Víkurfréttir - 30.01.1986, Page 8
8 Fimmtudagur 30. janúar 1986
VÍKUR-fréttir
Salan á Helga S.:
SUÐURNESJAMENN ATTU
LITLA MÖGUTÆIKA
Víkur-fréttum hefur
borist til eyrna mikil
óánægja varðandi sölu
Fiskveiðasjóðs á Helga S.
KE 7 til Akureyrar. En
þaðan var skipið síðan, eins
og áður hefur komið fram,
selt til Hafnarfjarðar.
Vegna þessarar óánægju
fékk blaðið uppgefið hjá
Fiskveiðasjóði hverjir
hefðu boðið í skipið og hvað
hver aðili hefði boðið.
Eftirfarandi tilboð komu
fram: Ishaf s.f., Tálkna-
firði, 73 milljónir; Særún
h.f., Blönduósi, 70,6 millj-
ónir; Samherji h.f., t>3 millj-
ónir; Utgerðarfélag Kópa-
skers, 66,6 milljónir; Akkur
h.f., Djúpavogi, 65 milljón-
ir; Utvegsmiðstöðin, 63
milljónir; Jón Erlingsson
o.fl., 62,5 milljónir; Ragnar
Allar vörur á
10-40% afslætti
Ragnarsson, 57 milljónir;
Asmundur Hrólfsson, 55
milljónir; Hilmar E. Helga-
son o.n. 52,5 milljónir;
Hraðfrystihús Grundar-
fjarðar 50 milljónir; og
Ingimundur h.f. 50 milljón-
ir. Þá kom ósk frá Herði
Falssyni um að fá að ganga
inn í hæsta tilboðið.
Að sögn forráðamanna
sjóðsins voru greiðsluskih
málar mjög misjafnir. I
sumum tilfellum um litla
útborgun að ræða, jafnvel
vaxtalaus Ián og ótryggð.
Þannig að þegarbúið varað
reikna tilboðin til núvirðis
og taka tillit til gengistrygg-
ingar og vaxta kom upp
þessi röð:
1. Samherji h.f. 67,7
milljónir. 2. Særún h.f. 65,5
milljónir og 3. Ishaf s.f.
65,2 milljónir.
A upptalningunni hér að
ofan sést að hæsta tilboð
Suðurnesjamanna var frá
Utvegsmiðstöðinni og var
það 10 milljónum undir því
hæsta, áður en það var
skoðað með tilliti til núvirð-
is og undir þeim útreikningi
einnig.
epj-
Eldur í varahlutum
Síðdegis sl. föstudag var
slökkvilið BS kvatt út að
b.v. Arnarnesi IS 42, þar
sem það lá við bryggju í
Njarðvík. Höfðu menn
verið að rafsjóða og komst
neisti í varahluti.
Slökkvistarf tók skamma
stund og varð tjón lítils
háttar.
Skip þetta er, eins og
áður hefur komið fram hér í
blaðinu, til endurbóta hjá
Skipasmiðjunni Herði hf.
Þá var liðið kallað út
aftur rétt fyrir kl. 15 sl.
laugardag. í þaðskiptiðvar
tilkynnt um lausan eld í
smurstöð Aðalstöðvarinn-
ar. Höfðu krakkar kveikt í
rusli við hliðina á stöðinni
og komst reykur inn um
loftinntak og við það fór
sjálfvirkt eldvarnarviðvör-
unarkerfi í gang og
tilkynnti um eld. - epj.
til 15. febrúar n.k.
Eldur kom upp í varahlutum í Arnarnesi ÍS 42, er verið var að raf-
sjóða í skipinu. Þessi mvnd var tekin þegar verið var að koma fvrir
nýju stýrishúsi á það.___________________________Ljósm.: pkei.
-ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGA R -
Almennar bílaviðgerðir
Mótorstillingar - Hjólastillingar
M. Guðbergsson
Vinnusími: 7139
Heimasími: 7185
STEINSTEYPUSÖGUN
Sími 2040
Gerum föst verðtilboð.
MARGEIR ELENTÍNUSSON
Get bætt
við mig
verkefnum
Málningarþjónusta Óskars
Sími 7644
Ljúffengar pítur
á okkar bæ . . .
Munið heimsendingarþjónustuna um
helgar í síma 4202 eða hjá
leigubílastöðvunum.
Hafnargötu 37, sími 4202.
Myndatökur
við allra hæfi
Passamyndir
tilbúnar strax.
nymynD
Hafnargötu 26
sími 1016
Góð auglýsing
gefur góðan arð.
VÍKUR-fréttir