Fréttablaðið - 15.07.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.07.2016, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Öll höfum við verið börn og vitum hve berskjaldað-ur maður getur verið á þeim tíma ævinnar. Maður er einhvern veginn svo háður foreldrum sínum og treystir því að þeir sjái um mann, enda er það hlutverk þeirra. En nú er það svo að tíunda hvert barn í heiminum býr ekki svo vel að njóta umönnunar foreldra sinna eða á á hættu að missa hana. Þessi börn eru berskjaldaðri en önnur börn. Og það sem verra er; þau eiga það til að gleymast og verða út undan þegar kemur að aðgerðum yfirvalda í málefnum barna. Að vísu eru málefni barna áberandi í Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna en því miður virðast umkomulaus börn eiga á hættu að verða út undan. Þetta sýnir ný skýrsla[1] sem unnin var fyrir SOS Barnaþorpin í Noregi og nær til fjölda landa. Skýrslan sýnir að þegar stjórnvöld og stofnanir vinna að málefnum barna er oftast notast við gögn um barna- fjölskyldur, þ.e. börn sem búa hjá forráðamönnum. Fyrir vikið verða umkomulaus börn og málefni þeirra oft út undan, börnin eru hvergi skráð og fá ekki þá athygli og aðstoð sem þau þurfa. Slík samfélagsleg einangrun er ekki góð viðbót við foreldraleysið þegar maður er barn. Þessi börn verða sum vinnuþrælar, önnur götubörn og/ eða leiðast út í vændi og enn önnur gerast skæruliðar. Þau gleymdust. Góðu fréttirnar eru þær að SOS Barnaþorpin og ýmsir aðrir aðilar eru að vinna í þessum málum. Ekki dregur það úr áhuga okkar að hverja krónu sem við fjárfestum í að hjálpa umkomulausum börnum í fátækari ríkjum heims fær samfélagið a.m.k. fjórfalt og allt að tífalt til baka[2]. Utanríkisráðuneyti Íslands hefur komið að þessu verk- efni með okkur og m.a. stutt fjárhagslega við fjölskyldu- eflingu SOS í Vestur-Afríku þar sem hjálpinni er beint að þeim börnum sem eiga aðskilnað við foreldra sína á hættu. Þannig hafa íslensk stjórnvöld sýnt ábyrgð í verki og það sama má segja um átta þúsund íslenskar fjölskyld- ur sem eru styrktarforeldrar umkomulausra SOS-barna og þúsundir annarra einstaklinga og fjölskyldna sem styðja við málefnið með ýmsum hætti. [1] In the blind spot. Höfundur: Pia Lang-Holmen. [2] Harvard University, Centre on the Developing Child. (2009) ‘Five numbers to remember about early childhood development’ Gleymdu börnin Ragnar Schram framkvæmda- stjóri SOS Barna- þorpa á Íslandi Ekki dregur það úr áhuga okkar að hverja krónu sem við fjárfestum í að hjálpa umkomu- lausum börnum í fátækari ríkjum heims fær samfé- lagið a.m.k. fjórfalt og allt að tífalt til baka. Brexit ómöguleikinn Theresa May hefur tekið við stjórnartaumunum í Bretlandi. Hröð atburðarás átti sér stað eftir að Bretar kusu að ganga úr ESB og David Cameron er horfinn á brott. May var ein þeirra sem börðust fyrir veru Breta í Evrópusambandinu og töldu stjórnmálaskýrendur að það myndi reynast henni fjötur um fót að leiða viðræður um útgöngu Bretlands þar sem hún væri því mótfallin. May tók allan vafa af og sagði í fréttaviðtali að „Brexit þýddi Brexit“. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra gæti lært margt af nýjum forsætisráðherra Bretlands, en Bjarni taldi það pólitískan ómöguleika að efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu um aðildarvið- ræður Íslands og ESB. Boris, Pútín og trump Heimsmyndin er í sífellu að breytast og nýir einstaklingar taka við stjórnum landa sinna en nú er hinn litríki Boris Johnson orðinn utanríkisráðherra Bretlands. Eftir síðari heimsstyrjöldina settust leiðtogar Sovétríkjanna, Banda- ríkjanna og Bretlands niður á Yalta-ráðstefnunni til að ákvarða nýja heimsskipan. Nú hryllir marga við þeirri tilhugsun að þeir félagar Vladimír Pútín, Donald Trump og Boris Johnson sem fulltrúar sinna þjóða setjist aftur niður