Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.1985, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 04.05.1985, Blaðsíða 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 2. maí 1985 13 Orðsending frá VÍKUR-fréttum Framvegis rennur skilafrestur fyrir auglýs- ingar út kl. 14 næsta þriðjudag fyrir út- komudag. ATH: Afgreiðslan er opin í hádeginu á þriðjudögum. \fiKun - auglýsingamiðill Suðurnesjamanna NJARÐVÍK Kartöflu- garðar Kartöflugarðar verða leigðir út í ár eins og undanfarin ár. Þeir sem vilja halda görðum sínum frá sl. ári greiði leigu fyrir þá fyrir mánudaginn 13. maí n.k.,annarsverðaþeir leigðir öðrum. Garðarnir eru 10x15 metrar að stærð og kostar leigan kr. 250. Bæjarstjóri Njarðvíkurbæjar Feðgamir Ólafur og Gísli lengst til vinstri, ásamt starfsmönnum fyrirtækisins. Pípulagningaverkstæði Suðurnesja: Tengikassar fyrir hitaveituinntak -Merk nýjung Pípulagningaverkstæði Suðurnesja er ekki gamalt fyrirtæki, en það er þó óhætt að segja að það standi á gömlum merg. Aðaleigandi þess og for- stjóri er nefnilega Olafur Erlingsson sem hefur stundað pípulagnir í um 30 ár, en framkvæmdastjóri er Gísli sonur hans. Fyrirtæk- ið stofnuðu þeir fyrir rúmu ári síðan og hefur vöxtur þess verið ör. Það er oft þannig að þegar faðir og sonur leggjast á eitt, sá gamli með reynsluna og sá ungi með hugmyndirnar og framkvæmdagleðina. Starfsemi PS er tvíþætt. Annars vegar almennar pípulagnir, efnisútvegun og allt sem því viðkemur og hins vegar rekstur verk Tengikassinn kominn á sinn stað. Óneitanlega er þetta snyrtilegra en gamla fyrirkomulagið. stæðis, þar sem fram fer alhliða járnsmíði. Verk- stæðið framleiðir tvær gerð- ir ofnar sem eru seldar um land allt. Svokallaða panel- ofna og funaofna. Sala ofna hefur aukist jafnt og þétt og er nú svo komið að fyrirtækið annar vart eftir- spurn. Nýjasta afkvæmi PS og það sem mestar vonir eru bundnar við eru sérhannaðir tengikassar fyrir hitaveituinntak. Tengi kassar þessir hafa verið settir upp nokkuð víða í ný- byggingum hérna syðra og vakið mikla athygli. Næst á dagskrá er að markaðssetja tengikassana í Reykjavík og nágrenni og er ekki að efa að þeir munu slá þar í gegn einnig. Kassarnir spara mikið pláss og fólk losnar við þann frumskóg af pípum sem áður þökktu heila veggi. Ekki er að efa að flestir vildu fegnir losna við þann skóg. Gísli framkv.stj. vildi koma því á framfæri að PS tæki að sér hönnun og allan frágang á lögnum í nýbygg- ingum, þar með talið að koma hreinlætistækjum á sinn stað. Einnig væri tölu- vert um það að óskað væri eftir snjóbræðslukerfum við hús og væru þeir reiðubúnir til að gera föst verðtilboð í alla slíka vinnu ef um er beðið. -ehe. Frumsýning á Islandi ln Ihe Year of Darkness, 2029, the rulers of this plonet devised the uftimate plan. They would reshape the Future by changing the Past. The plan requlred something that felt no pity. No pain. No fear. Somethlng unstoppable. They created TeRMINMOR í tilefni af 30 ára afmæli Félágsbíós höfum við fengið eina vinsælustu spennumynd ársins til frumsýningar á íslandi. Þar er þýska vaxtarræktartröllið Arnol Schwarzenegger, betur þekktur sem CONAN, í aðalhlutverki og fer á kostum í frábærri mynd. - Missið ekki af einstöku tækifæri. Sýnd í kvöld, fimmtudag kl. 21 föstudag kl. 21 laugardag kl. 17 og sunnudag kl. 17 og 21. ATH: Næsta mynd verður SKAMMDEGI. - FÉLAGSBÍÓ -

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.