Fréttablaðið - 15.07.2016, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 15.07.2016, Blaðsíða 34
Mikilvægi góðs matar í nestiskörf- unni verður seint dregið í efa hvort sem ferðinni er heitið á Þjóðhátíð eða bara út í næsta lystigarð. Eld- aður matur sem gefur væna fyll- ingu og bragðast vel kaldur er sniðugt val í kæliboxið. Einnig réttir sem krefjast þess ekki endi- lega að vera borðaðir af diski með hnífapörum. Hér eru uppskrift- ir að tveimur réttum sem falla undir þessi skilyrði; kalt pasta- salat og mexíkóskar kjúklingator- tillur. Auk þess fær hér að fylgja með uppskrift að múslístöng sem gott er að hafa í vasanum þegar hungrið sverfur að og bæta þarf á orkubirgðirnar á meðan dansað er í Herjólfsdal. Pastasalat með tómötum og ólífum fyrir átta 400 g pastaskrúfur 2 agúrkur, saxaðar ½ laukur, fínsaxaður 10 kirsuberjatómatar, skornir í fernt ¾ bolli steinlausar svartar ólífur, niðurskornar 1 bolli ítölsk salatdressing Sjóðið pastað í saltvatni og kælið það svo. Blandið köldu pasta við agúrku, lauk, tómata og ólífur í stórri skál. Hellið salatdressingunni yfir og blandið vel saman. Setjið í loftþétt box og geymið í kæli. mexíkóskar kjúklingatortillur fyrir tvo 2 msk. ólífuolía 6 mjúkar hveitikökur (tortillur) 175 g rifinn ostur 250 g eldaður kjúklingur, niðurskorinn 2 tómatar, í sneiðum 1 stór lárpera (avókadó) 2 tsk. sítrónusafi Handfylli af söxuðum kóríander Salt og pipar Byrjið á því að búa til guaca- mole. Takið steininn úr lárper- unni, skerið hana í tvennt, af- hýðið og stappið með sítr- ónusafanum. Bætið smávegis kryddi við eftir smekk. Hitið 1 msk. af olíu á steikar- pönnu á meðalhita. Setjið eina tortillu á pönnuna, stráið handfylli af osti yfir annan helming hennar og svo einnig dálítið af kjúklingi og nokkrum tómatsneiðum. Kryddið með salti, pipar og kóríander. Eldið í nokkrar mínútur þar til osturinn er bráðinn, brjótið svo tortilluna til helminga og steikið hana þar til hún er orðin stökk. Takið tortilluna af pönnunni og skerið hana í fernt. Endurtakið með allar tortillurnar. Eftir að tortillurnar hafa kólnað er þeim pakkað inn í bökunarpapp- ír og þær settar í box. Setjið guaca- mole-ið í lítið box og bætið því svo á tortillurnar þegar ætlunin er að gæða sér á þeim. múslístöng með súkkulaði og trönuberjum 12 stangir 2 bollar haframjöl 1 ¼ bolli hnetusmjör 1 bolli mulin hörfræ ¾ bolli hunang ¾ bolli þurrkuð trönuber ½ bolli súkkulaðidropar ¼ bolli saxaðar möndlur Blandið öllum hráefn- um vel saman í skál. Setjið blönduna svo í eldfast mót og þjappið henni vel saman þann- ig að yfirborðið verði slétt. Gott er að nota bakhlið sleifar til þess. Kælið í ísskáp í að minnsta kosti klukkustund. Skerið svo í tólf jöfn stykki og pakkið hverju þeirra inn í bökunarpappír og plastfilmu. Þjóðhátíð Kynningarblað 15. júlí 201614 Brennan, flugeldasýningin og brekkusöngurinn eru hápunktar Þjóðhátíðar fyrir flesta gesti hennar. Dóra Björk Gunnarsdóttir situr í Þjóðhátíðarnefnd 2016. Þjóðhátíð í Vestamannaeyjum hefst föstudaginn 29. júlí og er dagskrá hátíðarinnar stórglæsileg eins og endranær og höfðar til allra ald- urshópa. Boðið verður upp á um 30 tónlistaratriði auk fjölda annarra skemmtiatriða á nokkrum svið- um enda segir Dóra Björk Gunn- arsdóttir, einn meðlima Þjóðhá- tíðarnefndar, það vera markmið Þjóðhátíðarnefndar að bjóða upp á dagskrá sem henti öllum gest- um hátíðarinnar. „Yngstu gest- ir Þjóðhátíðar eru fæddir 2016 og þeir elstu í kringum 1920 þannig að aldursdreifingin hjá hátíðargestum er mjög mikil. Hvert tónlistar- og skemmtiatriði hefur sinn sjarma þó svo að ekkert eitt atriði nái til allra gesta hátíðarinnar.