Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.1985, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 04.05.1985, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 2. maí 1985 VfKUR-fréttir MEÐ SKARPHEÐNI Framh. af 10. síðu viðskiptalegum erindum og þarf að vera kominn í bæinn aftur kl.hálf fimm... Ekki óalgegnt svar og maðurinn var mjög kurteis og sagðist hafa vitað af því að hann var á ólöglegum hraða. Þegar maðurinn hafði verið skrifaður niður Verslunarfólk á Suðurnesjum Orlofshús Tekið verður á móti umsóknum um dvöl í orlofshúsum VS í Ölfusborgum og Svigna- skarði, á skrifstofu félagsins að Hafnargötu 28, Keflavík, frá og með fimmtudeginum 2. maí. Opið kl. 12-17. Þeir sem ekki hafa dvalið í húsunum sl. 5 ár hafa forgang til 10. maí. Vikuleigan, kr. 2.500, greiðist við pöntun. Ekki tekið á móti pöntunum í síma. Verslunarmannafélag Suðurnesja Orlofshús VKFKN Dvalarleyfi Frá og með mánudeginum 7. maí n.k. liggja umsóknareyðublöð frammi á skrifstofu VKFKN að Hafnargötu 80, um dvalarleyfi í orlofshúsum félagsins, sem eru sem hér segir: í Ölfusborgum í Húsafelli Þeir sem ekki hafadvaliðsl. 5 ár íorlofshús- um á tímabilinu frá 15. maí til 15. septem- ber, sitja fyrir dvalarleyfum til 15. maí n.k. Leiga verður kr. 2.500 á viku. Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur Orlofshús VSFK Dvalarleyfi Frá og með mánudeginum 7. maí n.k. liggja umsóknareyðublöð frammi á skrifstofu VSFK að Hafnargötu 80, um dvalarleyfi í or- lofshúsum félagsins, sem eru sem hér segir: í Ölfusborgum í Svignaskarði í Hraunborgum í Húsafelli Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofshús- unum átímabilinu frá 15. maítil 15. septem- ber, sitja fyrir dvalarleyfum til 15. maí n.k. Leiga verður kr. 2.500 á viku. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavikur og nágrennis og skýrsla tekin fékk ég að fara með honum í bíl sín- um til Keflavíkur, og hann samþykkti að koma í stutt viðtal. Félagarnir á þeim hvíta fylgdu i humátt á eftir og við Fitjar skipti ég aftur yfir og maðurinn hélt sína leið. „Sagði hann eitthvað sniðugt?“ spurði Skarphéð- inn. „Já þetta er greinilega maður með reynslu" sagði ég. Viðtalið við manninn má sjá héma annars staðar á síðunni. Þegar hér var komið við sögu fannst mér nóg komið af radar og Reykjanesbraut og fór út í aðra sálma. „Eg hóf störf í Lögregl- unni í Keflavík árið 1972. Var þar til áramóta 77-78, fór þá til Isafjarðar og var þar í lögreglunni í eitt ár.Þaðan lágu leiðir mínar í Lögregluna í Reykjavík, vegalögregludeild." Eg hef heyrt að þú ætlir að sækja um stöðu yfírlögreglu- þjóns í Kefíavík. Er það rétt? „Já það er rétt. Eg ætla að sækja um starfið". Af hverju? „Eg hef áhuga á þessu starfi auk þess sem ég þekki vel til í Keflavík. Eg hef í hyggju, fái ég starfið, að nýta mína þekkingu og reynslu og tel því margt gott geta látið af mér leiða“. Telurðu þig eiga möguleika? „Ég get náttúrlega ekki sagt til um það. En á miðað við mína reynslu, starfs- þekkingu og alhliða kunnáttu, tel ég mig eiga sæmilega möguleika. Starf mitt í Lögreglunni í Reykja vík gæti orðið mér gott vega nesti í að láta gott af mér leiða hér suðurfrá. Þá á ég sérstaklega við umferðar- mál, almenna löggæslu og aðra þætti sem ég hef unnið að. Ég er ekki með þessu að gagnrýna kollega mína í Keflavík heldur það að ég tel nauðsynlegt að sinna þessu mikið og svo öryggi hins almenna borgara. Starf lögreglumanna er ætíð fyrirbyggjandi starf.