Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.11.1984, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 08.11.1984, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 8. nóvember 1984 VÍKUR-fréttir Kór Keflavíkurkirkju Getum bætt við nokkrum sópranröddum í kórinn. Æfingar á þriðjudögum frá kl. 20.30 til 23 og laugardögum kl. 10 til 12 (raddþjálfun). Nánari upplýsingar eru gefnar á æfingum í kirkjunni (sími 2350) eða í síma 1315 (Sig- uróli) og í síma 1106 (Böðvar) á kvöldin. Alþýðubandalag Keflavíkur heldur aðalfund sinn, þriðjudaginn 13. nóvember n.k. kl. 21 í húsi Stangaveiðifé- lagsins, Suðurgötu 4A. Almennar umræður Venjuleg aðalfundarstörf Inntaka nýrra félaga Stjórnin Aðal- fundur Olíusamlags Keflavíkur og nágrennis verð- ur haldinn í húsi félagsins, mánudaginn 12. nóvember kl. 16. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin IÐNAÐARMANNAFÉLAG SUÐURNESJA AÐALFUNDUR Aðalfundur félagsins 1984 verður haldinn laugardaginn 10. nóvembern.k. kl. 14 íhúsi félagsins að Tjarnargötu 3, Keflavík. 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Skýrsla lífeyrissjóða 3. Önnur mál. Kl. 16 hefst sameiginlegurfundurfélagsins og Iðnþróunarfélags Suðurnesja. Kynnt verða iðnþróunarverkefni í bygg- ingaiðnaði. Byggingaiðnaðarmenn eru sérstaklega beðnir að mæta vel. FÉLAGAR ERU HVATTIR TIL AÐ MÆTA. Stjórnin Sjómenn - Atvinna Mann vantar á m.b. Happasæl KE. Upplýsingar í síma 3866 og 2843 á kvöldin. Aðalfundur SSS: Munu hundarnir sameina sveitarfélögin í eitt? Þó nokkrar umraeður urðu um sameiningarmál sveitarfélaganna, á aðal- fundi SSS. Eins og fram hef- ur komið þá var samþykkt á fundi stjórnar SSS fyrr í sumar að þiggja styrk frá Jöfnunarsjóði, kr. 125.000, sem greiða myndi upp hlut- lausa könnun á sameiningu sveitarfélaganna að hálfu leyti. Kostnaður við hana er um 250.000 kr. Sveitarfé- lögin tækju á sig afganginn í samræmi við íbúatölu. Tómas Tómasson, for- seti bæjarstjórnar Keflavík- ur, sagði að þegar brýnt mál eins og Orkuveita Suður- nesja væri komið í höfn, væru sveitarfélögin sam- einuö. „Þaðerfirraaðhalda því fram að hver staður haldi ekki sínum einkenn- um. Garðbúar halda áfram að vera Garðbúar, Grind- víkingar verða ekki Keflvík- ingar. Ég nefni sem dæmi vesturbæinga í Reykjavik, þeir hafa alltaf haldið sínu einkenni. Sameinuð eru sveitarfélögin miklu öflugri á öllum sviðum", sagði Tómas. Sú hugmynd kom upp, að þar sem tekjur SSS af hundahreinsun ásíðastaári rúmlega þrefölduðust, úr 79.880 kr. 1982 í 262.970 kr. 1983, væri tilvalið hreinlega að stuðla frekar að aukinni hundaeign og tekjurnar af hundahreinsuninni stæðu undir kostnaði af könnun á sameiningu sveitarfélag- anna! Vakti þessi hugmynd mikla lukku og fékk góðar undirtektir. - pket./epj. Ráðin skrifstofustjóri Vatnsleysustrandarhrepps Brimhildur Jónsdóttir hefur hafið störf sem skrif- stofustjóri Vatnsleysu- strandarhrepps. Bárust alls 4 umsóknir um stöðuna. Brimhildurerekki ókunn- ug störfum á skrifstofu hreppsins, því