Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.1985, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 04.05.1985, Blaðsíða 11
10 Fimmtudagur 2. maí 1985 VfKUR-fréttir VfKUR-fréttir Fimmtudagur 2. maí 1985 11 MEÐ SKARPHÉÐNI Á BRAUTINNI Stundin var runnin upp. Ég var að fara með Skarphéðni á brautina, REYKJANESBRAUTINA: þar sem þúsundir Suðurnesjamanna aka um ár- lega. Það er brautin sem mörgum fínnst svo gaman að „kitla“ pinnann. Gljáfægðir Bensarnir fara svo létt í seinna hundraðið, oh....ég segi ekki meira. Skarphéðinn Njálsson er Keflvíkingur og er fluttur á ný í sinn heimabæ þó hann starfl við vegalögregluna. Hann er orðinn heimsfrægur á Suðurnesjum og bæði umdeildur og vel liðinn. Við skulum ekki vera að orðlengja þetta frekar. Ég skellti mér með honum á brautina í einn dag og hér kemur árangurinn af því: Ég var búinn að mæla mér mót við Skarphéðinn. Klukkan tvö niður á skrif- stofu ætlaði hann að koma og ná í mig einn fimmtu- dag fyrir skömmu. Viðtal við Skarphéðinn Njálsson, Reykjanesbrautarhrelli, hugsaði ég með mér nokkr- um mínútum áður en hann kom. Hvað er ég að pæla? Er ekki nóg að hann skildi taka mig um daginn? Það var einmitt þá sem mér datt í hug að fá kappann í viðtal. Mig langaði líka að sjá hvernig þessi djöf... radar virkar. -Bank, bank, tveir svartklæddir labba í róleg- heitum inn. Guðbjörgu íaf- greiðslunni brá svo mikið að hún hellti niður kaffi- bollanum sínum. - Þetta er allt í lagi“sagði ég, þeir eru bara að ná í mig. Við geng- um út. Ég var spenntur. Með Skarphéðni var Karl Gíslason, lögreglu- maður no.70. Skarphéðinn hefur ekkert númer, hann er aðstoðarvarðstjóri. „Hvað segirðu gott Palli, ertu til í slaginn? Hvernig viltu hafa þetta, hvert viltu fara?“ - Beint á brautina sagði ég ákveðið en kenndu mér fyrst á undratækið þarna í horninu". „Kalli, viltu ekki sýna blaðamann- inum hvernig radarinn virkar“. „Virkar? Ég á nú eftir að sannfærast um það á eftir“ sagði ég og hló. „Er ekki nóg að vera með radar- vara til að sleppa. Ég er ákveðinn í að fá mér svo- leiðis. Þá er öruggt að ég ek framhjá ykkur brosandi á áttatíu“. „Ég mundi nú ekki treysta á það. Radarvarar eru ekki eins langdrægnir og auk þess hafa þeir ekki sömu tíðni og radarinn. Enda höfum við tekið þá marga með slík tæki og þá hafa þeir bölvað" sagði Karl. Þeir félagar sögðu mér síðan að radarinn væri undir eftirliti og þjónustu Landhelgisgæslunnar og einnig unnið mál í hæsta- rétti. „Tækið er mjög full- komið og byggt upp eins og lendingartæki í flugvélum" sögðu þeir. 80% mælinga á ferð Reyniði að fela ykkur þegar þið eruð að mæla? „Nei það gerum við alls ekki. Við staðsetjum okkur þar sem við sjáumst vel og erum ekki fyrir. I vegaeftir- liti er þetta 80% mælinga á ferð. Það er visst öryggi í að vera á ferðinni. Aukið eftir- lit skapar meira öryggi í umferðinni. Það hefur sannað sig í færri umferðar- slysum undanfarin ár. Einnig er þessi mikli hrað- akstur úr sögunni. Þá á ég við „fantakeyrslu“ segir Skarphéðinn. Nú áttum við stutt í Vogaafleggjarann og þá sagðist Skarphéðinn vilja stoppa og mæla. „Hérna stoppum við oft. Hér sjáumst við greinilega úr fjarlægð". Það var ekki mikil VÖRUBÍLA- eigendur Skarphéðinn Njálsson við stýrið og Karl Gíslason lögreglumaður. umferð og enginn á neinum hraðakstri. „Það er rólegt á brautinni núna“ sögðu þeir 70-80 km. hámarkshraði, er það ekki allt of iítið? „Þróunin hefur orðið mikil frá því lögin voru sett og vegir hafa breytst mikið til batnaðar. Þetta eru ekki lengur malarvegir með grjótkasti. Og ég skal alveg viðurkenna það að þessi hraði er ekki mikill hér á brautinni. Það fer að sjálfsögðu eftir aðstæðum líka. Ég mundi segja að 90 km. hámarkshraði væri ekki óraunsær. Það verður samt að athuga það að þetta er ekki hraðbraut." Ykkur finnst 80 ekki hratt, 90 raunsætt. Á hvaða hraða takið þið ökumenn. Hvað er hámarkið? „Við gefum ekki upp neitt hámark. Fók er aldrei öruggt enda aðstæður margbreytilegar. En auð- vitað eru þetta topparnir sem við tökum mest. Þar sem hraðinn er mestur". Hvað dregur radarinn? „Hann dregur ca. 1 km. við góðar aðstæður allt að 2 km.