Fréttablaðið - 15.07.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.07.2016, Blaðsíða 16
✿ Ísland hefur farið upp fyrir 109 þjóðir á FIFA-listanum á 48 mánuðum 1 3 4 2 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 3132 33 34 35 36 37 38 39 40 4142 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 5758 59 60 61 626364 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 9899 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 1 Holland (8. sæti) 2 Danmörk (10.) 3 Rússland (11.) 4 Grikkland (12.) 5 Fílabeinsstr, (16.) 6 Svíþjóð (17.) 7 Tékkland (19.) 8 Japan (22.) 9 Ástralía (24.) 10 Noregur (25.) 11 Írland (26.) 12 Paragvæ (27.) 13 S-Kórea (29.) 14 Bosnía (31.) 15 Gana (32.) 16 Slóvenía (33.) 17 Alsír (34.) 18 Serbía (35.) 19 Bandaríkin (36.) 20 Líbýa (38.) 21 Malí (39.) 22 Egyptaland (40.) 23 Túnis (41.) 24 Gabon (42.) 25 Sambía (44.) 26 Úkraína (45.) 27 Skotland (46.) 28 Perú (47.) 29 Íran (48.) 30 Eistland (49.) 31 Svartfjallal. (50.) 32 Rúmenía (51.) 33 Venesúela 34 Belgía 35 Panama 36 Armenía 37 Síerra Leóne 38 Nígería 39 Kamerún 40 Austurríki 41 Senegal 42 Kostaríka 43 Úsbekistan 44 El Salvador 45 Hondúras 46 Jamaíka 47 Suður-Afríka 48 Marokkó 49 Kína 50 Lettland 51 Mið-Afríkulýðv. 52 Finnland 53 Bólivía 54 Albanía 55 Gínea 56 Hvíta-Rússland 57 Benín 58 Grænhöfðaeyjar 59 Kanada 60 Haítí 61 Trín. og Tóbagó 62 Ísrael 63 Jórdanía 64 Írak 65 Angóla 66 Litháen 67 Búrkína Fasó 68 Gvatemala 69 Úganda 70 Malaví 71 Norður-Kórea 72 Vestur-Kongó 73 Óman 74 Búlgaría 75 Nýja-Sjáland 76 Kúvæt 77 Georgía 78 Katar 79 Tógó 80 Ant. og Barbúda 81 Norður-Írland 82 Barein 83 Makedónía 84 Súdan 85 Sádi-Arabía 86 Simbabve 87 Mósambík 88 Aserbaídsjan 89 Gvæjana 90 Lúxemborg 91 Miðbaugs-Gínea 92 Botsvana 93 St. Krist. /Nevis 94 Namibía 95 Austur-Kongó 96 Níger 97 Líbería 98 Tsjad 99 Dómin. lýðv. 100 Bermúda 101 Sam. arab. furstadæmin 102 Eþíópía 103 Kýpur 104 Túrkmenistan 105 Rúanda 106 Kenýa 107 Líbanon 108 Tansanía 109 Gambía FótboltI Lars Lagerbäck kveður íslenska karlalandsliðið í betri stöðu en það hefur nokkurn tímann verið á FIFA-listanum og það afrek verður enn meira þegar staðan í dag er borin saman við stöðuna fyrir rétt tæpum 48 mánuðum. Íslenska liðið hefur farið upp fyrir 109 þjóðir á listanum á þessum tíma. Liðið fór hratt upp listann til að byrja með, þökk sé frábærum sigrum í undankeppni HM 2014 og tók nú sögulegt stökk á nýjasta listanum eftir eftirminnilega frammistöðu sína á EM í Frakklandi. Enn ein sönnunin Það verður alltaf erfiðara að hækka sig þegar liðið er komið í hóp 40 bestu knattspyrnuþjóða heims og tólf sæta stökkið í gær er enn ein sönnun þess hversu magnað sumar- ið 2016 var fyrir íslenskan fótbolta. Fyrir tæpum fimmtán hundruð dögum var Svíinn Lars Lagerbäck að undirbúa íslenska landsliðið fyrir fyrsta leikinn í undankeppni HM 2014. Íslenska liðið hafði aðeins unnið fimm af síðustu 38 leikjum sínum í undankeppni HM eða EM og sat þarna í 130. sæti FIFA-listans. Lagerbäck tók við liðinu í árslok 2011 og stýrði því