hún hafði áður starfað sem skrifstofu- maður þar í 7% ár. Sl. tvö ár hefur hún starfað á Endur- skoðunarskrifstofu Hall- gríms Þorsteinssonar og Þorvaldar Þorsteinssonar í Keflavík. - eg. Brimhildur Jónsdóttir Byggínganefnd Keflavíkur: Hafnar breytingu á húsinu Hafnargötu 37 Ragnar Jón Skúlason hefur óskað leyfis að mega breyta vörugeymslu í kjall- ara hússins að Hafnargötu 37 í Keflavík í bilasölu og bílageymslu. Barst erindi um málið til byggingafull- trúa Keflavikur 19. sept. sl. og var það senttil nágranna hinn 20. s.m. til umsagnar, sbr. grein 3.1.1. i bygginga- reglugerð. Einnig var það sent til umferðarnefndar. Hefur bygginganefnd VÍKUR-FRÉTTIR Vandaö blað vikulega. borist svar frá umferðar- nefnd, sem var erindinu mótfallin, og tveimur af ná- grönnum. Er annar þeirra mótfallinn, en hinn vísar til fulltrúi Keflavíkurbæjar. Var erindinu því synjað á fundi bygginganefndar 24. okt. sl. epj. Til leigu er 2ja herb. íbúð á besta stað i bænum, frá og með 1. jan. 1985. Ekkieróskaðfyrir- framgreiðslu, en aðeins reglusamt fólk kemur til greina. Þeir sem áhuga hafa, leggi nafn, heimilis- fang og símanúmer inn á af- greiöslu Víkur-frétta, fyrir 19. þessa mánaðar, merkt: 0102. Smáauglýsingar Stifluþjónusta Tökum að okkur stíflulos- un. Pöntunarsímar 4429 og 7009. Snyrtistofa Huldu Sjávargötu 14, Njarövik auglýsir: Opið alla virka daga og á laugardögum í vetur. Verið velkomin. Sími 1493. Vinsamlega geymið auglýsinguna. Til sölu Ódýr barna svefnbekkur með rúmfatageymslu og dótageymslu. Uppl. í síma 2576. Til sölu Stuðlaskilrúm, selst ódýrt. Uppl. í síma 2459. Hvolpar Fallegir hvolpar fást gefins, tegund Colly Sheffer. Á sama stað óskast keyptur svefnsófi. Uppl. Ísima6941. Dagmamma - Keflavík Get tekið börn í pössun hálfan eða allan daginn. Hef leyfi. Uppl. í síma 1061. Til leigu 2ja herb. íbúð, laus strax. Leigutími 8-12 mánuðir. Uppl. í síma 2896. Canon aödráttarlinsa Til sölu 200 mm Canon að- dráttarlinsa, Ijósop 4. Uppl. í síma 3216 á kvöldin. Til sölu Lítið eldhúsborð á stálfæti + 4 stólar. Einnig notaður tækifærisfatnaður. Uppl. í síma 3909. Til sölu mjög vandaður karlmanns- leðurjakki á meðalmann. Einnig nýtt, mjög gott ferða- útvarpstæki SANYO. Uppl. í síma 1327. Get bætt viö mig verkefnum í viðgerðum, viðhaldi og nýsmiði. Uppl. í sima 3090. Sigurþór Þorleifsson, húsasmiöameistari Til sölu pels, karlmanns-leðurjakki og jakkaföt. Uppl. í síma 3809 eftir kl. 18. Atvinna óskast 30 ára kona óskar eftir atvinnu sem fyrst. Uppl. í síma 2905. Til leigu Stór 3ja herb. ibúð í Ytri- Njarðvík, Ieigisti6mán.eða lengur. Uppl. í síma 2419. Dagmamma Get tekið börn í pössun hálfan eða allan daginn. Er í Háseylu, Innri-Njarðvík. Uppl. í síma 6128. Keflavik - Njarðvík Óskum eftir að taka íbúð á leigu nú þegar í Keflavík eða Njarðvík. Uppl. í síma 3138 eftir kl. 19. Dagmamma - Faxabraut Get tekið börn i pössun frá kl. 8-12. Hef leyfi. Sími 4425 f.h. og á kvöldin.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.