Fréttablaðið - 15.07.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.07.2016, Blaðsíða 4
Smáratorgi, Kópavogi Opið virka daga 11.00-18.00 Laugardaga 11.00-18.00 Sunnudaga 12.00-18.00 Vínlandsleið, Grafarholti Opið virka daga 11.00-18.00 Laugardaga 11.00-16.00 Sunnudaga 13.00-17.00 Markaður Smáratorgi Outlet Grafarvogi 50% 50% 50% 60% 60% LÁGMARKS- AFLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM NÚ 50%50% Landbúnaður Sigurgeir Sindri Sig- urgeirsson, formaður Bændasam- takanna, segir þá fullyrðingu ekki standast að með nýjum búvöru- samningum myndi framleiðsla aukast á svæðum sem mættu ekki við aukningunni og leiða til þess að gengið yrði á landgæði. Jóhann Pétur Ágústsson, formaður Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum, lýsti yfir áhyggjum sínum af ofbeit vegna nýrra samninga í frétt Fréttablaðs- ins í gær. „Þarna er hann að spá fyrir um að framleiðsla muni aukast á ein- hverjum ákveðnum svæðum. Það er ekki gott að segja til um það hvern- ig framleiðslan mun þróast. Hins vegar er hann að halda því fram að samningurinn leiði til þess að ofbeit verði á einhverjum svæðum. Það er algjörlega út í hött,“ segir Sindri. Þá segir hann sérstaklega kveðið á um í samningunum að ná utan um beitarmálin. Það eigi að ráðast í sér- stakt rannsóknarverkefni til að ná utan um mat á gróðurauðlindum. „Það þýðir að við ætlum með þess- um samningi að tryggja enn og betri landnýtingu og að hún sé sjálfbær alls staðar á landinu,“ segir Sindri. „Það er ekki þannig að menn gætu fjölgað alls staðar á svæðum þar sem er minni beit. Það mun ekki standast þennan samning. Þetta er út í hött,“ segir Sindri og bætir því við að eitt markmiða samningsins sé að tryggja sjálfbæra landnýtingu og fjármunir verði lagðir í að tryggja að hún verði sem best. Jóhann Pétur lýsti áhyggjum sínum af því að samningarnir kæmu illa við sauðfjárbændur á Vestfjörðum. Sagði hann samninga jaðarfjandsamlega. Sauðfjárbændur samþykktu samningana í atkvæða- greiðslu í mars en sagðist hann telja að nánast enginn á Vestfjörðum hefði greitt atkvæði með þeim. Sindri segir ekki hægt að vísa til þess að ákveðin svæði lendi verr í þessu en önnur. Málið snúist um svokallað ásetningshlutfall, hlut- fallið á milli ærgilda og fjölda fjár á fóðrum yfir veturinn. „Samningur- inn kemur misjafnlega við bændur eftir því hvert þeirra ásetningshlut- fall er. Það er mismunandi eftir svæðum og innan svæða,“ segir Sindri og bætir því við að einhverjir bændur á Vestfjörðum gætu komið vel út úr samningum á meðan aðrir kæmu verr út úr þeim. Þá segir hann samninga kveða á um að Byggðastofnun eigi að útfæra svæðisbundinn stuðning. Þó sé ekki ljóst hvernig útfærsla Byggðastofn- unar verði. thorgnyr@frettabladid.is Fullyrðingar um ofbeit út í hött Formaður Bændasamtakanna segir áhyggjur formanns Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum um ofbeit út í hött. Í samningunum sé kveðið á um sjálfbæra landnýtingu og rannsókn á gróðurauðlindum. Hann segir ekki hægt að segja bændur á sumum svæðum lenda verr í samningunum en á öðrum. Sauðfé í réttum. Fréttablaðið/Vilhelm Næst ekki í fjármálaráðherra Fréttastofa hefur reynt ítrekað und- anfarna daga að ná tali af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Ekki hefur þó náðst í fjármálaráð- herrann enn. Það er ekki þannig að menn gætu fjölgað alls staðar á svæðum þar sem er minni beit. Það mun ekki standast þennan samning. Þetta er út í hött. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bænda- samtakanna angela merkel telur að samtal milli rómar og brussel muni leiða til góðrar lausnar á bankakrísunni. Fréttablaðið/ePa ÍtaLÍa Ítalska bankakerfið er að hruni komið sökum lána sem ólíklegt er að verði nokkurn tím- ann endurgreidd að fullu. Það sem af er ári hafa hlutabréf í stærstu bönkum landsins lækkað um allt að sjötíu prósent. