Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.11.1984, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 08.11.1984, Blaðsíða 20
Fimmtudagur 8. nóvember 1984 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Hafnargötu 32, II. hæð. - Sími 1717. SPARISJÓÐURINN Verður gamli skólinn Ráðhús Keflavíkur? Spurningin: Skólanefnd Myllubakkaskóla óskar eftir við- byggingu til að leysa af hólmi „kálfana“ og gamla skólann Skólanefnd grunnskól- ans í Keflavík hefur sam- þykkt tillögu um viðbygg- ingu við Myllubakkaskóla, sem leysa á af hólmi bráða- birgðahúsnæði og gamla skólann við Skólaveg. Bráðabirgðahúsnæðið hefur nú verið í notkun frá árinu 1973. Hefur skóla- nefnd óskað eftir umsögn bygginganefndar á um- ræddri tillögu, sem Steinar Geirdal og Vilhjálmur Ket- ilsson, skólastjóri, hafa unnið í sameiningu. Myndi viðbyggingin, sem innihéldi 7 skólastofur, liggja eins og bráðabirgða- húsnæðið, ,,kálfarnir“, þ.e. meðfram Suðurtúni. „Þetta er einungis spurn- ing um hagkvæmni. Skól- Verður eitt elsta steinsteypta hús bæjarins, gamli skólinn við Skólaveg, ráöhús Keflavikur? inn er nú með nemendurá3 stöðum en með tilkomu ný- byggingarinnar yrðu allir nemenduráeinum stað, þar með taldir 6 ára nemendur, sem hingað til hafa verið í gamla skólanum", sagði Ellert Eiríksson, formaður skólanefndar, í samtali við blaðið. Sú hugmynd hefur borið á góma að gamli skólinn við Skólaveg yrði nokkurs konar „ráöhús" Keflavíkur. Þar gæti bærinn haft ráð- stefnur og tekið á móti gest- um. Útliti hússins hefur verið við haldið eins og það var byggt og eykur það enn á gildi hússins til slíkra nota. Húsið er einnig með þeim elstu í bænum sem er steinsteypt. - pket. Tillaga um viöbyggingu viö Myllubakkaskóla hefur veriö samþykkt i skólanefnd Aðalfundur SSShaldinn um síðustu helgi Þórarinn St. Sigurðsson kosinn formaður Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hélt aðalfund sinn í Samkomuhúsinu í Garði, föstudaginn 2. og laugardaginn 3. nóv. sl. Seturétt á fundinum áttu 51 fulltrúi frá sveitarfélögun- um 7 á Suðurnesjum, auk fjölda gesta, s.s. þing- manna, ráðherra, fulltrúa Lést eftir bílveltu Hörmulegt banaslys varö á Sandgeröisvegi aöfaranótt sunnudags. Fólksblfrelö fór út af veginum og valt. Kastaö- ist ökumaöurlnn út úr blfreiöinni og er tallnn hafa látist samstundis. Bifreiðin sem er af Dai- hatsu-gerö, gjöreyöi- lagöist. ókumaöurinn var ekki í bilbeltl. Hann hét Ingl- mundur Guömundsson, fæddur 9. nóv. 1957, til heimilis aö Garöbraut 43 i Garöi. Hann var ó- kvæntur. annarra Iandshlutasam- taka og ýmissa annarra. Helstu málaflokkar sem teknir voru fyrir á fundinum fyrir utan venjuleg aðal- fundarstörf voru: Iðnþró- unarfélag Suðurnesja og fyrirhugaður þróunarsjóð- ur félagsins, breytt hlut- verk Hitaveitu Suðurnesja, starf fræðsluráðs og fræðsluskrifstofu Reykja- nesumdæmis, vatnsvinnsla og vatnsbúskapur á Suður- nesjum, og drög að frum- varpi að skipulagslögum. Að loknum aðalfundi sitja sömu fulltrúar áfram istjórn félagsins og áður, en þeir eru Steinþór Júliusson Keflavík, Áki Granz Njarð- vik, Jón Gunnar Stefáns- son Grindavík, Ellert Eiríks- son Gerðahreppi, Leifur A. ísaksson Vatnsleysustrand- arhreppi, Þórarinn St. Sig- urðsson Hafnahreppi, og Jón K. Ólafsson Miðnes- hreppi. Árlega skipta þeir um forystu og gerist það samkv. áður ákveðnum reglum. Kom það því í hlut Hafnamanna að hafa for- manninn, Njarðvíkingar eiga varaformanninn og Grindvíkingar ritarann. Er gengið frá þessum málum á fyrsta stjórnarfundi eftirað- alfund, og ætti því Þórar- inn St. Sigurðsson að vera orðinn formaður SSS þegar þetta blað kemur út. epj./pket. Stjórn SSS. Núverandi formaður, Þórarinn St. Sigurðsson, er annar frá hægri. Ekið á fullorðna konu Fullorðin kona varð fyrir bíl á laugardagsmorgun á móts við Kaupfélagið að Hafnargötu 30 í Keflavík. Var hún flutt á Sjúkrahúsið í Keflavík, en fékk að fara heim að skoðun lokinni, þar sem meiðsli hennar voru óveruleg. - pket. Ert þú tilbúin(n) undir vetraraksturinn? Fríöa Jónsdóttir: ,,Ja, ég myndi ekki fara út í bílinn öðruvísi". Ólafur Jónasson: ,,Já, hvað heldur þú?“ ann Sigriöur Ólafsdóttir: „Nei, er þó farin að huga að málum".

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.