í Yalta til að ákvarða nýja heimsskipan. stefanrafn@frettabladid.is 21. SEPT. - 1. OKT. 2016 LANDIÐ HELGA JERÚSALEM Hér er á ferðinni einstök sögu- og menningarferð til Jerúsalem með Sr. Hirti Magna Fríkirkjupresti. NÁNAR Á UU.IS Innifalið er flug, gisting, skattar, íslenskfararstjórn, taska og handfarangur. VERÐ FRÁ 449.900 KR. Ungur erlendur ferðamaður lést í Sveins-gili við Torfajökul í vikunni. Maðurinn var í gönguferð um svæðið og rann af tuttugu metra þykkri íshellu við gilið og út í jökulá síðdegis á þriðjudag.Björgunarsveitarmenn og aðrir sem komu að því að ná manninum upp úr ánni unnu þrek- virki við sérstaklega erfiðar aðstæður. Ótrúlegur fjöldi kom að björgunaraðgerðinni. Mannafli frá Landsbjörg og fleiri björgunarsveitum, lögreglu, Landhelgisgæsl- unni, slökkviliði og fleirum. Mikill tækjabúnaður var nýttur til verksins, sem flytja þurfti langa leið. Í heildina komu tæplega 300 manns að aðgerðunum, þar af um 240 sjálfboðaliðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar skipti sköpum, flutti mannskap og tæki milli staða. Löng ganga var að slysstaðnum, auk þess sem við- bragðsaðilar þurftu að klifra, ár voru vatnsmiklar og þurfti sérútbúin ökutæki til að komast yfir þær og fjarskiptasamband var stopult og olli það vandræðum að geta ekki verið í góðu síma- og talstöðvarsambandi. Þá var veður óhagstætt; rigning, þoka og kalsasamt og skyggni fyrir kafara afar bágborið. Fólk á staðnum var afar þreytt, enda tóku aðgerð- irnar langan tíma. Moka þurfti upp ís, hver og einn entist í um fimm klukkustundir, eftir það voru menn uppgefnir. Einn var fluttur með þyrlu til Reykjavíkur eftir hjartaáfall. Eftir um sólarhringsaðgerðir þurfti að kalla eftir mannskap til að leysa þá af sem staðið höfðu að björguninni. Ekki stóð á viðbrögðunum og nýtt og óþreytt fólk mætti snemma næsta morgun og nokkrir tugir til viðbótar síðar um daginn og leystu af. Þegar verið var að ganga frá tækjum og búnaði við lok aðgerðarinnar í Sveinsgili fékk Landsbjörg annað útkall inn á hálendið þar sem sinna þurfti meðvitund- arlausum manni. Yfirmenn sem stjórnuðu aðgerðum hafa hrósað frá- bæru samstarfi allra sem komu að aðgerðinni, sér í lagi óeigingirni sjálfboðaliða. „Áhugi fólks og þessir sjálfboðaliðar sem við Íslend- ingar eigum eru alveg einstakir,“ sagði Sigurgeir Guð- mundsson, sem fór fyrir svæðisstjórn, í samtali við Vísi í gær. Allir lögðust á eitt að vinna verkið vel og faglega. Þetta slys er aðeins eitt af mörgum sem björgunar- sveitirnar sinna. Þau skipta þúsundum og munu halda áfram að verða. Íslendingar búa við margvíslegar ógnir og ófáir hafa týnt lífi af völdum sjóslysa, snjóflóða, jarð- skjálfta, eldgosa og annarra náttúruhamfara. Í björg- unarsveitunum eru þúsundir meðlima ávallt til taks. Í þetta skiptið tóku hátt í 300 manns sér tíma frá vinnu, sumarfríi og fjölskyldum sínum til að leggja líf sitt og limi í hættu við björgun á ókunnugum, sem allar líkur voru á að fyndist ekki einu sinni á lífi, eins og kom á daginn. Aðgerðir sem þessar gengju ekki eins vel og þær almennt gera hjá björgunarsveitunum okkar nema af því að þær búa yfir reynslu, samhæfni og dugnaði sem ógerlegt er að lýsa. Íslensku björgunarsveitirnar eru þjóðargersemi. Þeim verður seint þakkað að fullu fyrir framlag sitt til þjóðfélagsins. Bestu þakkir Yfirmenn sem stjórnuðu aðgerðum hafa hrósað frábæru sam- starfi allra sem komu að aðgerðinni, sér í lagi óeigingirni sjálfboðaliða. 1 5 . j ú l í 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R12 S k o ð U n ∙ F R É T T A B l A ð i ð SKOÐUN 1 5 -0 7 -2 0 1 6 0 5 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K _ N Y .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 0 3 -3 5 0 C 1 A 0 3 -3 3 D 0 1 A 0 3 -3 2 9 4 1 A 0 3 -3 1 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.