Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.11.1984, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 08.11.1984, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 8. nóvember 1984 VÍKUR-fréttir Saltfiskverkun Vanan flatningsmann vantar í fiskverkun Keflavík. Upplýsingar í síma 1351. Raflagnavinnustofa Sigurðar Ingvarssonar Garöi - Simi 7103 og 7143 Alhliða raflagnir. SIEMENS-heimilistæki í úrvali, s.s. þvottavélar, tauþurrkarar, rakatæki og allt í eldhúsið. Morfís-keppnin FS TAPAÐI FYRIR ÁRMÚLA -Fáránleg dómgæsla Á fimmtudaginn í síðustu viku keppti Fjölbrautaskóli Suðurnesja gegn Fjöl- brautaskólanum Ármúla, í mælsku og rökræðukeppni framhaldsskóla á (slandi. Keppnin fór fram í Félags- bíói og var hin fjörugasta. Umræðuefnið var hvort skikka ætti karlmenn tll að ganga i pilsum. Var það FS sem mælti með en Ármúli á móti. Verður það að segj- ast eins og er að málflutn- ingur FS-inga, þeirra Garð- ars, Guðmundar og Svölu var langtum ferskari og skemmtilegri en þeirra úr GÓLF- TEPPA- ÚTSALA Vegna breytinga seljum við öll gólfteppi með 10-50% afslætti góðum stigateppum. § 1 am Vatnsnesvegi 14 - Keflavík - Sími 3377 u BREKKUSTÍG 40 □ YTRI-NJARÐVÍK F SÍMI 2152 REYKHUS, AUGLYSIR: TILBÚIÐ í KISTUNA: 1/2 svín ........ kr. 169,70 pr. kg. 1/2 naut UN 1 ... kr. 176,81 pr. kg. 1/2 folald ...... kr. 97,50 pr. kg. 10 kg nautahakk . kr. 198,00 pr. kg. Tökum kjöt í reyk á fimmtudögum. REYKHÚS ÍSMATS HF. Brekkustíg 40, Njarðvík, sími 2152 Ármúlanum. Var undirritað- ur kominn með hálfgerðan móral yfir því að vera ekki í pilsi, vegna þess að Suður- nesjamenn fjölmenntu í pilsum til keppninnar og ræðumenn færðu sterk rök fyrir þvi að mun hentugra væri að ganga í pilsi en buxum. Eftir að hver ræðumaður hafði talað tvisvar, drógu dómarar sig í hlé til að bera saman bækur sínar. Hlé þetta reyndist verða nokkuð langt, en á meðan komu upp í púltið ræðu- menn frá báðum skólum og settu þeir sem mest þeir máttu hvorir út á aðra. Eftir næstum klukku- stundarhlé höfðu dómarar loks komist að niðurstöðu um úrslit, oq tilkynnti odda- maður d .inefndar þau. Hann byrjaði á því að til- kynna, að hinn frábæri ræðumaður FS, Guðmund- ur Brynjólfsson, hefði verið kosinn ræðumaður kvölds- ins. Við það brutust útgífur- leg fagnaðarlæti meðal FS- inga. Guðmundur átti þetta svo sannarlega skilið því hann var vægast sagt frá- bær í ræðustólnum. En þá átti aðeins eftir að tilkynnasigurliðið. Flestiref ekki allir voru vissir um að FS myndi sigra en dómarar voru af óskiljanlegum ástæðum ekki sammála og dæmduÁrmúlasigur. Hlutu þeir 1338 stig en FS 1333. Munaði aðeins 5 stigum, sem telst mjög lítið í svona keppni. Áhorfendur sátu flestir sem steinrunnir í sætum sínum af undrun, en áhang- endur Ármúlaskóla fögn- uðu semtrylltirværu. FSvar þar með úr leik í keppninni. Því má að lokum skjóta hér að, að heimildamaður Víkurfrétta hleraði það, að hjá einum dómaranna hefði FS fengið 30 stigum meira en Ármúli en hjá hinum hefði FS haft færri stig en Ármúli. Sýnir þetta að samræmi dómaranna á milli var ekki mikið. Svipuð mál og þetta hér komu upp í öðrum keppnum sama kvöld, og voru dómaramál- in mikið hitamál á síöasta fundi MORFÍS-nefndarinn- ar. -gæi. Kjaftaskar FS munu klæðast buxum að nýju. Salta á eigin ábyrgð Nú er langt komið og jafn- vel búiö að salta síld upp í flesta sölusamninga sem Síldarútvegsnefnd hefur gert. Er því aðallega saltað þessa dagana upþ í samn- inga fyrir innanlandsmark- að, auk þess sem vitað er um að nokkrir eru að salta á eigin ábyrgð, með von um að geta síðar selt síldina. Fram að þessu hefur frek- ar lítið farið af síld í fryst- ingu og getur því sú vinnslu- grein tekið á móti töluverðu magni ennþá. Einnig mun eitthvaö vera eftir af plássi fyrir síldarflök. Allmargir bátar eru nú búnir með kvóta sinn og sumir eru jafnvel búnir með kvóta annarra báta sem þeir hafa fengið. Eru sumir þessara báta nú farnir á aðrar veiðar. - epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.