Fréttablaðið - 15.07.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.07.2016, Blaðsíða 2
Veður Austan 8-15 m/s og rigning í dag, hvass- ast syðst, en úrkomulítið fyrir norðan og vestan. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið, en áfram strekkingur og rigning austanlands. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast á Vesturlandi. Sjá Síðu 16 Hátíð í bæ Mikið fjör var í miðborg Reykjavíkur í gær þegar Jafningjafræðslan og listahópar Hins hússins stóðu fyrir sumarhátíð. Unga fólkið uppskar mikla gleði meðal almennings eins og má sjá á svip þessa ferðamanns sem hér bregður á leik með einum af listamönnunum. Fréttablaðið/eyþór Stór hluti þeirra verslana sem hafa verið opnaðar í miðbænum á undanförnum misserum er minjagripaverslanir. Fréttablaðið/eyþór FERðAÞjÓNuSTA Taxfree-velta ferðamanna hefur aukist um þrjú prósent á árinu miðað við sama tímabil í fyrra, að sögn Helga Jóns- sonar, framkvæmdastjóra Global Blue á Íslandi. Fyrirtækið endur- greiðir virðisaukaskatt af vörum sem erlendir ferðamenn kaupa hér á landi. Til þess að fá endurgreiðslu þurfa ferðamenn að hafa verslað fyrir að minnsta kosti sex þúsund krónur. „Aukning taxfree-veltunnar er töluvert undir þeirri aukningu sem hefur verið í komu ferðamanna til landsins. Helstu ástæðurnar eru þær að gengi krónunnar hefur verið að styrkjast gagnvart helstu gjaldmiðlum sem hefur bein áhrif á kauphegðun ferðamanna. Auk þess hefur fastur kostnaður ferða- manna verið að hækka, til dæmis ferðakostnaður til og frá landinu, ferðakostnaður innanlands, gist- ing, matur og afþreying. Allt kemur þetta niður á verslun ferðamanna sem þannig hafa minna á milli handanna,“ tekur framkvæmda- stjórinn fram. Að sögn Helga hafa Bandaríkja- menn í gegnum árin alltaf skipað sér í eitt af þremur efstu sætum þeirra þjóða sem versla mest. „Verslun Kanadamanna hefur auk- ist gríðarlega það sem af er ári. Við sjáum hins vegar minnkun á meðal Norðmanna, Rússa og á meðal Breta eftir Brexit þrátt fyrir auk- inn fjölda ferðamanna frá þessum stöðum. Nú þegar eru farin að sjást merki þess að breska pundið hefur lækkað um 12,5 prósent á síðustu tveimur vikum.“ Helgi getur þess að meðalfærslur Rússa séu 34.500 krónur þrátt fyrir fallandi gengi rúblunnar. „Það má þess vegna leiða líkur að því að þeir Rússar sem sækja landið heim séu efnaðir.“ Spurður um hvað ferðamenn kaupi helst segir hann skiptinguna misjafna. „Þótt íslenska ullin, úti- vistarfatnaður og íslenskt hand- verk skipi stóran sess þá er það nú svo að ferðamenn sækjast líka eftir merkjavöru, íslensku skarti og úrum ásamt bókum enda mikil gróska á öllum þessum sviðum. En það má búast við að einsleitni markaðarins sé farin að segja til sín með öllum þeim fjölda verslana sem hafa verið opnaðar að undan- förnu. Stór hluti þeirra verslana sem hafa verið opnaðar í miðbænum á undanförnum misserum er minja- gripaverslanir og það stuðlar að eins leitninni.“ ibs@frettabladid.is Ferðamenn með minna á milli handanna nú Aukning taxfree-veltu er ekki í takt við fjölgun ferðamanna hér á landi. Sterk- ara gengi og hækkun fasts kostnaðar, eins og ferðakostnaðar innanlands og gistingar, kemur niður á verslun. Einsleitni markaðarins er farin að segja til sín. Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 50 áraAFMÆLISTILBOÐ GrillbúðinÁ R A gasgrill 3ja brennara • 3 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Postulínsemaleraðar grillgrindur • Niðurfellanleg hliðarborð • Kveiking í öllum tökkum • Hitamælir í loki • Postulínsemaleruð efri grind • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Afl 10,5 KW www.grillbudin.is AFMÆLISTILBOÐ 47.900 Niðurfellanleg hliðarborð Nr. 12220 Meðalfærsla þeirra þjóða sem eyða mest 1. bandaríkin 18.800 kr. 2. bretland 18.900 kr. 3. Kína 30.000 kr. 4. Noregur 19.700 kr. 5. Danmörk 19.700 kr. 6. Kanada 17.800 kr. 7. þýskaland 19.800 kr. 8. Frakkland 17.700 kr. 9. Svíþjóð 19.100 kr. 10. tævan 20.400 kr. VíSiNdi Rannsóknarhópur Genís undir handleiðslu Lilju Kjalarsdóttur ætlar að rannsaka áhrif íslensks fæðu- bótarefnis, Benecta Sport. Efnið er kít- ínfásykru fæðubótarefni sem einangr- að er úr rækjuskel og hefur það verið í þróun á Íslandi síðastliðin tíu ár. Genís segir rannsóknir sínar benda til þess að efnið geti aukið þrek en markmiðið er að mæla áhrif notkun- arinnar á bætta súrefnisupptöku í sex vikur með æfingum. Þátttakendur munu taka tvö hylki á dag stuttu fyrir æfingu, þrisvar í viku, án þess að vita hvort þeir séu að taka Benecta Sport eða lyfleysu. Í lok rann- sóknar verða framkvæmd þrekpróf þar sem súrefnisupptaka og mjólkur- sýra er mæld. – þea Rannsaka áhrif íslensks fæðubótarefnis 30 eru látnir hið minnsta og hundrað slasaðir. Rannsóknir benda til að efnið geti aukið þrek. SlyS Franski ferðamaðurinn sem leitað var að í Sveinsgili fannst látinn. Maðurinn var á göngu ásamt samlanda sínum um Fjallabak nyrðra. Þeir voru í dagsferð og höfðu lagt af stað frá Landmannalaugum. Maðurinn rann af snjóbrú og út í á sem rann undir hjarnið. Björgunarsveitir unnu mikið þrekvirki við leit á manninum enda aðstæður afar erfiðar. Í fyrrakvöld var loks hægt að staðsetja manninn og fljótlega eftir það var hægt að ná í líkið sem var skorðað undir snjó- hengjunni. Maðurinn var fæddur árið 1989 og því 27 ára á þessu ári. – ebg Franski ferðamaðurinn fannst látinn FRAkklANd Talið er að minnst þrjá- tíu hafi látist og um hundrað slasast þegar vöruflutningabíll keyrði inn í hóp fólks sem var á heimleið eftir flugeldasýningu á Bastilludeginum, þjóðhátíðardegi Frakka, í gær- kvöldi. Fréttaritari AFP sagðist hafa séð hvítan vöruflutningabíl keyra á miklum hraða inn í mannmergðina. Sjónarvottar greindu frá skotbar- daga milli lögreglu og þeirra sem voru í bílnum. Bílstjórinn lést í skot- bardaganum. Christian Estrosi, borgarstjóri í Nice, greindi frá því á Twitter í gær- kvöldi að tugir hefðu látist. Hann hvatti íbúa borgarinnar til að halda sig heima. – ih Tugir látnir í Frakklandi 1 5 . j ú l í 2 0 1 6 F Ö S T u d A G u R2 F R é T T i R ∙ F R é T T A B l A ð i ð 1 5 -0 7 -2 0 1 6 0 5 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 0 3 -1 2 7 C 1 A 0 3 -1 1 4 0 1 A 0 3 -1 0 0 4 1 A 0 3 -0 E C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.