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, telur þó að lausn muni finnast á málinu. Lán í vanskilum í ítalska banka- geiranum nema nú 360 milljörðum evra, jafnvirði 49.000 milljarða íslenskra króna, og eru um sautján prósent af heildarbankalánum á Ítalíu. Upphæðin nemur fimmt- ungi af vergri árlegri landsfram- leiðslu Ítalíu. Business Insider greinir frá því að lélegu lánin hafi margfaldast frá byrjun fjármálakreppunnar árið 2008, auk þess sem ítalska hagkerfið sé ennþá átta prósentum minna en fyrir kreppuna. Hluta- bréf í ítölskum bönkum hafa hríð- fallið á árinu. Í gær höfðu hlutabréf í Banco Popolare lækkað um 51 prósent það sem af er ári, hluta- bréf í Unicredit um 21 prósent og í Banca Monte dei Paschi di Siena um 71 prósent. Greiningaraðilar óttast smitáhrif til annarra evrópskra banka, og að mögulega sé önnur fjármálakreppa í aðsiglingu. Leiðtogar Evrópuríkja sem funduðu í vikunni telja þó að lausn muni finnast í málinu. – sg Ítalía á barmi bankakreppu danMÖrK Að minnsta kosti 32 fangar sem eru í genginu Loyal To Familia hafa sent umboðsmanni danska þingsins bréf og kvartað undan með- ferðinni sem þeir fá í dönskum fang- elsum. Danska ríkisútvarpið hefur það eftir lögmanni fanganna að þeim finnist fangaverðir koma verr fram við þá en félaga í öðrum gengjum, eins og til dæmis Hells Angels og Bandidos. Félagar í Loyal To Familia hafa verið fluttir milli fangelsa og einangraðir. Formaður félags fangavarða viður- kennir að fangarnir fái sérmeðferð. Það sé til að tryggja öryggi fangavarða sem orðið hafi fyrir árásum. – ibs Fangar kvarta undan mismunun Fangarnir fá sérmeðferð til að tryggja öryggi fangavarða. NordicPhotoS/aFP SVÍÞJÓð Nemi í námsflokkum á Skáni í Svíþjóð bauð í tölvupósti kennara 15 þúsund sænskar krónur, eða um 225 þúsund íslenskar krón- ur. Í staðinn vildi nemandinn fá vilyrði fyrir því að hann næði prófi. Kennarinn þáði ekki múturnar og kærði námsmanninn til lögreglu. Deild á vegum ríkisins sem fer með spillingarmál hefur sektað manninn um 19.500 sænskar krónur en það samsvarar um 290 þúsundum íslenskra króna. Neiti námsmaðurinn að greiða fer málið fyrir dómstól, að því er kemur fram í sænskum fjölmiðlum. – ibs Reyndi að múta kennara sínum Sigið varð mest 65 metrar í miðju öskjunnar. myNd/auðuNN eLdgoS Aldrei í sögunni hefur vís- indamönnum tekist að fylgjast jafn vel með öskjusigi eins og í Bárðar- bungu fyrir tveimur árum. Íslenskir vísindamenn eru aðalhöfundar greinar í tímaritinu Science þar sem ítarlega er fjallað um atburðinn sem orsakaði Holuhraunsgosið, stærsta eldgos hérlendis frá Skaftáreldum. „Öskjusig fylgja öllum stærstu gosum sem verða. Á síðustu hundrað árum hafa orðið sjö öskjusig í heim- inum og þetta er það fyrsta sem tókst að mæla mjög nákvæmlega alveg frá upphafi og til enda,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarð- eðlisfræði. Samtals eru 48 vísindamenn frá fjórtán stofnunum í níu löndum skrif- aðir fyrir greininni. „Náið samstarf Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er lykillinn að þessu, en jafn- mikilvægir eru okkar góðu erlendu samstarfsaðilar,“ segir Magnús Tumi, sem er fyrsti höfundurinn. – kmu, ih Nákvæmar mælingar á öskjusigi Bárðarbungu einstakar Á síðustu hundrað árum hafa orðið sjö öskjusig í heiminum og þetta er það fyrsta sem tókst að mæla mjög nákvæmlega alveg frá upphafi og til enda. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. 1 5 . J ú L Í 2 0 1 6 F Ö S t u d a g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b L a ð i ð 1 5 -0 7 -2 0 1 6 0 5 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 0 3 -2 6 3 C 1 A 0 3 -2 5 0 0 1 A 0 3 -2 3 C 4 1 A 0 3 -2 2 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.