Fréttablaðið - 15.07.2016, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 15.07.2016, Blaðsíða 32
Þjóðhátíð Kynningarblað 15. júlí 201612 Gerður Kristný á góðar minningar frá Þjóðhátíð og er afar þakklát þeim sem stal tjaldinu hennar. Gerður Kristný, rithöfundur og ljóðskáld, heillaðist strax á sinni fyrstu Þjóðhátíð og fær alltaf fiðring þegar nálgast verslun­ armannahelgina. „Þegar kemur fram á mitt sumar stend ég mig að því að raula Eyjalög, sér í lagi Vináttu með Hreimi og Lunda­ kvartettinum því það er þjóðhá­ tíðarlagið mitt. Ég fór á Þjóðhátíð í Eyjum sumarið 2002 til að skrifa bókina Ég veit þú kemur. Hátíðin er ævintýri líkust. Fólkið sem ég kynntist þar var mér svo gott. Lík­ lega er ég samt þakklátust þeim sem stal Tal­tjaldinu mínu. Mig langaði aldrei mikið til að þurfa að gista í því.“ hvar er tjaldið? Gerður Kristný byrjar að raula Eyjalög um mitt sumar og saknar ekkert Tal-tjaldsins sem var stolið af henni í Herjólfsdal á Þjóðhátíð 2002. „Mér finnst hátíðin hafa breyst til batnaðar og það er flottara ungt fólk að sækja hátíðina í dag en þegar ég var ungur. Það var ansi mikið drukkið á þeim árum og ég man að þegar við vorum að byrja að reka veitingastaðinn þá vorum við mikið að pæla í því hvort við þyrftum ekki að færa ákveðin hús­ gögn og taka myndir og skraut af veggjunum því við reiknuðum með svo slæmri umgengni. En allir sem koma til okkar ganga mjög vel um og af virðingu fyrir staðnum,“ segir Sigurður og bætir við: „Yfir daginn er miklu siðmenntaðra andrúms­ loft en var fyrir tuttugu árum. Og skipulagið er miklu betra, gæslan meiri og utanumhaldið betra. Allir eru svo einbeittir í því að þetta gangi vel.“ Hann segir Eyjamenn enn taka virkan þátt í hátíðinni. „Fjöl­ skyldan mín hefur til dæmis alltaf verið með hvítt tjald inni í dal og þegar pabbi og mamma treystu sér ekki lengur til að vera með allan þungann af því þá tók bara næsta kynslóð við. Hvítu tjöldunum þar sem heimamenn taka á móti gest­ um fækkar ekkert milli ára. Og mikið af hefðum sem við fjölskyld­ an höfum í heiðri, kjötsúpa hjá bróð­ ur mínum á föstudeginum, vinir okkar sem koma sumir á hverju ári og svo framvegis.“ Sigurður rekur veitingastað­ inn Gott í Vestmannaeyjum ásamt konu sinni Berglindi Sigmarsdótt­ ur en þau eru bæði innfæddir Eyja­ menn. „Við erum  á fullu á veitinga­ staðnum alla hátíðina en reynum að missa ekki af brennunni og flug­ eldasýningunni og brekkusöngnum á sunnudeginum. Við lokum veit­ ingastaðnum klukkan átta á kvöldin svo starfsfólkið og allir komist inn í dal og svo fáum við fullt af kokkum og fólki í salinn til að aðstoða okkur svo heimafólkið geti notið hátíðar­ innar.“ Á Þjóðhátíð tíðkast það að Eyjamenn bjóða vinum og ættingj­ um af meginlandinu að gista og Sig­ urður kann skondna sögu af Þjóðhá­ tíð sem tengist því. „Fyrir nokkrum árum bjó bróðir minn í millibils­ ástandi í kjallaranum heima hjá pabba og mömmu  og  hann  átti rosaflott vatnsrúm. Þegar hann kemur heim á laugardagskvöldið þá liggur einhver í rúminu hans. Hann gengur náttúrlega út frá því að mamma hafi leyft einhverj­ um að gista og leggst bara á gólf­ ið og sefur þar um nóttina. Svo kemur hann upp í eldhús morgun­ inn eftir og spyr mömmu: „Hvaða frændi er í rúminu mínu núna?“ Þá segir mamma: „Hvaða frændi? Ég leyfði engum að gista, ég hélt að þetta væri einhver vinur þinn!“ Svo þau fara niður að kanna málið og  vekja manninn sem hrýtur í fína vatnsrúminu og spyrja hver hann sé og hvaða erindi hann eigi heim til þeirra. Þá snýr maðurinn sér við og segir: „Ha? Er þetta ekki skátaheimilið?“ Þetta sýnir hvernig bærinn er undirlagður af hátíðinni og gestrisnin allsráðandi.“ Bærinn allur undirlagður Sigurður Gíslason er Vestmannaeyingur í húð og hár og hefur sótt Þjóðhátíð frá því hann fæddist. Honum finnst hátíðin fara batnandi og segir ungt fólk almennt sýna betri umgengni en fyrir tuttugu árum. Árið 1982 var Þjóðhátíð í Vest­ mannaeyjum ekki haldin um verslunarmannahelgina heldur viku síðar, dagana 6. til 8. ágúst. Ástæðan var sú að árinu áður hafði farið fram mikil umræða meðal heimamanna um fyrir­ komulag hátíðarinnar. Mörgum þótti of hátt hlutfall gesta vera aðkomumenn, á meðan of marg­ ir Eyjamenn flúðu upp á land meðan hátíðin stóð yfir. Auk þess var stærstur hluti skemmtikrafta undanfarinna ára af meginland­ inu og lítið um heimamenn í hópi skemmtikrafta. Það var íþróttafélagið Þór sem sá um skipulag Þjóðhátíðar 1982 og var tekin sú ákvörðun að hafa Þjóðhátíð í svokölluðum Eyjastíl þar sem flestir skemmtikraft­ ar voru úr röðum heimamanna á meðal þeirra 60 atriða sem boðið var upp á. Breytt fyrirkomulag skilaði þó ekki mörgum gestum og varð mikið tap á hátíðinni. Síðan þá hefur fyrirkomulag hennar verið óbreytt; hún er haldin um versl­ unarmannahelgi, flestir af fræg­ ustu listamönnum þjóðarinnar skemmta þar og gestir af megin­ landinu eru jafnan í miklum meirihluta. Hátíðin er helst eftirminnileg fyrir þær sakir að Stuðmenn tóku upp rigningaratriðið fræga frá Brekkusviðinu sem birtist síðar í kvikmyndinni Með allt á hreinu.  Aðeins öðruvísi Þjóðhátíð Sigurður og Berglind á góðri stundu í dalnum á Þjóðhátíð. Ragnhildur Gísladóttir og Egill ólafsson í léttri sveiflu í dalnum árið 1982. Mjög góð stemning ríkti í dalnum á meðan Stuðmenn léku sín vinsælustu lög. 1 5 -0 7 -2 0 1 6 0 5 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 0 3 -4 3 D C 1 A 0 3 -4 2 A 0 1 A 0 3 -4 1 6 4 1 A 0 3 -4 0 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.