Fréttablaðið - 15.07.2016, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.07.2016, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 6 6 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 1 5 . j ú l Í 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag skoðun Þórlindur Kjartansson skrifar um ítalskt salat og svart- þorsk. 13 sport Ísland hefur tekið fram úr 109 þjóðum á heimslistanum á undanförnum fjórum árum. 16 tÍMaMót Spjallað um gildi skrif- legrar tjáningar fyrir hinsegin fólk á hinsegin bókaspjalli. 14 lÍFið Pitsustaðurinn Ugly verður opnaður í Bandaríkjunum og framleiðir blómkálsbotna. 26 plús 2 sérblöð l Fólk l  þjóðhátÍð *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Allt í einu í lagi að vera rasisti Sema Erla Serdar, formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi, hefur setið undir grófu persónuníði vegna uppruna síns, en hún er hálfur Tyrki. Hún leitaði í fyrsta sinn til lögreglu á dögunum vegna þessa. Hún veit ekki hvernig stúlka fædd og upp- alin hér á landi varð holdgervingur íslamstrúar á Íslandi. ➛10-11 kjaraMál „Ef við berum okkur saman við nágrannalöndin, þá er árshækkunin tvöfalt hærri, og afleiðingin er sú að við búum við viðvarandi talsvert hærra verð- bólgustig en gengur og gerist þar,“ segir Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, um nýja skýrslu sem sýnir að laun hækkuðu um 6,7 prósent að jafnaði á ári frá 2006 til 2015. Skýrslan sýnir að launaþró- unin var hnífjöfn á tímabilinu; laun hækkuðu um 79,6 prósent á almennum vinnumarkaði, um 78,3 prósent hjá ríkinu og um 78,6 prósent hjá sveitarfélögum. Laun kvenna hækkuðu meira en karla. „Þetta sýnir hversu miklar launa- hækkanir hafa verið og fást ekki staðist til lengra tíma litið, það hefur aldrei gert það í sögulegu samhengi hjá okkur fyrr og engin ástæða er til að ætla að það muni gerast núna heldur,“ segir hann. Þorsteinn segir að það að launaþróunin hafi verið jöfn milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera ætti að stuðla að friði á vinnumarkaði fram á veginn. „Það er þá engin bráðnauðsynleg þörf fyrir einhverjar leiðréttingar innan hópa. Við erum með þennan grund- völl til að byggja á fyrir Salek-sam- komulagið; að geta horft til launa- hækkana í takti við nágrannalöndin okkar sem ættu að geta stuðlað að mun lægri verðbólgu og lægra vaxta- stigi en við höfum þurft að venjast.“ Þorsteinn segir gengisstyrkingu krónu, hagstæðari viðskiptakjör og annað hafa hjálpað okkur að takast á við þessar miklu launahækkanir undanfarin árin. „Verðbólga síðustu tvö ár hefur verið minni en átti að vera. Það ætti enn frekar að hjálpa okkur að koma þessum málum fyrir þannig að við getum með sama hætti og nágrannalönd okkar búið yfir öflugri kaupmáttaraukningu, en á grundvelli lægri nafnlaunahækk- ana og lægri verðbólgu á ári en við höfum þurft að venjast,“ segir Þor- steinn Víglundsson. – sg Tvöfalt hærri launahækkanir en á Norðurlöndum Ef við berum okkur saman við nágranna- löndin, þá er árshækkunin tvöfalt hærri, og afleiðingin er sú að við búum við viðvar- andi talsvert hærra verðbólgu- stig en gengur og gerist þar. Þorsteinn Víglunds- son, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins fréttablaðið/eyþór 1 5 -0 7 -2 0 1 6 0 5 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K _ N Ý.p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 0 3 -0 D 8 C 1 A 0 3 -0 C 5 0 1 A 0 3 -0 B 1 4 1 A 0 3 -0 9 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.