Fréttablaðið - 15.07.2016, Blaðsíða 11
fyrir hatursorðræðu voru karlar, en í
flestum tilvikum voru það karlmenn
sem settu fram hatursfull ummæli.
Þau sýndu líka fram á að það voru
ákveðin málefni þar sem þetta verð-
ur til. Það voru málefni flóttamanna,
femínismi og Ísrael-Palestínudeilan.
Þegar var verið að ræða þessi mál þá
var hatursorðræðan sem mest. Ef við
reynum að heimfæra þetta hingað
þá er ég ung kona af erlendum upp-
runa að hluta til, og er mikið að fjalla
um þessi mál. Maður er að tikka í
öll boxin hjá þessum fordómafullu
netníðingum. Þetta er stórt og mikið
vandamál og mikilvægt að það komi
fram, hatursorðræða á internetinu,
fordómar og vaxandi þjóðernis-
hyggja er eitt af stóru vandamálum
samtímans. Það hefur verið svo auð-
velt fyrir fordómafulla einstaklinga
að nota internetið til þess að níðast
á fólki. Það er kannski það sem er
stóra breytingin í þessu máli. Inter-
netið er svo auðvelt verkfæri til þess
að níðast á fólki. Einelti á netinu
tekur á sig margar myndir.“
Hún segir mikinn meirihluta
þeirra sem láta hatursfull ummæli
falla um hana vera fólk sem er
komið af léttasta skeiði. „Þetta er
örugglega 97 prósent eldra fólk.“
Fylgir engri trú
Sema er alveg jafn stolt af því að vera
Tyrki og Íslendingur. „Ég hef alltaf
talið það forréttindi að tilheyra
tveimur menningarheimum, enda
held ég að það hafi gert mig að þeirri
manneskju sem ég er í dag. Sjálf fylgi
ég ekki neinni trú, ekki frekar en
neinn í minni fjölskyldu hér heima
eða úti.“
Sema segir baráttuna ekki snúast
um sig. „Þetta snýst um mannrétt-
indi og réttlæti. Þetta snýst um
alla hina. Það geta verið margar
ástæður fyrir því að fólk getur ekki
tekið þessa baráttu sjálft, til dæmis
tungumálaörðugleikar. Samkvæmt
síðustu rannsókn sem var gerð 2014,
kom fram að meira en 70 prósent
innflytjenda á Íslandi hafa fundið
fyrir fordómum. Þessir fordómar
birtast víða, í skólanum, vinnunni,
verri þjónustu eða afgreiðslu í versl-
un. Síðan springur allt út á netinu.“
En af hverju stafar þessi ótti gagn-
vart minnihlutahópum?
„Ég held það sé fyrst og fremst
vanþekking og skortur á upplýs-
ingum. Það er eðlilegt að sumu leyti
að óttast eitthvað sem maður þekkir
ekki. Rannsóknir hafa sýnt að andúð
í garð innflytjenda er mest þar sem
eru hvað fæstir innflytjendur. Það
er eðlilegt. Við óttumst öll eitthvað
og sérstaklega það sem við þekkjum
ekki. En við þurfum að velta fyrir
okkur hvar ábyrgðin liggur. Einhvers
staðar verður þessi ótti til. Þú vaknar
ekki einn daginn og ákveður að hata
alla múslima af því þeir eru hryðju-
verkamenn. Það er margt sem spilar
inn í. Þó að við berum öll ábyrgð að
einhverju leyti þá bera stjórnmála-
menn og fjölmiðlar mikla ábyrgð.
Þeir hafa margir hverjir ekki axlað
þessa ábyrgð. Til dæmis um dag-
inn var verið að hvetja fyrirtæki til
að sniðganga Útvarp Sögu vegna
einhvers sem þar fór fram. Um
klukkustund síðar hafði einhver
stigið fram og sagt að ég stæði fyrir
þessari herferð. Sem ég get alls ekki
tekið heiðurinn af. Úr varð tveggja
daga yfirferð Útvarps Sögu á mér.
Ég var tekin fyrir. Ég tel að þessi
útvarpsstöð sé ein þeirra sem eru
að ala á fordómum, ótta og hatri og
þarna fengum við skýrt dæmi – bæði
stjórnendur og innhringjendur,
sögðu að ég væri kúgari, ISIS-liði,
kommúnisti og hryðjuverkamaður.
Ég fékk ógeðsleg skilaboð og hring-
ingar. Var kölluð múslimadjöfull og
arabatussa.“
Vilja múslima burt
Hún nefnir Ásmund Friðriksson,
þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem
dæmi um stjórnmálamann sem elur
á ótta.
„Hann kom fram í fyrra og spurði
hvort það væri ekki búið að skoða
bakgrunn allra múslima á Íslandi.
Hvort það sé búið að skoða hvort
þeir tengist hryðjuverkasamtökum.
Þarna er í fyrsta lagi um rosalega
stóra alhæfingu að ræða. Það er
alveg sama hvort þú ert að tala um
múslima eða aðra, þú tekur ekki
svona hóp af fólki og alhæfir með
þessum hætti. Hann er að setja fram
þá spurningu hvort allir múslimar
á Íslandi séu hryðjuverkamenn.
