Fréttablaðið - 15.07.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.07.2016, Blaðsíða 6
Framkvæmdir við Hverfisgötu Bretland Theresa May, nýr for- sætisráðherra, beið ekki lengi með að stokka upp í ríkisstjórninni. Hún losaði sig við alla lykilráðherra fyrri stjórnar en fékk til liðs við sig nokkra helstu forsprakka útgöngusinna. Mesta furðu hefur skipan Boris Johnson í embætti utanríkisráðherra vakið. Hann er sá stjórnmálamaður breskur sem átti líklega einna stærst- an þátt í því að tryggja sigur útgöngu- sinna í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Evrópskir ráðamenn hafa ekki vandað honum kveðjurnar og fyrstu spurningarnar til hans frá breskum fjölmiðlamönnum snúast um það, hvort hann þurfi ekki að byrja á að biðjast afsökunar á að hafa móðgað leiðtoga víða um heim. Til dæmis Barack Obama Bandaríkjaforseta, Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Recep Tayyip Erdogan, forsætisráð- herra Tyrklands. „Ég vildi að þetta væri brandari, en ég óttast að svo sé ekki,“ skrifaði Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, á Twitter-síðu sína þegar tilkynnt var að Johnson yrði utan- ríkisráðherra. „Satt að segja finnst mér þetta fyrir neðan allar hellur. Þetta er ekki bara sársaukafullt fyrir Bretland, þetta er sársaukafullt fyrir Evrópusamband- ið,“ sagði Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands. Og Jean-Marc Ayrault, utanríkis- ráðherra Frakklands, er ekki sáttur: „Í kosningabaráttunni laug hann ítrekað að bresku þjóðinni, og nú er það hann sem öll spjót standa á,“ sagði hann. „Ég þarf að geta samið við einhvern sem talar skýrt og er bæði trúverðugur og áreiðanlegur.“ Philipp Hammond, sem var utanríkisráðherra í stjórn Came- rons, verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar. Hann sagði í gær ljóst að við útgöngu úr ESB myndi Bretland missa aðgang sinn að sameigin- legum markaði aðildarríkjanna. Semja þurfi um viðskiptaaðgang upp á nýtt: „Ég vil sjá okkur semja um aðgang að innri markaðnum fyrir bresk fyrirtæki, svo við getum haldið áfram að selja vörur okkar og þjónustu inn á markað Evrópusam- bandsins og haldið áfram að njóta þess að fá vörur og þjónustu frá Evrópusambandinu hingað, eins og verið hefur.“ – gb Val á utanríkisráðherra vekur hörð viðbrögð Evrópskir ráðamenn furða sig á því að Boris Johnson verði utanríkisráðherra Bretlands. Utanríkisráðherra Þýskalands segir þetta fyrir neðan allar hellur og utanríkisráðherra Frakklands segir að erfitt verði að treysta honum vegna lyga. Ég vildi að þetta væri brandari, en ég óttast að svo sé ekki. Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar Boris Johnson er umdeildur stjórn- málamaður og nýr utanríkisráðherra Bretlands. NordicPhotos/AFP Það er eyðilegt húsið við Hverfisgötu sem erlendu ferðamennirnir gengu burt frá í gær. Þó má enn sjá málverk á einni hæð hússins. Miklar framkvæmdir hafa verið á Hverfisgötunni síðustu mánuði. FréttABlAðið/eyþór 1 5 . j ú l í 2 0 1 6 F Ö S t U d a G U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 1 5 -0 7 -2 0 1 6 0 5 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 0 3 -3 9 F C 1 A 0 3 -3 8 C 0 1 A 0 3 -3 7 8 4 1 A 0 3 -3 6 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.