Víkurfréttir - 04.05.1985, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 2. maí 1985 5
Kynning á starfsemi
Brunavarna Suðurnesja
Á mánudag í síðustu viku
var haldinn í Keflavík, kynn-
ingarfundur um málefni
Brunavama Suðurnesja. Á
fundinn var boðið sveitar-
stjórnarmönnum á Suður-
nesjum, slökkvistjórum og
fulltrúa lögreglu. Rætt var
um almennar brunavarnirog
slökkvilið BS kynnt, eld-
varnareftirlit svo og tillögur
neyðarþjónustunefndar.
Eins og áður hefur komið
fram hér í blaðinu er gert
ráð fyrir því í tillögum
neyðarþjónustunefndar að
slökkvilið BS og slökkvi-lið
Miðneshrepps ásamt nú-
verandi rekstrarfyrirkomu-
lagi á sjúkrabílnum í Kefla-
vík verði lagt niður í núver-
andi mynd, en í staðinn
verði tekið upp nýtt fyrir-
komulag með föstum vökt-
um á slökkvistöðinni í
Keflavík.
Um þetta snérust
umræður nokkuð á fundin-
um svo og aðrir þættir í
starfsemi BS. M.a. komu
fram þær athyglisverðu
upplýsingar að í Hafnar-
firði og á Akureyri svo
dæmi sé tekið frá byggðar-
kjarna sem er álíka og hér á
Suðurnesjum, hefur það
fyrirkomulag verið við líði
all lengi að hafa fastar vakt-
ir og eru á báðum þessum
stöðum fastráðnir 14menn.
í Hafnarfirði er kostnað-
ur á hvem íbúa í þessu til-
felli 639 kr., en hér hjá BS er
kostnaðurinn 479 kr. pr.
íbúa en hækkar í 625 kr. ef
Ingiþór Geirsson, slökkviliðsstjóri, í pontu
Krakkar í Njarðvíkurskóla:
Sendu Njarðvíkurbæ
undirskriftalista
tekið er tillit til nýbygg-
ingar við slökkvistöðina. A
Akureyri er þessi tala aftur
á móti 839 kr. pr íbúa. Ef
gengið er út frá þessum töl-
um má bæta við tölur BS
þeim kostnaði sem fer í dag
í reksturásjúkrabílnum.en
á hann eru 4 menn fast-
ráðnir. Kemur þá í ljós að
núverandi rekstrarsjónar-
mið hér syðra er mjög
nálægt því sem það er t.d. í
Hafnarfirði, en gert er ráð
fyrir að hér verði aðeins 8
menn fastráðnir, samt
muni þeir bæði sjá um
slökkvilið og sjúkrabílinn.
Varðandi deilitölu á
kostnaði BS er aðeins tekin
tala íbúa í Keflavík, Njarð-
vík, Garði, Vogum og
Höfnum. Ef Miðnesingar
kæmu einnig inn í myndi
deilitalan lækka örlítið.
Varðandi málefni Grindvík
inga hefur slökkviliðið þar
ekki verið með í þessu
vegna fjarlægðar við önnur
byggðarlög.
Séu tölur þessar skoðað-
ar ofan í kjölinn sést best að
það hlýtur aðeins að vera
spurning hvenær stofna eigi
hér fastráðið neyðarþjón-
ustulið eins og rætt er um í
tillögum nefndarinnar. Það
er engin spurning að fast-
ráðið lið myndi auka öryggi
viðkomandi íbúa mjög
mikið, en um það hefur
verið skrifað áður hér í
blaðinu. -epj.
Dofri Örn Guðlaugsson,
Hólagötu 7, Njarðvík sendi í
vetur Bæjarstjórn Njarðvík-
ur bréf f.h. 201 krakka í
Njarðvíkurskóla og undir-
skriftalista frá þeim. Var
þar óskað eftir aðstöðu á
grasi við hliðina á leikvelli
og að gengið yrði frá leik-
velli við skóla.
Tók bæjarráð og Bæjar-
stjórn Njarðvíkur strax vel í
erindi krakkanna og fól
bæjarstjóra að láta
framkvæma óskir þeirra.
Að sögn Alberts Karls
Sanders bæjarstjóra var
þegar haft samband við
Dofra Örn og málin af-
greidd. Sagði hann að sam-
starfið við unglingana hefði
verið mjög ánægjulegt og
viðbrögð þeirra mjög
skemmtileg í þessu góða
frumkvæði þeirra. epj.
Auglýsingasíminn
er4717
Slökkvitækja-
þjónusta
Suðurnesja
Kolsýruhleösla - Dufthleösla
Viðhald og viðgerðir á flestum
tegundum slökkvitækja.
Reykskynjarar - Rafhlöður
Brunaslöngur - Slökkvitæki
Uppsetning ef óskað er.
Viðurkennd eftirlitsþjónusta
handslökkvitækja í bátum og skipum.
Slökkvitækjaþjónusta Suðurnesja
Háaleiti 33 - Keflavík - Sími 2322
NÝTT OG ENN BETRA!
- fær nú vaxtasamanburö
á 3ja mánaða fresti.
SPARISJÓÐURINN lll
- SJÓÐUR SUÐURNESJAMANNA