Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.07.1985, Page 13

Víkurfréttir - 04.07.1985, Page 13
VIKUR-fréttir Fimmtudagur 4. júlí 1985 13 Söguferð um Rosmhvalanes N.k. sunnudag, þann 7. júlí verður fyrsta ferðin í sumar- áætlun Ferðamálasamtaka Suðurnesja. Farið verður um Rosmhvalanes og að Básend- um undir leiðsögn Fíelgu Ingimundardóttur. Suðurnesjamönnum gefst hér gullið tækifæri til að rifja ýmislegt upp úr sögu Suður- nesja. Komið verður m.a. við hjá Prestvörðu fyrir ofan Leiru er einn Utskálaklerka lét reisa Guði til dýrðar eftir að hafa bjargast með naumindum úr mannraunum í Leirunni. Eftir að hafa ekið um Garðinn og skoðað merkisstaði þar verður Skagagarðurinn hið mikla fornmannamannvirki skoð- aður. En hann liggur í landi Hafurbjarnastaða þar sem einn merkasti fornleifafundur er orðið hefur hér á landi er kumlateigur var grafinn þar upp um miðja síðustu öld. Steinsnar þar frá er Kirkjuból er tvívegis hefur komið við í Islandssögunni svo um munaði. I fyrra skiptið með Kirkjubólsbrunanum árið 1433, sem er hluti af mjög svo sérstæðri ástarsögu og síðar aðför Norðlendinga að einum banamanna Jóns Arasonar biskups, Kristjáni skrifara og mönnum hans árið 1551. A Flankastöðum í sömu sveit - Miðnesinu - voru áður haldin mikil teiti, svonefndir víki- vakar, er geistleg yfirvöld höfðu vægast sagt illan bifur á. Um leið og ekið verður í gegn- um Sandgerði verður saga staðarins rifjuð upp áður en haldið verður út að Hvalsnesi. Þar verður litast um í kirkj- unni en meðal margra ágætra muna sem eru í vörslu hennar er brot úr legsteini Steinunnar Hallgrímsdóttur Péturssonar, sem er álitið að séra Hall- grímur hafi höggvið sjálfur. Síðasti viðkomustaður eru Básendar þar sem ein sterk- ustu vé einokunarverslunar- innar voru. Öll mannvirki urðu eyðileggingu að bráð í gífurlegum sjógangi, svoköll- uðu Básendaflóði, árið 1799. Lagt verður upp kl. 14.00 frá Bæjarskrifstofunum í Keflavík. Áætluð ferðalok eru kl. 17.30. Verð kr. 200,- fyrir fullorðna. Börn yngrien 12ára fá frítt í fylgd meðfullorðnum, en börn 12 til 15 ára greiða hálft gjald. (Sjá nánar auglýs- ingu). Innsigli rofið og humrí stolið Fimmtudaginn í síðustu viku varstolið 12kössumaf humri frá Rafni hf. í Sand- gerði. Hafði humarinn verið innsiglaður daginn áður af Fiskmati ríkisins, þar sem hann var of gamall til að vera söluvara. Hafði innsiglið verið rofið og humarinn tekinn. Er málið í rannsókn. - epj. -Söfnuðu fyrir sundlaugabyggingu. Þessi fjögur ungmenni héldu nýlega hlutaveltu í Garðinum til styrktar sundlaugabyggingunni á staðnum og hafa þau afhent ágóðann kr. 900.-. Þau heita t.v. Örlygur Örlygsson, Hólmar Eyfjörð Hreggviðsson, Veiga Eyfjörð Hreggviðsdóttir og Fanney Guðrún Magnúsdóttir. — epj. _______Lítið ykkur nær________________________ Að undanförnu hafa bæjaryfirvöld m.a. í Keflavík sent út áskoranir til bæjarbúa um að taka höndum saman og hreinsa í kringum sig. En það er ekki nægjanlegt að skora á aðra ef yfirvöldin gleyma sjálfum sér. Á mefylgjandi mynd sést Ijót jámahrúga sem einu sinni var bíll, og hvar skyldi nú þetta drasl vera staðsett? Það er málið, - fyrir framan hliðið að geymsluporti Áhaldahúss Keflavíkurbæjar við Vesturbraut. - epj. Voru með flöskusöfnun Þessi fjögur ungmenni stóðu nýlega fyrir flöskusöfnun til styrktar Þroskahjálp á Suðurnesjum og varð ágóðinn kr. 1.010. Þau heita t.v. María R. Halldóra Björk, Ingibjörg og Ari. - epj. Færðu númera- spjöld mílli bfla Það er alveg furðulegt hvað mönnum getur dottið í hug. Sunnudaginn 23. júní sl. var lögreglunni tilkynnt um að það sæist til manna þar sem þeir væru að færa númeraspjöld á milli bíla. Fór lögreglan á staðinn og reyndist það rétt vera. Höfðu þeir skipt á sléttu á bílum og ætluðu að leysa skráningarmálin á þennan hátt. - epj. Leiðrétting I frásögn um ráðningu Kjartans Más Kjartansson- ar í stöðu skólastjóra Tón- listarskólans í Keflavík í síðasta tbl. var sagt að tveir bæjarfulltrúar hefðu setið hjá við atkvæðagreiðslu um málið. Þar vantaði nafn Olafs Björnssonar, en hann sat einnig hjá við atkvæða- greiðsluna. MÍKUR OPIÐ alla virka daga 9-18 laugardaga 10-16 sunnudaga 13-16 YALGEIRS BAKARÍ HÖLAGDTU 17 SÍMl 2600 GARÐUR Sölu- og leiguíbúðir Til sölu er íbúð í fjölbýlishúsinu Silfurtúni 20 í Garði. íbúðin er byggð samkvæmt lögum nr. 38/1976 og er hún 70 ferm. að stærð. Umsóknum ásamt fjölskyldu- og tekjuvottorði sendist formanni stjórnar verkamannabústaða, Unnari Má Magnússyni, Lyngbraut 15, Garði, fyrir 15. júlí n.k. Stjórn verkamannabústaða KODAK UMBOÐIÐ VERSLUNIN HLJÓMVAL Hafnargötu 28 - Keflavík - Sími 3933 ál/2viiöi! Um leið og filman fer í H-Lúx framköllun biður þú um Sumaraukann og þú færd aukaeintök af myndunurn þínurn á hálfvirði! Gildir frá 17. júní til 17. ágúst Gefdu ljósmynd.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.