki
margfaldaðist á föstudag
Breska hagkerfið tapar 40 millj-
örðum punda, jafnvirði 5.600 millj-
arða króna, árlega vegna þess að
starfsmenn þjást af svefnleysi. Þetta
kemur fram í nýrri rannsókn frá
Rand Europe.
BBC greinir frá því að útreikningar
byggist á því að þreyttir starfsmenn
séu annaðhvort afkastaminni eða
taki sér veikindadag. Um 1,86 pró-
sent af hagvexti tapist vegna svefn-
leysis.
Einnig kemur fram í rannsókninni
að þeir sem sofa undir sex tímum á
hverri nóttu séu 13 prósent líklegri
til að deyja á undan þeim sem sofa
sjö til níu tíma.
Rannsóknin náði til Bretlands,
Bandaríkjanna, Kanada, Þýskalands
og Japans. Niðurstöðurnar voru
jákvæðari í Bretlandi en í Japan þar
sem starfsmenn missa af flestum
vinnudögum sökum svefnleysis.
Bretar missa af 200 þúsund vinnu-
dögum árlega vegna svefnleysis en í
Bandaríkjunum eru það 1,2 milljónir
vinnudaga og í Japan 600 þúsund.
Skýrsluhöfundar biðla til atvinnu-
rekenda að átta sig á umfangi vand-
ans og hvetja starfsmenn til að ná
nægum svefni, sem og að útbúa her-
bergi þar sem starfsmenn geti lagt
sig. – sg
Svefnleysi
kostar milljarða
Beðið eftir slysi
Fjölmargar brúður bíða eftir því að vera notaðar í æfingakeyrslu hjá öryggistæknisetri Mercedes-Benz í í Sindelfingen í Þýskalandi. Brúðurnar eru
notaðar í stað fólks til að prófa öryggi bíla úr smiðju þýska framleiðandans. Þær eru meðal annars notaðar til að prófa bílbelti. Fréttablaðið/aFP
lítið upplag af iPhone 6S símum var selt með gölluðum rafhlöðum. Mynd/aPPle
Vart hefur orðið við gallaðar raf-
hlöður hjá mismunandi söluaðilum
hér á landi. Eigendur síma með
gallaða rafhlöðu sem Fréttablaðið
ræddi við sögðust ósáttir við hve
langur tími hefði liðið frá uppgötv-
un vandamálsins og þangað til sím-
arnir verða lagaðir. Þetta ætti sér-
staklega við þar sem símarnir voru
framleiddir í september og október
á síðasta ári og vandamálið því verið
viðvarandi í heilt ár.
saeunn@frettabladid.is
Þúsundir vinnudaga tapast á ári sökum
svefnleysis. Fréttablaðið/Getty
240%
aukning var í sölu raftækja á
svörtum föstudegi á Íslandi.
Forsvarsmenn Apple
tilkynntu í síðasta mánuði
að lítið upplag af iPhone 6S
símum hefði verið selt með
gölluðum rafhlöðum.
Vandamálsins hefur orðið
vart um allan heim.
mArkAðurinn
1 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U d A G U r24 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð
0
1
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:2
0
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
7
F
-9
0
4
0
1
B
7
F
-8
F
0
4
1
B
7
F
-8
D
C
8
1
B
7
F
-8
C
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
8
8
s
_
3
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K