Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.11.1984, Qupperneq 17

Víkurfréttir - 08.11.1984, Qupperneq 17
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 8. nóvember 1984 17 Aðalfundur SSS. „Lúxuskerrur í stað hestvagna * - Frá umræðum um fræðslumál Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráöherra, i ræðustól. Einn þeirra málaflokka sem teknir voru fyrir á aðal- fundi SSS á dögunum var um fraeðslumál. Undir þeim lið flutti menntamálaráð- herra, Ragnhildur Helga- dóttir, ávarp, og þeir Guð- mar Magnússon, formaður fræðsluráðs Reykjaness, og Helgi Jónasson, fræðslu stjóri umdæmisins, ræddu um starf fræðsluráðs og Fræðsluskrifstofu Reykja- nesumdæmis. Síðan urðu almennar umræður um fræðslumálin. Dagstjarnan dregin að landi Er togarinn Dagstjarnan KE 3 var á veiðum út af Hvalbak um næst síðustu helgi, komst sjór inn á elds- neytisolíu skipsins og stöðvuðust allarvélar skips- ins. Var ekki hægt að gang- setja á ný nema á sléttum sjó. Var varðskipið Ægir því fengið til að draga togar- ann inn á Reyðarfjörð og hjálpuðu varðskipsmenn til við gangsetningu þegar inn á fjörðinn var komið. - epj. Burtu með tóbakið Á meðan verkfall BSRB stóð varð mikil sala á síga- rettum í sjálfsölum Varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli, enda kostaði pakkinn aðeins 35 kr. og höfðu starfsmenn Navy Exchange ekki við að fylla á sjálfsal- ana, sem voru tæmdir jafn- óðum af aðframkomnum reykingamönnum vegna sígarettuskorts utan vallar. Að lokum fór svo að yfir- maður flotastöðvarinnar mælti svo fyrir að ekki yrði fyllt á sjálfsalana fyrr en að loknu verkfallinu. Var hann með þessu að koma i veg fyrir að sígarettur af Vell- inum færu ólöglega á ís- lenskan markað, en fyrir slíka vöru fékkst gott verð meðan verkfallið var. - epj. Veiða loðnu án kvóta Þeir bátar sem búnir eru með loðnuveiðikvóta sinn eru flestir enn að veiðum. Veiða þeir nú upp í væntan- legan viðbótarkvóta, sem menn eiga von á að úthlut- að verði á næstunni. Enn eru nokkrir bátar sem eiga eftir hluta af fyrri úthlutun, en frekar eru þeir fáir. - epj. AUGLÝSINGASlMINN er 1717 Albert K. Sanders ræddi um að nauðsyn væri á að gera Suðurnesin að sér fræðsluumdæmi og einnig væri nauðsynlegt að koma upp sálfræðiþjónustu fyrir skólabörnin á einhverjum ákveðnum stað hér syðra. Síðan ræddi hann og Leifur ísaksson um afskipti fræðsluskrifstofunnar varð- andi skólaakstur. Tómas Tómasson benti á ofskipu- lag í skólakerfinu og að allt of mikið bæri á því að skól- arnir væru sniðnir eftir óskum og þörfum kennara en ekki nemendanna, sem þó ættu að vera nr. 1. Undir þetta tók Ólína Ragnars- dóttir. Helgi Jónasson svaraði því til um skólaaksturinn að það væri einmitt fræðslu- skrifstofunnar að sjá svo um að ekki væru notaðirt.d. 30 manna bílar í aksturinn, ef aðeins væri þörf á 14 manna bíl, og að ekki væru notaðir lúxusvagnar, eins og hann orðaði það, þegar nota mætti hestvagna. Guðmar Magnússon vakti athygli á þeirri ósk, að Fræðsluskrifstofan fengi fullt framlag til rekstursins f rá sveitarfélögunum á Suð- urnesjum, í samræmi við b.- lið 85. gr. laga frá 1974 um grunnskóla. Skv. þessu ætti framlagið að hækka úr 6,09 kr. á íbúa í 16,32 kr. Ef af þessu yrði myndi Fræðslu- skrifstofan hætta að senda sér reikninga fyrir ráðgjaf- ar- og sálfræðiþjónustu, sem nú er greidd af öllum sveitarfélögunum samkv. reikningi. Bar hann upp eftirfarandi tillögu: ..Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesj- um, haldinn 3. nóvember 1984, samþykkir að leggja fram fé til reksturs Fræðslu- skrifstofu Reykjanesum- dæmis i samræmi við ákvæði b.-liðs 85. gr. grunn- skólalaganna frá 1984". Samþykkti fundurinn að vísatillögu þessari til stjórn- ar SSS. - epj. HVERS VEGNA AÐ SÆTTA SIG V7Ð 17% VEXTIOG SÍÐAN EITTHVAÐ STIGHÆKKANDI ÞEGAR ÞÉR BJÓÐAST 26,2% VEXTIR STRAX í FYRSTA MÁNUÐIEFTIRINNLEGG OG FASTAÐ 28% ÁVÓXTUNÁ12 MÁNUÐUM ? Einn allra banka og sparisjóða býður Útvegsbankinn þér innlánsreikning með glæstri mánaðarlegri vaxtaábót. Hún er nú 9.2% og leggst á almenna sparisjóðsvexti. Vaxtaábótin tryggir þér þannig fyllstu vexti, 26.2%, strax í fyrsta mánuði eftir stofnun reikningsins. Jafnframt getur hún skilað þér fast að 28% ávöxtun á 12 mánuðum. Þú getur tekið út af reikningnum hvenær sem er. En þann mánuð sem tekið er út reiknast hins vegar engin vaxtaábót, heldur gilda þá sparisjóðsvextirnir. Strax í næsta mánuði færðu vaxtaábót og nýtur fyllstu vaxta aftur. Athugaðu veL ÚTTEKT HEFUR ENGIN ÁHRIFÁ ÁUNNA VAXTAÁBÓT Það hafa ekki allir biðlund eftir stighækkandi ávöxtun. Þess vegna bjóðum við fyllstu vexti strax. Er nokkur ástæða til að sætta sig við minna? GERÐU SAMANBURÐ Við hvetjum þig til að gera rækilegan samanburð á öllum þeim innlánsreikningum sem nú eru í boði hjá bönkum og sparisjóðum. Athugaðu sérstaklega vaxtatímabil reikninganna, og hvort þú glatir áunnum vöxtum takir þú út fyrr en þú ætlaðir. ÁBÓT A VEXTI BÝÐSTÞÉR BETRA? ÚTVEGSBANKINN EINN BANKI • ÖLL WÓNUSTA

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.