í fjórum vináttu- leikjum um veturinn og vorið sem allir töpuðust. Liðið féll niður um tæp 30 sæti á þessum fyrstu átta mán- uðum Lars í starfi enda var sá sænski að prófa sig áfram og leita að sínu liði. Það varð fljótlega til sú skemmti- lega hefð hjá Lagerbäck að ná miklu betri árangri í keppnisleikjum en í vináttuleikjunum þar sem úrslitin skiptu litlu sem engu máli. 120 sætum neðar en Danir FIFA-listinn kom út 8. ágúst 2012 og Ísland var 120 sætum neðar en Danmörk. Fram undan var leikur á móti Norðmönnum í undankeppni EM í september en norska liðið var 105 sætum ofar en Ísland á þessum haustlista eða í 25. sæti FIFA-listans. Ísland vann vináttuleik á móti Fær- eyjum á Laugardalsvellinum í ágúst en Færeyingar voru þá bara 23 sætum á eftir Íslandi á listanum. Íslenska liðið fagnaði síðan 2-0 sigri á Noregi í fyrsta leik undankeppni HM 2014 og fékk því sannkallaða draumabyrjun. Við tóku ótrúleg fjögur ár þar sem hróður Íslands jókst innan fótbolta- heimsins og miðar á landsleikina seldust upp á mettíma. Íslendingar voru orðnir stoltir af landsliðinu sínu og með alla jákvæðnina í farteskinu lagði liðið af stað í mikið ævintýri. Tveir sigrar á bronsliði Hollendinga frá síðustu heimsmeistarakeppni tryggðu íslenska liðið inn á sitt fyrsta stórmót. Strákarnir létu ekki þar við sitja heldur mættu á Evrópumótið í Frakklandi til að gera alvöru hluti. Íslenska liðið tryggði sér sigur á Austurríki í uppbótartíma í lokaleik riðilsins og sló síðan Englendinga út úr sextán liða úrslitunum. Þrátt fyrir 5-2 tap á móti Frökkum í átta liða úrslitunum stóð íslenska liðið uppi sem einn af sigurvegurum mótsins. Víkingaklappið og frammistaða íslensku áhorfendanna átti mikinn þátt í því en það var táknmynd þess sem hafði breyst hvað mest í þjálf- aratíð Lars Lagerbäck. Nú voru allir í sama fótboltaliðinu og íslensku strákarnir fengu nú ómet- anlega stuðning í gegnum súrt og sætt í stað þess að spila fyrir hálftómum Laugardalsvellinum þegar verst gekk fyrir nokkrum árum. Langbestir á Norðurlöndum Íslenska liðið er nú langbesta liðið á Norðurlöndum, átján sætum ofar en Svíar sem koma næstir. Þetta eru mestu yfirburðir meðal Norður- landaþjóða í sjö ár eða síðan Danir voru síðast í hópi tíu bestu knatt- spyrnuþjóða heimsins haustið 2009. Íslenska liðinu tókst að hoppa upp um 109 sæti á FIFA-listanum á tæpum 48 mánuðum og þetta hljóta að vera einhver ótrúlegustu fjögur ár þjóðar í sögu FIFA-listans. Fréttablaðið tók það saman hvaða 109 þjóðir hafa þurft að gefa eftir í rússíbanareið íslenska liðsins inn í hóp 22 bestu knattspyrnuþjóða heims. Það er langur lestur að fara í gegn- um listann en um leið afar athyglis- verður. Heimskortið hér á síðunni segir þessa sögu af hraðferð íslenska liðsins upp heimslistann á mynd- rænan hátt. Afríkuríkið Níger situr nú í umræddu 130. sæti og hver veit nema mennirnir á skrifstofu sam- bandsins séu nú að leita að síma- númeri Lars Lagerbäck. ooj@frettabladid.is Ótrúleg fjögur ár á FIFA-lista Aðeins 21 knattspyrnulandslið er fyrir ofan