Víkurfréttir - 04.05.1985, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 2. maí 1985
VfKUR-fréttir
ÚTBOÐ
Gerðahreppur óskar eftir tilboðum í jarð-
vinnu o.fl. við vatnslagnaframkvæmdir
meðfram Garðbraut. Verktími erfrá 15. júní
til 25. júlí 1985. Verklýsing og útboðsgögn
fást keypt á kr. 1000 frá og með deginum í
dag á skrifstofu hreppsins.
Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 14. maí
n.k. kl. 14 á skrifstofu Gerðahrepps,
Melbraut 3, Garði.
Sveitarstjóri Gerðahrepps
Starf við
heimilshjálp
Gerðahreppur vill ráðastarfsmanntilstarfa
við heimilishjálp. Um hlutastarf er að ræða.
Umsóknarfrestur er til 13. maí n.k.
Allar nánari uppl. gefur undirritaður.
Sveitarstjóri Gerðahrepps
GARÐUR
Viðtalstímar
bygginga-
fulltrúa
Frá og með 2. maí 1985 verður bygginga-
fulltrúi Gerðahrepps með viðtalstíma
þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 10-12 á
skrifstofu sinni, Melbraut 3, Garði, símar
7108, 7150.
Sveitarstjóri Gerðahrepps
Skrifstofustarf
Staða skrifstofumanns á skrifstofu Gerða-
hrepps er laus til umsóknar og veitist frá og
með 1. júní n.k.
Um er að ræða hálfa stöðu við vélritun, inn-
heimtu, skýrslugerðir svo og almenn skrif-
stofustörf.
Laun samkv. kjarasamningum SFSB og
Gerðahrepps. Umsóknarfrestur er til 13.
maí n.k. Allar nánari uppl. veitir undirrit-
aður.
Sveitarstjóri Gerðahrepps
Keflavíkur-
kirkja
Sunnudagur 5. maí:
Guðsþjónusta kl. 11.
Sóknarprestur
„Þetta er léttari vinna
en frystihúsvinnan“
Spjallað við konur í niðursuðu Gerðarastar
í Gerðaröst í Garði var
verið að sjóða niður rækju.
Þar hittum við fyrst fyrir
Guðrúnu Blöndal, sem var
að setja lok á dósirnar.
Hvernig líkar þér að vinna
við niðursuðu?
„Mér líkar þetta mjög
vel, ég hef unnið hér í 3 ár.
Hér starfa að jafnaði 15-18
manns við niðursuðuna, en
svo eru hér fleiri þegar verið
er að pilla, eða allt að 50
manns".
Hvernig eru launakjörin?
„Þau eru góð þegar
mikið er unnið. Við fáum
greitt tímakaup með 8%
álagi og það er ekki mikið
fyrir dagvinnuna eina, en
yfirleitt er mikil yfirvinna.
Það hleypur kaupinu upp“.
Ert þú virk í starfi stéttar-
félagsins?
„Já og nei, ég hef
kannski ekki mikið þurft á
því að halda. Maður er
ánægðastur þegar nóg er að
gera. Annars finnst mér að
það ætti að leggja meiri
áherslu á skattalækkun og
aðrar slíkar leiðir til kjara-
bóta frekar en beinar
launahækkanir. Stærsta
málið er þó það, að koma
lagi á húsnæðismálin. Það
er hrikalegt ástand hjá
þeim sem eru að koma sér
þaki yfir höfuðið, það
verður að gera eitthvað sem
allra fyrst“.
Við færibandið standa
nokkrar hressar stelpur á
öllum aldri. Þær komu sér
Strákamir í Hópsnesi
töluðu mjög fallega um
ráðskonuna sína og aðbún-
að allan í verbúðinni. Það
var því ekki úr vegi að ræða
dálítið við konuna sem á
heiðurinn af þessu öllu.
Ragna Fossádal heitir hún
og er Færeyingur í húð og
hár. Ragna hefur búið á Is-
landi um árabil en sl. 2 ár í
Grindavík, og þau ár hefur
hún verið ráðskona hjá
Hópsnesi.
„Það er mjög góður andi
hjá þessum strákum og
vinnuveitendurnir eru
mjög góðir. Það er ekki
erfitt að reka þennan
bragga vegna þess að um-
gengnin er svo góð. Þetta
Guðrún: „Það verður að koma
lagi á húsnæðismálin“.
saman um að „láta Árnýju
tala við manninn" . Ámý
Tyrfingsdóttir hefur verið í
hálfu starfi í Gerðaröst í
rúmt ár.
Arný: „Vælir hver í sínu horni“.
helst alltaf í hendur ef að-
búnaður er góður, þá er
umgengnin góð“.
Gengur þú strákunum í
móðurstað?
„Já, ég reyni það; Þetta
eru mínir strákar. í fyrra
bjó ég í bragganum vegna
þess að ég var að byggja og
þá var kannski ennþá meiri
heimilisandi hérna“.
Eru ráðskonur með ein-
hver sérsamtök innan verka-
lýðshreyfingarinnar?
„Nei, við erum bara eins
og hver annar félagsmaður
og því miður þá er eins og
við gleymumst oft þegar
verið er að semja. Við erum
„Mér líkar mjög vel við
þessa vinnu. Ég var áður í
frystihúsi og þetta er miklu
léttari og þægilegri vinna“.
Ertu ánægð með það sem
þú færð í launaumslagið?
„Finnst ekki öllum laun-
in og lág? Það er sjálfsagt
ekki öðruvísi hjá okkur en
öðrum. Dagvinnukaupiðer
87 kr. á tímann og svo fá-
um við smá álag ofan á það.
En ef það er mikið að gera
þá er þetta í lagi. Sjáðu
héma t.d., þetta eru launin
fyrir síðustu viku, 3200 kr.
með nokkrum yfirvinnu-
tímum, en ég er nú í hálfu
starfi. En þetta eru engin
laun nema það sé bullandi
næturvinna".
Hvernig hefur þetta verið
í vetur? Mikil vinna?
„Það hefur verið nóg að
gera í vetur. Við suðum
niður þorsklifur frá febrú-
arbyrjun og fram í miðjan
apríl, en annars erum við
með rækju“.
Tekur þú þátt í starfsemi
stéttarfélagsins?
„Það er nú lítið. Ég er svo
til nýflutt hingað. Það vælir
hver í sínu horni og svo er
þetta að mestu ákveðið í
Reykjavík. Er það ekki
alltaf svona?“
Texti og
myndin
ehe.
Ragna: „Ráðskonur eru alveg
utan við kerfið“.
alveg utan við kerfið og
fastakaupið er afar lágt.
Þetta er nú ekki svo slæmt
hjá mér vegna þess hvað ég
er með fáa stráka, en þetta
er mjög erfitt í stærri ver-
búðunum"
„Mjög góður andi hjá
þessum strákum“
- segir Ragna Fossádal, ráðskona
ATVINNA
Bifvélavirki óskast. Upplýsingar í síma
3268 eftir kl. 19.