Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.11.1984, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 08.11.1984, Blaðsíða 15
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 8. nóvember 1984 15 Að missa af strætisvagninum ( allmörgum greinum í síðasta tölublaði var rætt um nýafstaðnar kjara- deilu eða yfirstandandi verkfall BSRB. Þráttfyrirað verkfallinu væri frestað rúmum sólarhring áður en blaðið kom út, mætti halda að þarna hafi blaðamenn misst af strætisvagninum. Sem betur fer er ástæðan önnur. Þ.e. sú, hve vinnslu- timi blaðsins er langur. Meiri hluta greina í hverju blaði er skrifaður viku fyrir útkomu, eða í síðasta lagi um helgina áður. Þessar greinar eru síðan settar á mánudegi eða fyrri hluta þriðjudags. Því fer stund- um svo að mál hafa farið í annan farveg áður en blaðið kemur fyrir augu lesenda. En sem betur fer er það algjör undantekning þegar það skeður, en þannig var einmitt háttað í umræddum málum. Á sama tíma og prentun blaðsins stóð yfir var tekin ákvörðun um að fresta verkfallinu, og því var engu hægt að breyta. Af þessum sömu ástæð- um er lokað fyrir auglýs- ingar síðdegis á þriðjudög- um í blaðið sem kemur út á fimmtudeginum. Eru málin þannig, að eftir kl. 16 á þriðjudegi er yfirleitt engu hægt að breyta af því sem í blaðið er komið, né heldur bæta nokkru við. Stereotækjum stolið úr bíl lamaðs drengs Bíltækjum að verðmæti 35 þús. kr. var stolið úr bíl 20 ára lamaðs drengs, sl. mið- vikudag. Var bifreiðin á bif- reiðaverkstæðinu Berg í Grófinni í Keflavík. Er hér um að ræða Road- star útvarps- og kassettu- tæki og 2 hátalara. Þeir sem einhverja vís- bendingu hafa um stuld þennan eru vinsamlegast beðnir aö láta þær upplýs- ingar í té til lögreglunnar í Keflavík. - pket. Vetrarkoma Styttast dagar gulna strá í túnum stígur vetur dans á fjallabrúnum og fuglasöngur floginn er á braut. En sumardagar dvelja í hjörtum vorum dyljast þar sem gengum léttum sporum er geislar sólar gylltu hæð og laut. Nú stormar kaldir oss til dáða kalla er kuldabreiðan hylur dal og hjalla í vorum sálum engin verður neyð. Öttumst ei því áfram lífið gengur í okkar hjörtum er hinn blíði strengur sem dugar okkur yfir gröf og deyð. Vér (slands börn við sýnum þrek í þrautum ei þrýtur kjark á hörðum vetrarbrautum er móti blæs við sýnum þrótt og þor. Yljum oss við endurminning blíða ekkert vol á milli grimmra hríða því yfir hafið kemur ilmri'kt vor. K.S.B. Leiktækjasalur í Ungó? Fyrir skemmstu sögðum við frá því að bæjarráð Keflavíkur hefði synjað er- indi um opnun leiktækjasal- ar að Hafnargötu 6 í Kefla- vík. Þegar málið kom til af- greiðslu bæjarstjórnar var synjunin tekin til baka og málið tekið til athugunar, og þarsem nýjarupplýsing- ar liggja fyrir, lagði bæjar- ráð til að bæjarstjórn tæki málið fyrir að nýju. Átti það að gerast á fundi bæjar- stjórnar sl. þriðjudag, en þar sem blaðið var þá farið í prentun verða fréttir af því að bíða næsta blaðs. - epj. EINN KEMUR ÞÁ ANNAR FER. Ljósm.: pket. Til styrktar öldruðum Þessar ungfrúr gáfu Styrktarfélagi aldraða 512 kr., sem ágóða af hlutaveltu sem þær héldu. Þær heita f.v.: Helga Margrét Sigurbjörnsdóttir og Þórunn Björg Hilmarsdóttir. Með þakklæti, f.h. Styrktarfélags aldraöra. Guórún Sigur- bergsdóttir. Stálfélagið: 700 m2 af þak- pappa stolið 700 fermetrum af þak- pappa var stolið úr húsa- kynnum Stálfélagsins í Flekkuvík sl. föstudag. Fóru þjófarnir inn um hurðargat á vesturhlið hússinsog tóku 400 ferm. inni í húsinu. 300 ferm. fengu þeir síðan uppi á þaki hússins. Þá var 4 jeppadekkjum af Mudder-gerð stolið úr bíl- skúr í Vogum sl. fimmtu- dag. Dekkin eru 44x18,5-15 tommur að stærð. - pket. Ðílasprautun - Réttingar Bílasprautun J & J Iðavöllum 5 - Keflavik - Sími 3575 Kynningarfundur á iðnþróunarverkefni í byggingaiðnaði verður haldinn í húsi Iðnaðarmannafélags Suðurnesja, Tjarnargötu 3, laugardaginn 10. nóv. kl. 16. - ALLIR VELKOMNIR - Iðnaðarmannafélag Suðurnesja Iðnþróunarfélag Suðurnesja Auglýsinga- síminn er 1717 Vallargata 33, Keflavík: Um 400 m2 iðnaðarhúsnæði eða geymsluhúsnæði, að mestu steinsteypt. Verð- hugmynd kr. 1.150.000. EIGNAMIÐLUN SUÐURNESJA Hafnargötu 57, Keflavik Sími 1700, 3868 Almennar vélaviðgerðir Vinnuvélar - Gas- og rafmagnslyftarar - Tréiðnaðarvélar - Loftpressur og diesel- stillingar. Véla- og viðgerðarþjónusta SKÚLA R. ÞÓRARINSSONAR Sunnubraut 16 - Garði - Sími 7157

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.