Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.1985, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 04.05.1985, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 2. maí 1985 VlKUR-fréttir Lífíð er saltfískur og rækja Viðtöl í tilefni af 1. maí 1. maí er alþjóðlegur frídagur verkamanna. Að því tilefni lagði blm. leið sína í saltfisk- verkun í Grindavík og niðurlagningaverksmiðju í Garði, og tók verkafólkið tali. Rætt var bæði við heimamenn og farandverkamenn um launakjör, aðbúnað og verkalýðsfélög í þessum höfuðatvinnuvegi íslensku þjóðarinnar. Lejðin lá fyrst í Hópsnes hf. Ég spurði eftir verk- stjóranum og var þá vísað á Kristin Benediktsson. Hann tók mér ljúfmannlega, enda fyrrum blaðamaður á Mogga og víðar og lærður ljósmyndari. „Ég tók að mér verk- stjórn hérna fyrir fimm ár- um síðan. Mig langaði til að sjá hlutina öðuvísi en í gegnum auga myndavélar- innar. Og hér er er ég ennþá“. Hvernig hefur þessi vetur verið hjá ykkur? „Hann var mjög daufur framan af. Ufsinn brást, en hann hefur yfirleitt verið uppistaða aflans í janúar og febrúar. Svo kom sjó- Tónlistarskólinn í Keflavík Staða skólastjóra við Tónlistarskóla Kefla- víkur er laus til úmsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. júní. Umsókn ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist til formanns skóla- nefndar, Elínborgar Einarsdóttur, Heiðar- horni 14 í Keflavík, sími 92-1976, er einnig veitir upplýsingar um starfið. Búseta í Keflavík eftir ráðningu er skilyrði. Skólanefnd Verksmiðjusalan Iðavöllum 8 ALLTAF Á ÞRIÐJUDÖGUM: Vörur seldar á hálfvirði vegna of gamals dagstimpils. FRAMVEGIS Á FIMMTUDÖGUM: Frá kl. 14-17 verða kynningar á vörum okkar. ATH: Búðin opin virka daga frá kl. * 9-18. Kristinn Benediktsson, verkstjóri. mannaverkfallið en eftir það var þetta þokkalegt. Mikil vinna fram að páskum“. Hvemig gengur að fá fólk til starfa í fiskvinnslunni? „Við höfum nú verið heppnir með fólk í vetur, en undanfarin ár hefur verið mjög erfitt að fá gott fólk. Mér finnst það mikil synd að þjóðfélagið sé þannig upp byggt, að ekki sé hægt að launa betur störf í fisk- vinnslu. Það er svo gríðar- lega mikið í húfi að hafa góðan mannskap í þessari atvinnugrein. Oftast er það þannig, að fólk kemur til starfa í fiskvinnslu á með- an það bíður eftir öðru betra“. Frá blaðamennsku til verkstjórnar. Er það ekki nokkuð stórt stökk? „Það var vissulega margt sem þurfti að læra, en áhug- inn var nægur svo þetta kom nú nokkuð fljótt. En óneitanlega verður maður áþreifanlega var við það í þessu starfi hvað allri fræðslu um meðhöndlun fiskjar hefur verið ábóta- vant. Það má segja að hún sé í molum. Það vantar til- fínnanlega gögn fyrir verk- stjóra með myndum og máli og ég hef vonir um að þetta sé nú að lagast. Það er að vakna skilningur yfir- valda á þessu máli“. 99Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær6 segir Bubbi Morthens í sínum ísbjarnarblús. Strákarnir í Hópsnesi geta vafalaust tekið undir sumt sem Bubbi kyrjar í þessum þjóðsöng farandverka- manna. I Hópsnesi var að- gerð í fullum gangi og ég GARÐ EIGENDUR! Garðhrífur - Kantskerar og önnur garðyrkju- áhöld. Garðáburður - Túnáburður Áburðarkalk. Grasfræ - Skrúðgarðafræ. Túngirðingarnet - Girðingar- staurar - Garðanet - Gaddavír. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA JÁRN & SKIP - SÍMI 1505 notaði kaffitímann til að spjalla við nokkra stráka. ÁstvaldurKristjánsson er norðlenskur sveitamaður, nánar tiltekið úr Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu. „Ég byrjaði að vinna í Hópsnesi í janúar sl. og hafði aldrei séð þorsk áður. Þetta er mín fyrsta vertíð". Hvemig líkar þér þessi vinna? „Þetta er nú frekar leið- inlegt, ef maður er mikið í sömu djobbunum, en ágætt ef maður lendir í góðu djobbi“. Hefur verið mikið að gera? „Ja, svona þolanlegt eftir verkfall, en alveg dautt fram að því. Við vinnum eftir bónuskerfi, dagvinnu- kaup er afskaplega lítið, en yfirvinnan rífur þetta dá- lítið upp“. Björgvin Bemdsen er hressilegur Reykvíkingu^ sem vildi gjarnan leggja eitthvað til málanna. „Ég hef unnið í Hópsnesi í allan vetur. í haust vann ég í síldinni og svo byrjaði ég aftur í janúar. Ég hef mikið unnið í fiski og kann því handtökin. Ég hef oft- ast verið í Hrísey á sumrin og unnið í fiski. Ég fer þangað í sumar“.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.