Víkurfréttir - 08.11.1984, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 8. nóvember 1984 9
Er völlurinn þá aö öllu
leytl unninn í sjálfbQÖa-
vinnu? spuröi stelni lostinn
blaöasnápurinn.
„Nei, ekki alveg. Undir-
búninginn sá hreppurinn
um og þaö kemur væntan-
lega í hlut hreppsins aö
ganga frá áhorfendasvæö-
um og umhverfi vallarins,
bílastæöi o.fl. Þaö verðuraö
líkindum nokkuö dýr fram-
kvæmd á því og ekki ólík-
legt að við tökum aö okkur
eitthvaö af því i sjálfboða-
vinnu", sagði Heiðar aö
lokum, og ég var alls ekki
viss um hvort hann væri að
grínast eður ei. - ehe.
Félagsheimili Knattspyrnufélagsins Viðis
Viðismenn aó verki loknu.
Knattspyrnufélagið Víðir:
Öflugt starf og samstæður hópur
Sumarið 1982 lék Knatt-
spyrnufélagið Víðir í 3. deild
KS( eins og fjölmörg smáfé-
lög um allt land. Talað var
um Viði í sömu andrá og
Stefni frá Suðureyri eða
Hrafnkel Freysgoða eða
kannski Aftureldingu og
Sindra. Úrslit leikja Víðis-
manna vöktu álíka mikla at-
hygli og aðalfundur Átt-
hagafélags Trékyllisvíkur.
Núna, aðeins tveimur ár-
um seinna, hafa Víðismenn
tryggt sér sæti í 1. deild (s-
landsmóts KS( og nokkuð
er vist að knattspyrnuunn-
endur um allt land munu
bíða úrslita úr Garðinum
með mikilli eftirvæntingu.
Síminn verður rauðglóandi
með spurningum eins og:
..Skyldi Skagamönnum
takast að merja jafntefli?" (
hugum knattspyrnuáhuga-
mannsins verður Garðurinn
kominn á íslandskortið.
Það fer ekki fram hjá
neinum sem um Garðinn
ekur, að það er mikil gróska
og kraftur í Víðismönnum
og þar á ég ekki aðeins við
á fótboltavellinum, heldur
einnig utan hans. Myndar-
legt hús er risið á svæði
félagsins við malarvöllinn
og skammt frá er nýlagður
og rennisléttur grasvöllur.
Að sögn Heiðars Þorsteins-
sonar, gjaldkera félagsins,
var hafist handa við bygg-
ingu félagsheimilis haustið
1980 og er húsið nú í vel
nothæfu ástandi, þótt frá-
gangi að innan sé að
nokkru ólokið. Eins þarf að
ganga frá þakskeggi og
pússa að utan. Húsið er um
200 m2 og í því verður
fundaherbergi auk bún-
ingsaðstöðu, eldhúss,
salerna og dómarherbergja.
Ásgeir Kjartansson, ritari
félagsins og bygginga-
meistari, teiknaði húsið og
átti sæti í bygginganefnd-
inni ásamt þeim Guðjóni
Guðmundssyni og Guð-
mundi Jens Knútssyni. Þeir
félagar drifu verkið áfram af
miklum krafti.
Kostnaðaráætlun er um 4
milljónir en nær öll vinna
við húsið var sjálf boðavinna
velunnara og leikmanna fé-
lagsins. (þróttasjóður ríkis-
ins mun bera 40% kostnað-
ar, en framlag ríkisins fram
til þessa er einungis
252.000 krónur þannig að
ennþá er töluvert ógoldið.
Gerðahreppur hefur lagt i
púkkið u.þ.b. 170.000frá því
að framkvæmdir hófust.
Allur annar útlagður kostn-
aður hefur fallið á Víði.
Þetta er þvi sannkallað
þrekvirki fyrir svo lítið félag
og aðdáunarverð sú vinna
sem félagarnir hafa lagt í
fyrirtækið, möglunarlaust.
„Þess/ hlýtur að passa"
„Það er ekkert leyndar-
mál að leikmenn liðsins og
velunnarar eru óhemju
samstæður og áhugasam-
ur hópur. Það eru ófáar
vinnustundir sem fara í að
reisa svona hús. Þegar svo
ofan á bættist að tyrfa gras-
völl í sjálfboðavinnu, þá hélt
maður að sumir hefðu
fengið nóg, en það var nú
öðru nær“, sagði Heiðar
Þorsteinsson og var greini-
lega stoltur af „strákunum
sínum".
„Við lukum við tyrfing-
una á þremur helgum. Þetta
eru 10.000 m2 í allt og það
eru nokkuð margar torfur.
Við leituðum til fyrirtækja
og einstaklinga með akstur
á efninu ofan úr Kjós og
fengum raunar fleiri bíla og
bílstjóra en við gátum
notað. Slíkur var áhuginn.
Svo voru um 20 „tyrfingar"
alla dagana, flest strákar úr
liðinu og kvennadeildin og
eiginkonurnar sáu um kaffi
og meðlæti á meðan, auk
þess sem þær unnu og pill-
uðu rækju sem liðið fékk
gefins. Þaðgafgóðanskild-
ing".
Sími 4040
Sími4040
Föstudagur 9. nóv.:
Lokað vegna árshátíðar Hestamanna-
félagsins Mána.
Laugardagur 10. nóv.:
Dansleikur frá kl. 22 - 03.
Hljómsveitin MIÐLAR leikurfyrirdansi.
ALDURSTAKMARK
20 ÁRA
SNYRTILEGUR
KLÆÐNAÐUR