Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.11.1984, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 08.11.1984, Blaðsíða 3
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 8. nóvember 1984 3 F.v.: Ingimundur Guðnason, annar fundarritara, Sigurður Thoroddsen frá Skipuiagi rikisins, og Finnbogi Björnsson, fundarstjóri. Frá aðalfundi SSS Ríkisstjórn Suðurnesja? í umfjöllun um samein- ingu sveitarfélaganna sagði einn ræðumaður á aðal- fundi SSS, að ekki yrði langt að bíða að stjórnar- störf fulltrúa í SSS yrðu þeirra aðalstörf. Vrði stjórn SSS þá kannski ríkisstjórn Suður- nesja? - pket./epj. Aðalfundur SSS: Aukin ásókn í vatnsforða Suðurnesjasvæðisins - Krefst samræmingar og skipulags fyrir vatnsbúskaparmál svæðisins Á aðalfundi SSS sem haldinn var í Samkomuhús- inu í Garði 2. og 3. nóv. sl., urðu nokkrar umræður um vatnsvinnslu og vatnsbú- skap á Suðurnesjum. Frum- mælendur undir þeim lið voru þeir Freysteinn Sig- urðsson og Jón Ingimars- son, deildarstjórar hjá Orkustofnun. Sögðu þeir félagar m.a. að Suðurnesin væru með nokkra sérstöðu varðandi ferskvatnið, því hér væri mikil ásókn, en hins vegar mjög takmarkað vatn. í umræðum um vatnsmál- in kom einnig fram, að und- anfarið hefur verið mjög mikil ásókn frá fiskeldi- stöðvum og væri þegar vitað um 8-10 slíka aðila sem koma vilja á svæðið. Ef af því yrði þýddi það að þessar stöðvar myndu þegar taka um helming vatnsforðans í sinn rekstur. Er enn órannsakað hvort endurvinna megieitthvaðaf vatni þessu aftur. Sé svo ekki,sjá allir í hvað stefnir. Nú eru á annað hundrað ferskvatnsborholur hér á svæðinu og talið er að vatn- ið muni ekki duga nema í örfáa áratugi. Eitt sveitarfélag, Vatns- leysustrandarhreppur, hef- ur þegar slegið varnagla við ásókn fyrirtækja inn á svæðið með samþykkt nýrr- ar reglugerðar um vatns- veitumál. Með því móti geta þeir ákveðið sjálfir gang þessara mála, en eins og málin eru í dag fá þessi fyrir- tæki lóð og krefjast síðan vatns til rekstursins. Á aðalfundinum varsam- þykkt samhljóða tillaga um þessi mál, sem borin var upp af þeim Sveini Eiriks- syni, Tómasi Tómassyni og Finnboga Björnssyni, svo- hljóðandi: „Aðalfundur SSS hald- inn þann 2. og 3. nóv. 1984, vekur athygli á aukinni á- sókn í vatnsforða Suður- nesjasvæðisins og nauðsyn þess að vatnsbúskaparmál svæðisins verði samræmd og skipulögð. Stjórn SSS er því falið að fylgjast vel meö þróun þessara mála og stuðla að samræmdum að- gerðum sveitarfélaga". epj. ÍBÚÐIR í SMÍÐUM ERUM NÚ AÐ HEFJA SÖLU Á TVEIMUR STIGAHÚSUM, SAMTALS 16 ÍBÚÐIR. - SÍÐAST SELDUST ÞÆR UPP Á NOKKRUM DÖGUM. - AFHENDING ER ÁKVEÐIN Á FYRRA STIGAHÚSINU 30/8 ’85 OG 30/10 ’85. Á SEINNA STIGAHÚSINU 30/9 ’85 OG 30/11 ’85. GREIÐSLUHUGMYND FYRIR ÞÁ SEM KAUPA í FYRSTA SKIPTI: 3ja herbergja íbúð. Verð: 1.110.000 • 1/10 ’84: Stærð: 90 m2 + 24 m2 í sameign. 1. Greitt við samning ................... 2. Væntanlegt Húsnæðisstjórnarlán ....... 3. Greitt með jöfnum greiðslum í 15-20 mán. eða samkv. nánara samkomulagi. 150.000 680.000 280.000 Samtals kr. 1.110.000 ATH: Á hverri hæð er sameiginlegt þvottaherbergi Nokkrar íbúðir óseldar. (Hagstæðustu kaupin í dag). 2ja herbergja íbúð. Verð: 965.000 - 1/10 ’84: Stærð: 70 m2 + 20 m2 í sameign. 1. Greitt við samning ................... 2. Væntanlegt Húsnæðisstjórnarlán ....... 3. Greitt með jöfnum afborgunum í 15-20 mán eða samkvæmt nánara samkomulagi. 100.000 680.000 185.000 Samtals kr. 965.000 Eignamiðlun Suðurnesja Hafnargötu 57 - Keflavík - Sími 1700, 3868

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.