“ Margir vinsæl- ustu tónlistarmenn og hljómsveit- ir landsins troða upp, m.a. Retro Stefson, Quarashi, Jón Jónsson og Úlfur Úlfur. enginn svangur Það eru rúmlega 140 ár síðan Þjóðhátíð var fyrst haldin og hefur hún því eðlilega þróast gegnum árin. Á síðasta ári voru kynntar til sögunnar nýjungar varðandi aðkomuna að hátíðarsvæðinu og segir Dóra Björk að sú þróun muni halda áfram. „Núna eru t.d. allir miðar stafrænir og því verða allir gestir Þjóðhátíðar 2016 „dúddað- ir“ inn í dalinn. Því er mikilvægt að allir mæti með miðana sína út- prentaða en það flýtir mikið fyrir afgreiðslu. Það er gott að minna þá sem keyptu ferjumiða í gegn- um dalurinn.is að passa vel upp á strikamerkið sitt því sama strika- merkið er notað í ferjuna og inn í dalinn. Munavarslan verður að- eins flutt til í dalnum og svo verð- um við með þrjú tjöld á svæð- inu sem sjá um að enginn verður svangur eða þyrstur í dalnum um helgina.“ einstök upplifun Þjóðhátíð er alltaf jafnvinsæl og laðar til sín fólk á öllum aldri, ár eftir ár. „Upplifunin er svo ein- stök, í raun má ekkert mannsbarn missa af Þjóðhátíð. Kærleikur- inn, gleðin og stemningin er ein- stök í dalnum. Brennan, flugeld- arnir og brekkusöngurinn eru há- punktar hátíðarinnar á hverju ári og þá skiptir engu máli þó maður hafi upplifað þetta margoft, upp- lifunin er alltaf einstök.“ Þótt aðalfjörið verði í dalnum á meðan Þjóðhátíð stendur yfir má einnig sækja ýmsa viðburði og þjónustu í bænum. „Veitingastað- ir og verslanir haga opnunartíma sínum eftir dagskrá Þjóðhátíðar á hverju ári. Sundlaugin er sívin- sæll viðkomustaður til að slaka á og fá sér hressandi sundsprett en hún verður opin frá kl. 10-17 á föstudag og milli kl. 10 og 20 laugardag til mánudags. Auk þess verða Eldheimar opnir á laugar- dag og sunnudag frá kl. 13-18 og svo mun karlalið ÍBV mæta FH í bikarkeppninni annaðhvort á fimmtudag eða laugardag en það fer eftir gengi FH-inga í Evrópu- keppninni.“ Kærleikur, gleði og stemning Það er alltaf einstök upplifun að sækja Þjóðhátíð heim um verslunarmannahelgina. Dagskráin er fjölbreytt að venju og boðið upp á mörg glæsileg tónlistaratriði. Fyrir flesta hátíðargesti eru brennan, flugeldasýningin og brekkusöngurinn hápunktar Þjóðhátíðar.  Pastasalat er seðjandi og því sniðugur kostur í ferðanestið.Gott er að grípa sér kjúklingatortillu til matar í tjaldinu á Þjóðhátíð. Gott í gogginn fyrir Þjóðhátíðina Það er sniðugt að vera vel birgur af gómsætum mat á Þjóðhátíð. Hér eru uppskriftir að nokkrum hentugum réttum í kæliboxið sem eru gómsætir heitir jafnt sem kaldir. Pastasalat og kjúklingatortillur eru saðsamir réttir og múslístykki keyrir upp orkuna þegar á þarf að halda. Múslístykki er góm- sætt að fá sér þegar svengdin segir til sín. 1 5 -0 7 -2 0 1 6 0 5 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 0 3 -5 7 9 C 1 A 0 3 -5 6 6 0 1 A 0 3 -5 5 2 4 1 A 0 3 -5 3 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.