“ Hinn almenni borgari er besta löggæslan. „Þegar horft er yfir þetta allt þá er hinn almenni borgari besta löggæslan. Við verðum að vinna með fólkinu. Fá fólk til að skilja hvað þetta gengur út á og fá fólk til að starfa með okkur. Þetta er stórt atriði“ sagði Skarphéðinn Njálsson. Við tókum stuttan rúnt í lokin og fylgdumst aðeins með umferðinni sem kom mest af flugvellinum. Síðan var ákveðið að halda heim á leið með blaðamanninn sem var orðinn reynslunni ríkari um starf vegalög- reglu, „hrellirinn“ Skarp- héðinn, sem ég leyfði mér að kalla hann, eftir að hann tók mig um daginn fyrir „léttleika á bensíngjöf“. Ég læt ekki taka mig aftur. Ég held að ég sé búinn að finna útjimmitið'.' --------------------------------- Ökumaður tekinn á ólöglegum hraða: „Ek alltaf of greitt“ „Ég ek alltaf of greitt, á ólöglegum hraða. Maður gefur sér alltaf of lítinn tíma á milli staða, -og Isl- endingar yfirleitt. Hérna á brautinni er ég yfirleitt á 100-110 km. hraða“ sagði ökumaðurinn. Finnst þér hámarkshraði á Reykjanesbraut of lágur? „Hámarkshraði verður að vera til að halda niður hraða eins og hægt er. Þó getur of hægur akstur líka verið hættulegur. Ég hef sjálfur slæma reynslu af of hröðum akstri því einu sinni lenti ég í bílslysi hér á brautinni og kastaðist út um rúðuna á bílnum og lá á spítala nær dauða en lífi í 6 mánuði. Þá var ég farþegi í framsæti.dauðasætinu eins og það er oft kallað, og ekki í öryggisbelti. Það hefði örugglega bjargað V__________________________ mér. Nú ek ég alltaf í belti. Síðan hef ég komið að banaslysum hérna á braut- inni og þetta allt ætti nú að kenna mér að aka varlega“. Finnst þér eftirlit eiga rétt á sér? „Þó svo ég hafi orðið fyrir barðinu á þeim í dag þá á það hiklaust rétt á sér. Og ég vil segja lögreglunni það til hróss að hún er orðin miklu kurteisari en áður fyrr, frámkoman orðin betri. Hvernig fínnst þér að vera tekinn? „Manni bregður ekki þó maður sé tekinn á 10-15 yfir markinu, en eins og núna þegar ég vissi að ég fór allt of greitt, þá brá mér auðvitað í brún. Ég ætla bara að vona að ég haldi prófinu“ sagði ökumaður- inn að lokum. Nesbú byggir yfír ungaeldi - á Vatnsleysuströnd Vestan við Brunnastaða- hverfi á Vatnsleysuströnd eru hafnar framkvæmdir við byggingu á vegum Nes- bús, sem er eitt af stærstu eggjaframleiðslufyrirtækj- um í landinu. Hið nýja húsnæði fyrir- tækisins er ætlað fyrir unga- eldi. Staðsetning þessa húss er nokkuð frá þeim stað er eggjaframleiðslan fer fram, en það er innar á Vatns- leysuströndinni. - eg. Frá byggingaframkvxmdum Nesbús ORLOFSHÚS Frá og með 29. apríl til 10. maí 1985 verður tekið á móti umsóknum um dvöl í orlofs- húsum félagsins á eftirtöldum stöðum: • Hús í Húsafelli • Hús í Þrastarskógi • íbúð á Akureyri, verður auglýst síðar. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu félagsins að Tjarnargötu 7, Keflavík. Vikuleiga, kr. 2.500, greiðist við úthlutun, eða í síðasta lagi 31. maí. Eftir það verða ógreiddar umsóknir ekki í gildi. Orlofsnefnd I.S.F.S.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.