Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.1985, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 04.05.1985, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 2. maí 1985 VÍKUR-fréttir Tónlistarskóli Njarðvíkur Sigurður Pétur Bragason baritonsöngvari og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari, halda tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju, laug- ardaginn 4. maí n.k. kl. 16. Sigurður er nýkominn heim frá Ítalíu þar sem hann stundaði nám hjá einum fræg- asta söngkennara ítala, Pierra Miranda Ferraro. Þóra Fríða stundaði nám í Þýskalandi þar sem hún lauk prófum frátveimurvirtum há- skólum með meðleik sem sérgrein. Aðal- kennari hennar var prófessor Richter. Á efnisskránni eru ítölsk lög, óperuaríur, ásamt íslenskum lögum. Skólastjóri Njarðvíkurbær Félagsmálaráð Njarðvíkur óskar eftir starfskrafti í heimilishjálp nú þegar. Þarf að hafa bíl til umráða. Nánari upplýsingar veitir Guðjón Sigbjörns- son í síma 1079 og 1202. Félagsmálaráð Njarðvíkur Frá Verkakvennafé- lagi Keflavíkur og Njarðvíkur Ákveðið hefur verið að fara í 1 dags ferð í Húsafell laugardaginn 11. maí n.k. Konur, látið eiginmennina um heimili og börnin í 1 dag og skellið ykkur í Húsafell. Nánari upplýsingar á skrifstofu Verkakvenna- félagsins. Stjómin 2ja herb. íbúð að Heiðarhrauni 30b er til sölu, með umsóknarfresti til 15. maí n.k. Umsóknareyðublöð ásamt frekari upplýs- ingum fást á skrifstofu bæjarins. Grindavík, 23. apríl 1985 Stjórn verkamannabústaða í Grindavík - Auglýsingasíminn er 4717 - Þessir nemendur skólans eiga að fara í útvarpsupptöku í tilefni af því að útvarpið aetlar að hafa sérstaka dagskrá þ. 1. okt. n.k., sem tileinkuð er ári tónlistarinnar og ári æskunnar. Þar munu nemendur ýmissa tónlistarskóla leika verk eftir ýmsa höfunda. Kynning á Tónlistarskól- anum í Keflavík - í tilefni evrópska tónlistarársins Tónlistarskólinn í Kefla- vík lýkur nú 27. starfsári sínu. Skólinn var stofnað- ur árið 1957 og var aðal- hvatamaður að stofnun hans Guðmundur Nordal. Fyrstu kennarar skólans voru Guðmundur Nordal, Vigdís Jakobsdóttir og Björn Guðjónsson. Kennslan fór fyrst fram í Ungmennafélagshúsinu, síðan í kjallara Nýja Bíós, því næst fluttist hún í bílskúr við Tjarnargötu og að lokum í Æskulýðsheim- ilið við Austurgötu þar sem aðalhúsnæði skólans er nú. Fyrirhugað er að stækka það húsnæði á næstu árum til muna. Fyrsti skólastjóri skól- ans var ráðinn Ragnar Björnsson árið 1960. Hann gegndi því starfi í 16 ár, eða til 1976. Það ár tók Herbert H. Agústsson við starfi skólastjóra og hefur gegnt því starfi síðan. Árið 1979 var stofnað útibú frá skólanum í Garði að ósk Tónlistarfélagsins þar. Yfirkennari í Garði er Jónína Guðmundsdóttir. Margir frábærir kennar- ar hafa starfað við skólann á undanförnum árum. Þar má nefna Árna Arinbjarn- arson fiðlukennara, Pétur Þorvaldsson cellókennara og ýmsa fleiri. Fyrsti nem- andi sem útskrifaðist frá skólanum var Unnur Páls- dóttir, fiðluleikari. Hún var nemandi Árna. Unnur starfar nú sem fiðluleikari í Herbert H. Ágústsson skólastjóri hljómsveit Barcelonaborg- ar á Spáni. 1 dag eru um 170 nem- endur í skólanum og starfa þeir í ýmsum deildum inn- an skólans. Mikil áhersla er lögð á forskólanám og geta Píanódeildin er fjölmenn börn byrjað þar á 5. aldurs- ári, en meiningin er að þau séu 3 ár í forskóla. Þau kynnast helstu hljóðfærum og reyna að nota þau. Þess- um forskóla lýkur svo með því að nemandinn sjálfur ákveður endanlegt val þess hljóðfæris sem hann hefur mestan áhuga á. Kennari í forskólanum er Siguróli Geirsson. Ennfremur starfar á vegum skólans unglingalúðrasveit (ULK) og eru nemendur hennar valdir úr barnaskólanum. Reynt er að finna nemend- ur sem hafa áhuga og hæfi- leika á tónlistarsviði. Hér er eingöngu um hópkennslu að ræða og er aðalkennari og stjórnandi sveitarinnar Jónas Þ. Dagbjartsson. Stærsta deild skólans er píanódeildin. Þar starfa nú 4 kennarar en aðalkennari er Ragnheiður Skúladóttir. Átta fiðlunemendur eru í skólanum og er kennari þeirra Kjartan Már Kjart- ansson. Kennt er á öll algengustu hljóðfæri í skól- anum og má þar nefna þverflautu, orgel, klarinett, blásturshljóðfæri ýmis kon- ar, harmonikkur, ásláttar- hljóðfæri og fleira. Kjarnagreinar, s.s. tón- fræði, hljómfræði, tón- heyrn og tónlistarsaga, eru einnig kenndar og eru aðal- kennarar þar Kjartan og Herbert. Nemendur úr Fjöl- brautaskólanum stunda nám í skólanum og fá það metið til eininga þar. Að lokum skal þetta sagt: Tónlistarnám er mjög krefjandi og tímafrekt nám. Góður hljómlistar- maður er allt sitt líf að læra og aéfa. Framtíðar fíðlusnillingar? Ekki nokkur vafi.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.