Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.11.1984, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 08.11.1984, Blaðsíða 11
VÍKUR-ffréttir Fimmtudagur 8. nóvember 1984 11 Vilborg Ámundadóttir gjaldkeri, tekur við heiðursskjali úr hendi formanns, Soffiu Karlsdóttur. gerðu þær til þess að lífga upp á tilveru bæjarbúa. Má þar nefna ótal námskeið sem tengjast hannyrðum og jafnvel leikfiminám- skeið. I mörg ár hafa Kven- félagskonur haldið jólatrés- skemmtun fyrir unga jafnt sem aldna. Margt fleira mætti nefna sem þetta dug- mikla félag hefur staðið fyrir. Kvenfélagið hefur gefið Sjúkrahúsi Keflavíkur margar góðar gjafir og nú síðast gáfu þær Heilsu- gæslustöðinni hjartarita og þrekhjól að verðmæti kr. 180.000. Þærvoruogeinnig þátttakendur með öðrum félagasamtökum í kaupum á sjúkrarúmum til Garð- vangs nú nýlega. Félags- konur hafa mikið unnið að orlofsmálum húsmæðra og eru eignaraðilar að Orlofs- húsinu í Gufudal ásamt öðrum kvenfélögum. Afmælishátíð þessa dug- mikla félags á Glóðinni tókst mjög vel í alla staði og var gestum boðið upp á glæsilegar veitingar. For- maður, Soffia Karlsdóttir, bauð alla velkomna og skip- aði Guðrúnu Árnadóttur sem fundarstýru og stjórn- aði hún hátíðinni með mikl- um myndarbrag. Heiðraðir voru átta konur sem starfað hafa ötullega með félaginu, en þæreru: Eiríka Árnadótt- ir, Ólöf Pálsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir, Guðrún Bergmann, Ásgerður Eyj- ólfsdóttir, Guðbjörg Jóns- dóttir, Sesselja Magnús- dóttir og Vilborg Ámunda- dóttir. Heiðursfélagar voru fjórar áður, þær Ágústa Guðmundsdóttir, Þorgerð- ur Einarsdóttir, Jóna Ein- arsdóttir og Emelía Snorra- dóttir. Ýmislegt var til skemmt- unar fyrir gesti. Böðvar Pálsson flutti frumsamdar gamanvísur, Jón Kristins- son og Haukur Þórðarson sungu tvísöng við undirleik Ragnheiðar Skúladóttur. Formenn ýmissa kvenfé- laga í Gullbringu- og Kjós- arsýslu voru þarna mættar og gáfu þær félaginu margar fallegar blóma- skreytingar. Fulltrúi bæjar- stjóra var á staðnum og gaf Þessar ungu dömur héldu nýlega hlutaveltu að Fagragaröi 12 i Keflavík og hafa afhent ágóðann, 205 kr„ til Þroska- hjálpar á Suðurnesjum. Þaer heita talið f.v.: Rut Þorsteins- dóttir, íris Reynisdóttir, Elva Sif Grétarsdóttir og Anna Karina Sigurðardóttir. - epj. Þessar 3 stúlkur héldu nýlega hlutaveltu og hafa þær varið ágóðanum, 400 kr„ tilstyrktar Þroskahjálp á Suðurnesjum. Þær heita f.v.: Arndis Sigurðardóttir, Sólveig Steinunn Vil- hjálmsdóttir og Lovisa Aðalheiður Guðmundsdóttir. félaginu blómaskreytingu fyrir hönd bæjarstjórnar Keflavíkur. Formaður Sam- bands kvenfélaga á íslandi flutti erindi umstörf kvenfé- laga og jafnframt talaði hún um jafnréttismál. Síðan af- henti hún félaginu bók að gjöf, sem heitir „Margar hlýjar hendur". Mikill hátíðarandi ríkti á staðnum og ýmislegt var skrafað áður en fundar- stýra sleit hátíðarfundinum eftir nær 3ja tima veislu- höld. Rétt er að geta þess, aö kvenfélög á íslandi eru stærstu samtök kvenna hér á landi, og eru félagskonur nú um 22.400 talsins. Fundir eru haldnir einu sinni i mánuði yfir vetrar- mánuðina og eru nýirfélag- ar velkomnir. Kökubasar verður hald- inn í Holtaskóla laugardag- inn 24. nóv. Næsti fundur félagsins verður 3. desem- ber og hefst hann kl. 19 á Glóðinni. Gaman þætti fé- lagskonum að fá fleiri ung- ar stúlkur i félagið svo haldið geti áfram þetta öfl- uga félagsstarf um ókomin ár. Þetta eru eldhressar konur sem reyna að hafa fundi sína sem líflegasta. Við tökum undir með henni Guðrúnu Árnadóttur, sem sleit hátíðarfundinum með þessum orðum: „Kven- félagið lengi lifi, húrra, húrra, húrra“! - me. Heiðursfélagar Kvenfélags Keflavikur GÓLFDÚKAFt GÚMMÍDÚKAR TEPPI FLÍSAR FRÁBÆRT ÚRVAL diopinn HAFNARGÖTU 90 - SIMI 2652 og 2690

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.