Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.1985, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 04.05.1985, Blaðsíða 20
Fimmtudagur 2. maí 1985 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Hafnargötu 32, II. hæð. - Sími 4717 SPARISJÓÐURINN NJARÐVÍK hefur opnað á nýjum stað að Grundarvegi 23. Sparisjóðuriim opnar nýtt og glæsilegt útíbú í Njarðvík Sl. mánudag opnaði Sparisjóðurinn Njarðvík á nýjum stað, Grundarvegi 23. Formleg opnun hans var hins vegar á miðviku- daginn í sl. viku. Magnús Haraldsson, skrifstofustjóri, sem einnig átti sæti í byggingarnefnd hússins, flutti opnunar- ræðu þar sem hann þakk- aði iðnaðarmönnum vel unnin störf. Magnús sagði að þetta nýja útibú hefði verið byggt til að leysa hús- næðisvandamál Sparisjóðs- Magnús Haraldsson ávarpar gesti við formlega opnun Sparisjóðs- ins. Starfsfólk Sparisjóðsins í Njarðvík ásamt sparisjóðsstjórum, Tómasi Tómassyni og Páli Jónssyni. ins í Keflavík og Njarðvík um sinn. Nýja húsnæðið er um 600 ferm. á þremur hæðum og er neðsta hæðin þar sem af- greiðslan er, um 340 ferm., sem er um þrefalt stærra en gamla útibúið í Njarðvík, en það var opnað árið 1977 og verður 8 ára í sept. n.k. Verktakar sem unnu við bygginguna voru eftirtald- ir: Hilmar Hafsteinsson var byggingarmeistari, banka- innréttingar eru frá Kristj- áni Siggeirssyni, keyptar í gegnum húsgagnaverslun- ina DUUS, aðrar innrétt- ingar smíðaði Héðinn Framh. á 2. síðu Björgunarsveitir í stórræðum i Björgunarsveitin Stakkur í Keflavík og Hjálparsveit skáta í Njarð- .víkeru nú að byggjaoginn- rétta sín eigin hús. Stakkur hefur keypt hús að Iðavöllum 3 í Keflavík og eru Stakksmenn nú að innrétta það húsnæði. Hús- ið er um 360/erm. á tveim- ur hæðum. Á neðri hæð er bílageymsla og þar er einn- ig geymdur stærri búnaður sveitarinnar svo sem^ vél- sleði og gúmmíbátur. Á efri hæð er fundarsalur, fjar- skiptaherbergi auk geymslu fyrir smærri búnað Að sögn Þorsteins Mart- einssonar, formanns Stakks, er ætlunin að reyna að ljúka framkvæmdum á þessu ári en óvíst hvort að það takist. „Þetta starf er að öllu leyti unnið í sjálf- boðavinnu og erum við svo heppnir að hafa bæði smiði og rafvirkja svo og aðra iðnaðarmenn innan sveitarinnar“ sagði Þorst- einn. I Björgunarsveitinni Stakk eru nú um 50 virkir félagar en u.þ.b. 35 sem eru tilbúnir í útkall nánast hvenær sem er. I sveitinni eru 6 stúlkur og sagði Þorsteinn að þær stöllur gæfu karlpeningnum ekkert eftir. Hjálparsveit skáta í Njarðvík stendur í nýbyggingu. Þeir eru búnir að reisa 318 ferm. hús á einni hæð og stendur það við Grænásbrekkuna. Framkvæmdir eru ekki hafnar að innanverðu en samt er nú ætlun Hjálpar- sveitarmanna að taka alla vega helming hússins í notkun í ár. Þar er einnig öll byggingavinna unnin í sjálfboðavinnu að mestu leyti. Árni Stefánsson, formaður Hjálparsveitar- inna sagði félaga vera um 108 frá upphafi en á útkallslista væru nú um 35 manns. Hjálparsveit skáta og Björgunarsveitin Stakkur vinna mikið saman og er Framh. á 18. síðu Bækistöð Stakks er flutt að Iðavöllum 3 í Keflavík 200 böm fóm á Kardimommubæinn Það var mikil eftirvxnting sem skein úr augum krakkanna á Tjarnarseli sl. sunnudag, er blaðið festi þau á filmu. Var hér á ferðinni rúmlega 200 manna hópur sem samanstóð af börnum, foreldrum og fóstrum á leið i rútur frá SBK, sem ætluðu að flytja þau í Þjóðleikhúsið til að sjá Kardimommubæinn. - epj. Spumingin: Ert þú tónlistar- unnandí? Gunnar Baldvinsson: „Já, já, er fyrir rokkið“. Reynir Arason: „Já, bara mátulega mik- ið, þá helst öll létt tónlist“. Bjarkar Adólfsson: „Já, að litlu leyti, varð- andi dægurlagamúsík". Kristinn Danivalsson: „Já, já, þó engin sérstök tónlist".

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.