Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.11.1984, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 08.11.1984, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 8. nóvember 1984 VÍKUR-fréttir „Þetta er ævintýri líkast“ - segir Júlíus Baldvinsson, formaður Víðis ÍÐK-Laugdælir á sunnudag Keflvíkingar og Laugdæl- ir leika í 1. deild körfubolt- ans á sunnudag. Hefst leikurinn kl. 14 og er í íþróttahúsi Keflavíkur. Þorsteinn Bjarnason mun þarna stjórna liði ÍBK i fyrsta sinn sem þjálfari liðs- ins, en hann hefur verið ráð- inn sem slíkur út þettatíma- bil. - pket. Til þess að fræðast ögn betur um rekstur Víðis, tók- um við tali formann félags- ins, Júlíus Baldvinsson. ,,Það gefur auga leið, að svona rekstur er alltaf erfiður. Við vorum að berj- ast í bökkum í allt heila sumar og það var ekki fyrr en Ijóst var að við myndum vinna okkur sæti í 1. deild, að úr rættist. Þá bárust gjafir og áheit upp á ca. 200 þúsund. Þessi árangur í sumar er ævintýri líkastur, ekki aðeins það að ná 1, deildar sæti, heldur verður öll fjármögnun auðveldari vegna þess að 1. deild er miklu ódýrari en 2. deild. Við þurftum aðfljúga lands- horna á milli 6 sinnum í sumar, en næsta ár er að- eins eitt slíkt ferðalag, til Akureyrar, til að leika við Þór. Aðrir leikir eru hér á suð-vesturhorninu. Það gefur auga leið að það borgarsig að leika í 1. deild. Annars held ég að menn hafi ekki enn áttað sig fylli- lega á því hvað hefur gerst. Smálið og fámennur hrepp- ur með lið í fremstu röð í knattspyrnu, vinsælustu íþróttagreininni. En við ætlum að standa okkur. Ég hef alltaf haft mikla trú á þessum strákum, og ég veit að við getum komið á óvart. Marteinn Geirsson hefur verið endurráðinn og andinn í liðinu lofar góðu“, sagði Júlíus. Hvað með „kaup“ á nýj- um leikmönnum? ,,Já, það hefur dálítið ver- ið rætt í blöðunum að við séum á höttunum eftir frægum köppum úr öðrum liðum til þess að styrkja liðið. Jafnvel hafa heyrst háar tölur um „kaupverð". Þetta er algerlega úr lausu lofti gripið. Helgi Sigur- björnsson hefur gengið til liðs við okkur að nýju, en það hefur enginn nýr leik- maður gengið til liðs við okkur og enginn komið til þess að ræða við okkur eða skoða aðstæður. Það hefur að minnsta kosti farið fram hjá mér. Enda er ekkert um það að ræða að fara að borga mönnum fyrir að koma. Ef einhver hefur áhuga á að koma og æfa og leika með áhugasömum hóp sem vill leggja sig fram, þá getur sá hinn sami gengið í Víði eins og hver annar. Það verða engar sér- reglur eða greiðslur fyrir einn eða neinn. Slíkt myndi aðeins spilla þeim anda sem hér hefur ríkt. Hér hafa menn starfað af fórnfýsi og þannig verður það meðan ég fæ einhverju ráðið", sagði Júlíus að lokum mmmmmmmmwmm .wstofao o *>* 0-&CS ** auglýsir: Kæru viðskiptavinir og aðrir Suðurnesjamenn Við opnum í dag í nýjum húsakynnum að Hafnargötu 49. - VERIÐ VELKOMIN - DANA Snyrtistofa og snyrtivöruverslun Hafnargötu 49 - Keflavik - Sími 3617 Grindavík: Bifreið fór Síðdegis sl. föstudag rann fólksbifreið út af bryggju í vesturhöfninni í Grindavík og féll 6 m niður í DUUS-húsgögn auglýsa Full búð af nýjum vörum, þar á meðal HJÓNARÚM - BORÐSTOFUSETT SPEGLASETT - ELDHÚSBORÐ og STÓLAR og margt fleira. ATH. íslensku svefnbekkirnir komnir aftur. Greiðslukjör við allra hæfi. - Verið velkomin. DUUS Hafnargötu 90, Keflavík, sími 2009 í höfnina sjóinn. Talsverð hálka var á bryggjunni, sem nefnist Svíragarður og er tré- bryggja, og olli hálkan ó- happi þessu. Ökumaður bifreiðarinnar og eigandi hennar, Sigurð- ur Halldórsson, 17 ára, var að aka niður bryggjuna að m.b. Hrafni Sveinbjarnar- syni III., sem hann er skip- verji á, þegar bíllinn snerist allt í einu og fór fram af bryggjunni, vó þar salt og steyptist að lokum í sjóinn. Tókst Sigurði að spyrna upp hurðinni og komst hann út, en festist í bíldyr- unum þegar bíllinn fór að sökkva, vegna þrýstings, en tókst þó að losa sig er bíll- inn var kominn hálfa leið niður, og synti að bryggj- unni þar sem nærstaddir komu og hjálpuðu honum upp á bryggjuna. Varð hon- um ekki meint af þessu. epj. Handbolti - 3. deild: ÍBK - ÍR 22:25 Fyrsti leikur Keflvíkinga í 3. deild fór fram í Keflavík miðvikudaginn 31. október og lauk með sigri ÍR-inga, 25:22. (R-ingar byrjuöu með miklum látum og eftir nokkrar mínútur var staðan orðin 8:2 þeim í hag.en leik- menn ÍBK vöknuðu þá til lífsins, minnkuðu muninn jafnt og þétt og í hálfleik voru þeir komniryfir, 13:11. Enn bættu þeir við for- skotið, komust í 19:15, en síðan datt allur botn úr leik liðsins. ÍR-ingum tókst að jafna 21:21, og gerðu síðan út um leikinn á síðustu 5 mínútunum. Freyr Sverrisson var besti maður Keflvíkinga í leiknum og gerði marga fallega hluti upp á eigin spýtur. Mörk (BK gerðu: Gísli Jó- hanns 9-5 víti, Freyr 7, Ein- ar Sigurpáls 3, Jón Olsen 2, Sigurður Björgvins 1. Einar Ólafsson skoraði 8 mörk fyrir ÍR, en aðrir minna. Freyr Sverrisson, bestur leikmanna ÍBK gegn ÍR. Vl’KUR-FRÉTTIR 4000 eintök vikulega.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.