Hvernig á fólk að túlka þetta? Hann
hefur talað mikið til dæmis um
málefni hælisleitenda. Hvort það
eigi ekki að loka Keflavíkurflugvelli
og senda allt þetta fólk bara heim.
Og maður spyr bara, hvert heim?
Þetta fólk á hvergi heima. Þetta er
ábyrgðarlaust. Ég ætla ekki að segja
að þetta sé óvart. Þetta er þekkt.
Það er uppgangur öfgahægriafla í
Evrópu sem er að vaxa og komast til
valda. Við sjáum það að nú er búið
að stofna Íslensku þjóðfylkinguna
sem vill ekki mosku á Íslandi og vill
afnema trúfrelsi. Þarna ertu farinn
að troða á grundvallarréttindum
einstaklinga og stjórnarskrárvörð-
um réttindum. Þau tala um ýmis-
legt annað, en grunnurinn í þessu
er að þau hafna fjölmenningu og
vilja ekki múslima eða mosku. Það
er gríðarlegt áhyggjuefni.“
Brexit skýrt dæmi
Hún nefnir Brexit-kosningabarátt-
una sem dæmi um alvarlegar afleið-
ingar þess að ala á ótta.
„Það kemur niðurstaða í þessa
atkvæðagreiðslu. Bretar vakna dag-
inn eftir og það er bara allt í lagi
að vera rasisti í Bretlandi. Þarna
var alið á þessum ótta og hatri hjá
ákveðnum stjórnmálaöflum. Núna
sitja Bretar uppi með afleiðingarnar
af þessu. Það er gengið upp að fólki á
götum og það er lamið. Kona hringir
inn í útvarpið, fædd í Þýskalandi,
búin að búa í Bretlandi í 40 ár og
hún þorir ekki út úr húsi. Það eru
dæmi um að ráðist hafi verið á fólk
í lestum vegna þess að það er ekki
hvítt á litinn. Dæmin eru mörg og
sumt fólk er bara hrætt. Núna er það
þannig að innflytjendur í Bretlandi
eru margir hverjir hræddir. Þeir
óttast um líf sitt. Það er hangandi
nasistaáróður sumstaðar í borgum
og bæjum. Þetta gekk svo langt að
þingkona var myrt úti á götu nokkr-
um dögum fyrir þjóðaratkvæða-
greiðsluna. Þarna erum við bara að
sjá hversu miklar afleiðingarnar geta
orðið.“
Sema segir ákveðin kaflaskil hafa
átt sér stað á Íslandi í sveitarstjórn-
arkosningunum 2014.
„Þar verða ákveðin tímamót
þegar vika er til kosninga. Fram-
sókn og flugvallarvinir í Reykjavík
mældust þá með tveggja prósenta
fylgi. Á þessari viku fara þeir úr
tveimur prósentum í tíu og fá tvo
fulltrúa kjörna. Það gera þeir með
því að opna þetta Pandórubox og
fara að tala um minnihlutahóp í
samfélaginu, múslima. Tala gegn því
að þeir fái að byggja mosku. Þarna
fer einhver atburðarás af stað. Á
þessum tíma var þetta ein hræði-
legasta umræða sem við höfum upp-
lifað á opinberum vettvangi. Þetta
hefur allt verið greint og skoðað vel.
Með því að ala á fordómum og ótta
í garð ákveðins hóps í samfélaginu
þá sóttu þau sér átta prósent. Þarna
gerist eitthvað. Við vöknum öll dag-
inn eftir þessa kosningar og þá var
bara í lagi að vera rasisti á Íslandi.“
Sema Erla segir mikinn meirihluta þeirra sem senda henni persónuníð á netinu
vera fólk sem er komið af léttasta skeiði. FréttaBlaðið/Eyþór
Sjálf fylgi ég ekki
neinni trú, ekki
frekar en neinn í minni
fjölskyldu hér heima eða úti.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt:
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
www.volkswagen.is
Transporter hefur fylgt kynslóðum af
fólki sem hefur þurft á traustum og
áreiðanlegum vinnuþjarki að halda sem
leysir krefjandi og fjölbreytt verkefni.
Hann er framhjóladrifinn með fullkominni
stöðugleikastýringu og spólvörn en er
einnig í boði með fjórhjóladrifi og sjö
þrepa sjálfskiptingu.
Nýr Volkswagen Transporter
kostar frá
4.590.000 kr.
(3.701.613 kr. án vsk)
Byggir á traustum grunni
www.volkswagen.is
AtvinnubílarHEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu.
Nýr Volkswagen Transporter
föStudagSviðtal
s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11F Ö s T u D A G u R 1 5 . j ú L í 2 0 1 6
1
5
-0
7
-2
0
1
6
0
5
:2
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
0
3
-3
9
F
C
1
A
0
3
-3
8
C
0
1
A
0
3
-3
7
8
4
1
A
0
3
-3
6
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
1
4
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K