Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.11.1984, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 08.11.1984, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 8. nóvember 1984 VÍKUR-fréttir mun futUt\ í hverri viku. ÁRSHÁTÍÐ Hestamannafélagsins MÁNA veröur haldin 9. nóvember n.k. í Veitinga- sölum KK. Glæsileg skemmtiatriöi. Hljómsveitin Miölarnir leika fyrir dansi. Mætum öll. Miðasala: Keflavík: Pulsuvagninn Grindavík: Sæþór, sími 8019 Nefndin Suðurnesjamenn Smíöum innréttingar í eldhús, böð og svefnherbergi, ný lína. - Smíðum einnig sólbekki, útihurðir og margt fleira. - Önnumst alls konar byggingaframkvæmd- ir og viðgerðir. - Greiðsluskilmálar. Teiknum. - Leitið tilboða. - Verið velkomin. HÚSABYGGING HF. TRÉSMIÐJA - SÍMI 7140 Erum fluttir að Iðngörðum 9, Garði. Prjónakonur Viljum nú kaupa lopapeysur í eftirtöldum stærðum og litum: Heilar extra large: Svartar og gráar. Herra hnepptar: Small, alla liti. - Medium, grátt og mórautt. - Large, gráar. - Extra large, alla liti. Dömu hnepptar: Medium, svartar, gráarog mórauðar. - Large, alla liti. Móttakan að Iðavöllum 14b er opin mið- vikudag 21. nóv. frá kl. 10-12. ÍSLENZKUR MARKAÐUR HF. mmmi Björgunarsveitin Ægir, Garði: „Við höfum fengið nóg af fylliríis- böllum, - nú er það bingó“ Björgunarsveitin Ægir var stofnuð árið 1935. Skráðir félagar eru nú um 50, þar af 20 virkir félag- ar. Síðustu árin hefur verið mikill kraftur í félagsmönn- um, nýtt glæsilegt húsnæði tekið í notkun árið 1982 og árið áður festu Ægismenn kaup á vel útbúnum Volvo Lapplander. Við fréttum að nú stæði fyrir dyrum að bæta enn tækjakostinn, og vildum því fá nánari upplýs- ingar um þennan merka fé- lagsskap. í björgunarsveit- arhúsinu hittum viðfyrirÁs- geir Hjálmarsson formann Ægis, og Ævar Sigurvins- son gjaldkera. ,,Já, 1981 áttum við þetta hús frágengið að utan en allt ógert innanstokks. Við fórum þá fram á styrki frá öllum fyrirtækjum í Garð- inum. Nú, þau brugðustsvo myndarlega við bón okkar, að ári seinna var húsið full- klárað. Vígt á sjómanna- daginn 1982, og ekki nóg með það, heldur keyptum við bílinn líka. En við unnum þetta næstum allt saman sjálfir", sagði Ásgeir að- spurður um húsið. ,,Það má segja að fjár- mögnun sé alltaf mál mál- anna hjá okkur. Viðfáum að visu góðan stuðning frá sveitarfélaginu, en það dug- ir skammt, því þetta er dýr útgerð", segir Ævar gjald- Hin glæsilegu húsakynni Ægis keri. ,,Dansleikir stóðu lengst af undir daglegum rekstri félagsins, en svo tók að halla undan fæti í þeim efnum. Drykkjuskapur var rosalegur og oft var stórtap á böllunum vegnaskemmd- arverka ölóðra manna. Við munum aldrei framar halda almenn böll, það dæmi gengur ekki upp“, heldur gjaldkerinn áfram. „Við ætlum að leggja áherslu á friðsamar skemmt* anir eins og bingo og þess háttar. Við erum byrjaðir á því og árangurinn lofar góðu. Það er mun skemmti- legra að kveðja gesti okkar með þakklæti og brosi á vör, en að henda þeim út haugafullum. Það er sko eitthvað annað. Síðan er næsta skref hjá okkur að selja sælgæti fyrir jólin, við munum ganga í hús og von- andi verða móttökurnar góðar. Við ætlum að taka þátt í stóru verkefni og veitir ekki af peningunum", og nú verður formaðurinn leynd- ardómsfullur á svip. ,,Hvaða verkefni? Ja, ef þú lofar að fara ekki lengra með það, þá er ætlunin að kaupa mjög fullkominn björgunarbát ásamt björg- unarsveitinni Sigurvon í Sandgerði. Þetta er danskur bátur, kostar 11/2 milljón. Hann kemur vænt- anlega í janúar". Ég reyni að vera heiðarleg- ur á svipinn, en mér er ekki treystandi fyrir leyndarmál- um. „Svo má ekki gleyma þætti kvennadeildar Slysa- varnafélagsins, hún stend- ur fyrir kökubasar sunnu- daginn 11. nóv. í Ægishús- inu, okkur til styrktar. Þær hafa alltaf stutt vel við deild- ina“. Já, þeir eru margir sem hafa stutt sveitina í gegnum árin og þeim verður seint fullþakkað, en nú verðum við að leita enn einu sinni til þessa góða fólks, og vonum að viðtökurnar verði eins góðar og áður". Ævar gjald- keri hefur síðasta orðið, og Víkur-fréttir óska Ægis- mönnum alls hins besta á komandi árum. - ehe. SOUJD RADIAL VETRAR- DEKK eÉLilílliBi Brekkustígur37 Njarðvík. Sími 1399. Nokkrir björgunarsveitarmenn við æfingar. ,,Ertu búinn að fá nóg?“

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.