“ Á þessum stað fór enginn í radarinn sem ástæða var aðstöðva. Við ókum af stað á ný. Mikill akstur á morgnana. Hvenær er mesta traffíkin á Reykjanesbrautinni? „Það er mikill akstur á morgnana. Sennilega mest- ur þá“. Kemur fyrir að menn neita tölunni í radamum? „Já, það kemur oft fyrir. Þá höfum við það eftir öku- manninum í skýrslu en yfir- leitt sætta menn sig við þetta. Svo eru sumir sem biðja um áminningu og vilja sleppa við allt. í flestum tilfellum eru það þeir sem eru oftast teknir fyrir hrað- ann akstur. En þegar skýrslur eru teknar fá öku- menn að sjálfsögðu að tjá sig og við spyrjum þá líka út úr, hvort þeir hafi litið á hraðmælinn og svo fram- vegis.“ Eru ekki alltaf einhverjir sem eru mjög óhressir með að vera teknir? „Það eru alltaf slíkir öku- menn inn um. Einn sagði við mig um daginn: „Þú ert duglegur að fara í veskið hjá mér“. Er eitthvað atvik á braut- inni þér sérstaklega minni- stætt Skarphéðinn? » „Ég man eftir einu skuggalegu þó þau séu nokkur. Ég kom að 3 mönnum á 2 bílum. Annar Bíllinn er vel búinn txkjum. Mesta athygli vekur þó radarinn ofan á mælaborðinu var ógangfær. Sá gangfæri var fyrir aftan og einn mannanna sat fremst á húddi bílsins og spyrnti í þann ógangfæra meðan hinn ók áfram. Sá þriðji stýrði þeim ógangfæra. Þú getur rétt ímyndað þér hvað þarna hefði getað skeð. Þetta er ótrúleg tilraun við að koma bíl í gang.“ Rauðu ljósin tendruð. „Þessi er á 109!“ Rauðu ljósin sett á í hvelli og ökumaðurinn stöðvar bílinn skömmu síðar. Hann kom í lögreglubílinn og ræddi við lögreglumennina. Við skýrslugerð sagði maðurinn að honum hefði fundist hann vera undir 100 km. hraða. - Við ókum áfram. Skarphéðinn stoppaði nokkra sem voru heldur léttir á pinnanum. Hraðinn á brautinni virt ist aukast sem á daginn leið. Við stoppuðum í smá stund við Kúagerði til að taka myndir. Vinsæll staður hjá vegalögreglunni og ófáir verið „nappaðir" á þessum stað. Það var ekið af stað á ný. Skarphéðinn stoppaði rétt hjá Vogaafleggjaran- um. Þar var kanabíll út í kanti stopp og mannlaus. Hann kallaði í lögregluna á Keflavíkurflugvelli í gegnum talstöðina. Ekkert svar og reyndi því Keflavík. Náði sambandi og bað þá að koma þvi til flugvallar- lögreglunnar að bíllinn væri hættulega staðsettur og gaf upp númerið svo hægt væri að hafa upp á eig- andanum. Skarphéðinn tók löggubeygju á Volvoinum og við héldum förinni áfram á ný. - „Það er góð samvinna við lögregluna í Keflavík og á flugvellinum sem og alls staðar" sagði hann. Það er ekki hægt að segja að þið séuð sambandslausir með þessar talstöðvar. „Nei, það vantar ekki. Það er FR-stöð í bílnum, Gufunes radíó og því lítið mál að ná sambandi. Þessir bílar eru einnig vel búnir, með hjálpartæki, björgunar og slökkvitæki og góðan sjúkrabúnað,- enda nauð- synlegt". Fasteign á hjólum á fleygiferð. „Hundrað og tuttugu!“ Rauðu ljósin enn sett á, snúið við á eftir ökumann- inum sem ók greitt á Volvo- bíl sínum. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í lögreglubíl á seinna hundraðinu. Skömmu síðar náðum við kappanum. Hann kom út í bíl. Aumingja maðurinn. „Var ég á 120“? „Ökumaður kom í lög- reglubílinn, greinilega skelkaður, kannski ekki að furða. „Var ég á 120“? - „Varstu að flýta þér vinur“? spurði Skarphéð- inn. „Já reyndar, ég er í Framh. á 12. síðu Kúagerði er vinsæll staður hjá vegalögreglunni. NUÞARF ADHUGAAD SUMARDEKKJUNUM Breiðari dekk Venjuleg breidd betri spyrna flestra val SÓLUÐ RADÍAL SUMARDEKK AF ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM Ath: NÝ ÞJÓNUSTA - TÍMAPANTANIR Hringdu og pantaðu tíma - þér til hægðarauka Síminn er 1399 og 1693. Erum fluttir að Fitjabraut 12, Njarðvík. Láttu sjá þig — spáðu í verðið. Fitjabraut 12 - Njarðvík - Sími 1399 og 1693 Eigum fyrirliggjandi: SEGULSPÓLUR - 12 og 24 volta NÆLONRÓR og tengi 4 - 6 - 8 - 10 og 12 mm Aðalstöðin Bílabúð - Sími 1517 Allt í trimmið. Trimmgallar, Trimmskór.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.