Ísland á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambands- ins sem kom út í gær. Ísland er í 22. sæti og hefur aldrei verið ofar. 109 þjóðir hafa þurft að gefa eftir sæti sitt. Íslenska landsliðið fór níu sinnum upp um tíu sæti eða meira í einu í þjálfaratíð Svíans Lars Lagerbäck. Ísland fékk fleiri FIFA- stig fyrir að vinna Austurríki á EM (1.692,9) en fyrir að vinna England (1.683,99) í 16 liða úrslitunum á EM. Raðað eftir sætum (innan sviga í fyrstu tveimur röðum) sem þjóðirnar voru í á FIFA-listanum í ágúst 2012. Evrópudeildin í fótbolta KR - Grasshopper 3-3 0-1 Ridge Munsy (18.), 0-2 Nikola Gjorgjev (35.), 1-2 Morten Beck Andersen (46.), 2-2 Andersen (50.), 2-3 Caio (59.), 3-3 Óskar Örn Hauksson, víti (77.). KR-ingar voru 0-2 undir í hálfleik en Morten Beck Andersen jafnaði metin með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks eftir að hafa komið inn á sem varamaður í leikhléi. Óskar Örn Hauksson jafnaði svo metin í 3-3 sem eru fín úrslit fyrir KR úr því sem komið var. Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson lék sinn fyrsta mótsleik fyrir Grasshopper og lagði annað mark liðsins upp. Í dag 08.00 Opna breska Golfstöðin 18.00 Demantamótaröðin Sport 20.00 Pepsímörk kvenna Sport 2 23.45 Box Kovalev-Chilemb. Sport SVEINN ARoN FETAR Í FÓTSpoR pABBANS oG AFANS Sveinn Aron Guðjohnsen, 18 ára framherji, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Val. Sveinn Aron kemur frá HK en hann skoraði fimm mörk í 10 leikjum með Kópavogsliðinu í 1. deildinni í sumar. Sveinn Aron verður þriðji Guðjohnsen-ættliðurinn sem spilar fyrir Val en áður höfðu faðir hans og afi leikið með félaginu við góðan orðstír. Faðir Sveins Arons, Eiður Smári Guðjohnsen, lék með Val árið 1994 þegar hann skoraði sjö mörk í 17 leikjum. Fjórum árum síðar gekk afi Sveins Arons, Arnór Guð- johnsen, í raðir Vals. Hann lék 41 deildarleik fyrir Hlíðar- enda- félagið á þremur árum og skoraði 22 mörk. FRáBæR FyRSTI HRINGuR Hjá pHIL MIcKELSoN phil Mickelson lék frábærlega á fyrsta degi opna breska meistaramótsins í golfi. Mickelson lék fyrsta hringinn á 63 höggum, eða átta undir pari. Hann var grátlega nálægt því að fara fyrsta hringinn á 62 höggum og verða þar með fyrstur til að afreka það á risamóti. Banda- ríkjamaðurinn patrick Reed og Þjóðverjinn Martin Keymar koma næstir á 66 höggum, eða fimm undir pari. ástralinn jason Day, efsti maður heimslistans, fann sig ekki á fyrsta degi mótsins og lék á tveimur höggum yfir pari. Næstu menn á heimslistanum, Banda- ríkjamennirnir Dustin johnson og jordan Spieth, léku báðir á 71 höggi í gær, eða á pari vallarins. Verður Willum æviráðinn eftir þessa velgengni? Fram- sóknarflokkurinn er hvort eð er sökkvandi skip Maggi Pera @maggiperan 1 5 . j ú l Í 2 0 1 6 F Ö S t U D A G U R12 S p o R t ∙ F R É t t A b l A ð I ð Sport 1 5 -0 7 -2 0 1 6 0 5 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 0 3 -1 C 5 C 1 A 0 3 -1 B 2 0 1 A 0 3 -1 9 E 4 1 A 0 3 -1 8 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.